Þarf engan að undra að úrvalslið fyrri umferðar Dominos deildar kvenna innihaldi 4 leikmenn frá tveimur efstu liðum deildarinnar, Keflavík og Snæfelli. Tölfræði þessara leikmanna styður að mestu leyti við þetta val KKÍ en þó ekki öllu. Taflan hér að neðan sýnir tölfræði þessara leikmanna og í hvaða sæti hver þeirra lendir í hverjum tölfræðilið.
Lele Hardy er í þriðja sæti deildarinnar yfir PER með 50,1 sem er gríðarlega hátt gildi. Crystal Smith hjá Grindavík og Britney Jones hjá Fjölni eru þó með hærri gildi eða 52,1 og 52,0. Það sem færir Hardy sæti í úrvalsliðinu er sú staðreynd að hún er nánast ein að halda Njarðvíkurliðinu frá fallsæti og gerir nánast allt í liðinu. Hún mokar niður tæpum helmingi allra þeirra frákasta sem í boði eru á meðan hún er inni á vellinum og það er ekki stuttur tími.
Sara Rún og Pálína eru að spila frábæran körfubolta það sem af er vetri og sitja í 6. og 7. sæti deildarinnar í PER, og Hildur Björg fylgir fast á eftir í 8. sæti.
Hildur Sigurðardóttir hins vegar er aðeins í 17. sæti allra leikmanna í PER og nokkrir íslenskir leikmenn fyrir ofan hana þar. Hildur er hins vegar einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar og ljúga tölurnar engu um það. Hún er með 30,7% í AST% sem þýðir að yfir 30% af körfum liðsfélaga hennar (á meðan hún er á vellinum) koma eftir stoðsendingu frá henni og er hún í 5. sæti í deildinni í þessum þætti. Hildur er einnig með mjög gott hlutfall stoðsendinga á móti töpuðum boltum eða 1,686 eða 4. sæti í þeim tölfræðiþætti. Þess má geta að þrír leikmenn Snæfells raða sér í 2.-4. sæti í þeim þætti: Alda Leif, Marlow og Hildur.
Besti leikmaður deildarinnar, Pálína Gunnlaugsdóttir er hvergi að skora yfirburðargildi í þeim tölfræðiflokkum sem birtast í töflunni. Hún er stigahæst íslenskra leikmanna deildarinnar en í 5. sæti í heildina með 16,8 stig í leik. Hún spilar fantavörn og er fjórða hæst í stolnum boltum með 3,5 í leik. Hún er klárlega mikilvægasti leikmaðurinn í langbesta liði deildarinnar og því vel að þessari nafngift komin.
Besti leikmaður deildarinnar, Pálína Gunnlaugsdóttir er hvergi að skora yfirburðargildi í þeim tölfræðiflokkum sem birtast í töflunni. Hún er stigahæst íslenskra leikmanna deildarinnar en í 5. sæti í heildina með 16,8 stig í leik. Hún spilar fantavörn og er fjórða hæst í stolnum boltum með 3,5 í leik. Hún er klárlega mikilvægasti leikmaðurinn í langbesta liði deildarinnar og því vel að þessari nafngift komin.
Dugnaðarforkur Dominos deildarinnar var kjörin Helga Einarsdóttir í KR en tölurnar hennar rökstyðja það val því hún er í topp 8 í öllum frákasta-tölfræðiliðum og tekur niður um 28% allra frákasta á meðan hún er á vellinum.
Þjálfari ársins var nánast sjálfkjörinn Sigurður Ingimundarson með Keflavíkurliðið sem er 14-0 í deildinni og skorar hæst í Four Factors greiningu Ruslsins sem birt var fyrr í vikunni. Keflavíkurliðið er ótvírætt besta lið deildarinnar þessa dagana og þess má geta að nýtnihlutfall (Usg%) leikmanna Keflavíkur er mjög jafnt skipt um 16-23% milli leikmanna. Staðalfrávik í nýtni þeirra leikmanna sem spila meira en 5 mín í leik er aðeins 0,40. Aðeins Snæfell kemst nærri Keflavík í þessum þætti með staðalfrávik 0,48.