Ég hef nú í rúmt ár haldið utan um tölfræði leikmanna úrvalsdeilda karla og kvenna í körfubolta hér á landi og hef ég ákveðið að skilja ekki dómarana útundan. Því hef ég tekið saman tölfræði yfir villur dæmdar í þeim leikjum sem leiknir hafa verið í Dominos deildinni það sem af er þessu tímabili. Upplýsingarnar eru fengnar úr "Gangur leiks" spjaldinu á KKÍ.is vefnum og gæði samantektarinnar háð þeim upplýsingum sem þar er að finna. Ég nota MS Excel til að telja og taka saman dæmdar villur, óíþróttamannslegar villur og tæknivillur. Gulu reitirnir í töflunni innihalda hæstu gildin í viðkomandi dálki. Aðeins er birt tölfræði fyrir þá sem dæmt hafa tíu eða fleiri leiki í vetur. "Mt. heima" táknar meðaltal þeirra liða sem eru á heimavelli og "Mt. úti" táknar meðaltal þeirra leiða sem eru á útivelli. "Mt. alls" er hins vegar meðaltal í hverjum leik.
Ég ítreka að þetta eru ekki dómar dæmdir af viðkomandi dómara, heldur aðeins samtölur og meðaltöl þeirra "dómaratríóa" sem viðkomandi dómari hefur verið partur af.
Markmiðið er ekki að sakbenda einhvern einn dómara eða annan, heldur aðeins halda utan um þessa tölfræði og veita dómurum í efstu deild þarft aðhald.