Vissum öll að LeBron James getur stokkið út úr byggingunni, en hér hafið þið skjáskot af alley-oop tilraun drengsins á móti Knicks í nótt þar sem sést hversu FÁRÁNLEGA hátt uppi hann er. Vissulega er sjónarhornið að ýkja þetta eitthvað en það er engu líkara en hann sé með HANDARKRIKANN við hringinn. Þetta er bara lögbrot og mál fyrir alþjóðadómstóla hvað þetta er mikill íþróttamaður.
Hættið að hata manninn og njótið á meðan þetta er í boði.