Nokkur atriði sem þarf að nefna við þetta myndband. Takið eftir því hvað Kobe þarf stuttan tíma til að skilja Derrick Williams eftir í rykinu. Dwight Howard kemur vinstra megin að Williams til að setja hindrun fyrir Kobe. Williams lítur eitt örlítið sekúndubrot til vinstri - FRÁ KOBE. Eitt ööörlítið augnablik sem hann tekur augun af einum allra besta körfuboltaleikmanni jarðar... og borgar fyrir það dýrum dómi.
Kobe þarf ekki meira. Þrátt fyrir "háan" aldur er hann með gríðarlega öflugt fyrsta skref og "footwork" sem ætti að vera í skólabókum til að kenna ungum körfuboltaleikmönnum.
Pek reynir svo að bæta upp fyrir þessi öööörlitlu mistök hans Derrick Williams og borgar einnig fyrir það dýrum dómi... með smettið á plakati og í SportCenter highlights.
Poetry in motion.