Wednesday, March 27, 2013

Stjarnan-Keflavík: Rýnt í tölurnar fyrir leik 3


Ég man seint eftir jafnmikilli fjölmiðlaumfjöllun og umtal um einn körfuboltaleik líkt og við höfum nú upplifað eftir leik 2 milli Keflavíkur og Stjörnunnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Dominos deildinni. Leikmenn að lemja hvorn annan, "floppa" og drulla yfir mann og annan á vellinum á meðan á leik stóð. Leikmaður og þjálfari í sínu hvoru liðinu fengust meira að segja til að orðhöggvast í fjölmiðlum. Þetta ætti ekki að hafa varið framhjá þeim sem hafa fylgst með Ruslinu á Facebook eða Twitter í vikunni.

En nóg af slíkri umfjöllun. Nú skulum við snúa okkur að því sem mestu máli skiptir: Tölfræði! Rennum yfir tölurnar í fyrstu tveimur leikjunum og getum okkur til um hvað þarf að gerast í þeim þriðja.

Leikur 1
Pace
ORgt
DRgt
Stjarnan
81,08
125,80
106,07
Keflavík
81,08
106,07
125,80
Leikur 2
Pace
ORgt
DRgt
Keflavík
88,86
112,54
97,91
Stjarnan
88,86
97,91
112,54

Leikhraði skiptir miklu máli í viðureignum þessara liða. Bæði lið vilja keyra upp hraðann en Stjörnunni gengur betur að spila hægari bolta en Keflavík. Leikhraði í sigurleikjum Stjörnunnar er 84,1 sókn en 86,0 sóknir í sigurleikjum Keflavíkur. Bæði lið eru mjög áþekk í tapleikjum sínum.

Stjarnan hafði stjórn á fyrsta leiknum, hélt leikhraðanum í 81 sókn og uppskar sigur. Leikur 2 hins vegar var í eign Keflavíkur með leikhraða í 88 sóknum sem er vel yfir meðaltali Stjörnunnar og akkúrat í þægindaramma Keflavíkur. Keflavík er með leikhraða að meðaltali 86,0 í sigurleikjum sínum á tímabilinu.

Varnargildi (DRgt) Stjörnunnar eru umtalsvert lægri í sigurleikjum liðsins en í tapleikjunum eða 98,6 á móti 117,9. Að því gefnu er liðið að vinna frekar í leikjum þar sem framtakssemi í vörn er meiri.

Fráköst eru mikilvæg fyrir Keflavík og er hlutfall eigin frákasta af fráköstum andstæðings í sigurleikjum liðsins 1,25 - sem þýðir að Keflavík tekur um fjórðungi fleiri frákasta en andstæðingurinn í sigurleikjum. Þetta hlutfall er ekki eins hátt hjá Stjörnunni.

Bæði lið eru mjög skilvirk í sókn með sóknargildi (ORgt) yfir meðallagi í deildinni. Bæði lið skora a.m.k. eitt stig að meðaltali í um helmingi sókna sinna, sem er yfir meðallagi.  Því er sóknarleikur ekki vandamál fyrir bæði liðið. 

Stjarnan þarf að ná stjórn á leikhraðanum og spila agaðan sóknarleik og herða upp vörnina. Keflavík þarf hins vegar að keyra upp hraðan og stíga grimmt úr í öllum fráköstum.

Líkindin eru hliðholl Stjörnunni í þessum leik en ég treysti mér ekki til að spá fyrir um úrslit hans. Spennan fyrir leikinn er orðin óbærileg og veltur þetta að mörgu leyti aðeins á því hvort liðið höndlar pressuna betur og fylgir því eftir sem þjálfararnir hafa lagt upp með.

Mynd fengin að láni frá Karfan.is