Það er engu líkara að fyrsti leikur Grindavíkur gegn Stjörnunni í úrslitum Dominos deildarinnar hafi verið nánast fullkomlega leikinn. Þá á ég ekki við 100% nýting á skotum og enginn tapaður bolti - heldur fullkomin framkvæmd á leikskipulagi þjálfara.
Styrkur Grindvíkinga er við hringinn og fyrir utan þriggja stiga línuna og þeir nýttu þá styrkleika til fulls í umræddum leik. Grindvíkingar skoruðu 36 stig yfir utan þriggja stiga línuna, 42 í teignum og 22 í vítum. Eftir liggja einungis 8 stig á milli þriggja stiga línunnar og teigsins sem er kallað óskilvirkasta skotið á körfuboltavellinum. Jafnfram taka Grindvíkingar aðeins 8 skot á þessu svæði eins og sést best á skotkorti leiksins.
Sóknarnýting Grindvíkinga í leiknum var frammúrskarandi eða 61,4% (sókna sem skorað var 1 stig eða fleiri). Þeir eru með ORgt 149,4 í leiknum sem jafngildir 1,5 skoruðum per sókn. Þessi gildi náðu hámarki í fjórða leikhluta þar sem Stjarnan kom engum vörnum við. Nýtingin var 81% og ORgt 213,3 eða 2,13 stig skoruð per sókn. Skemmst frá því að segja að Grindavík hafi unnið fjórðunginn 34-12.
Það verður erfitt fyrir Grindavík að fylgja þessu eftir sérstaklega þar sem framlag bekkjarins í leiknum var aðeins 5 stig. Fleiri þurfa að koma með framlag ef Grindavík ætlar sér titilinn.