Í gegnum tíðina berum við alltaf saman gamla tímann og þann nýja. Menn rífast stanslaust um hvort Magic eða Jordan hafi getað dekkað LeBron eða Kobe. Eða jafnvel hvort meistaralið Miami Heat gæti staðið í Chicago Bulls liðinu árið 1996.
Slíkur samanburður er alltaf erfiður því þá er verið að tala um ólíka tíma, ólíkar kynslóðir leikmanna og aðrar áherslur í leik liða.
Lítið hefur hins vegar farið fyrir slíkum samanburði á gömlum körfuboltaliðum á Íslandi gegn þeim sem nú spila í Dominos deildinni. Tilgangurinn með þessum pistli er að gera heiðarlega tilraun til þess og byrja á að bera saman Flugleiðadeildina 1989 og Dominos deildina í dag. Skoðum hvort það sé munur á hraða leiksins, skotvali, stigadreifingu, skotnýtingu og einnig skilvirkni sókna. Síðar meir munum við fá inn fleiri tímabil.
Áður en ég hóf þessa könnun var ég nokkurn veginn búinn að ákveða að leikhraði á níunda áratugnum hafi verið mun hægari en í dag. Raunin er hins vegar önnur. Meðalleikhraði (Pace) deildarinnar 1989 er aðeins 2 sóknum á eftir boltanum í dag. Sóknarnýtingin (Floor%) er sú sama og almenn skotnýting örlítið lakari í dag. TS% og eFG% er hins vegar umtalsvert hærri og það skýrist á miklu magni þriggja stiga skota sem boltinn í dag hefur umfram '89. Liðin í dag taka að meðaltali um 12 þriggja stiga skotum meira en '89 og nýtingin nokkurn veginn sú sama.
Þessi áherslumunur sést best í dreifingu stigaskors og á skotvali liðanna í deildunum tveimur, þar sem um þriðjungur allra skota í dag eru þriggja stiga skot en þetta hlutfall var aðeins 16,9% '89.
Samkvæmt Four-Factors greiningu eru það Njarðvíkingar sem tróna á toppinum með Keflavík rétt á eftir sér. Munurinn á milli bestu og lökustu liðanna er í sjálfu sé ekki mikið meiri en hann er í dag hvað þessa tölfræði varðar, að undanskildu liði ÍS sem er algerlega í sérflokki í neðsta sæti í 5 af 8 þáttum. Íþróttafélag stúdenta féll þetta árið og fór aldrei upp aftur.
Keflavík skarar fram úr í sókn með 51,9% nýtingu á sóknarleik sínum en er í einhverjum erfiðleikum með varnarleikinn. Njarðvíkingar hins vegar eru framúrskarandi í vörn, heldur sóknarnýtingu andstæðingar sinni í 41,7% og meðal þriggja bestu sóknarliða deildarinnar.
Keflavík skarar fram úr í sókn með 51,9% nýtingu á sóknarleik sínum en er í einhverjum erfiðleikum með varnarleikinn. Njarðvíkingar hins vegar eru framúrskarandi í vörn, heldur sóknarnýtingu andstæðingar sinni í 41,7% og meðal þriggja bestu sóknarliða deildarinnar.
Hvað varðar leikmenn deildarinnar birtist hér að neðan listi yfir 20 efstu leikmenn deildarinnar út frá PER (Player Efficiency Rating). Þar vekur strax athygli að nýliðinn, 17 ára unglingurinn Jón Arnar Ingvarsson er þar efstur á lista með 30,9 í PER á sínu fyrsta ári í meistaraflokki Hauka (m.v. tölfræðisafn KKÍ). Ótrúlega athafnasamur inni á vellinum þrátt fyrir að spila aðeins 18 mínútur í leik. Það kann að vekja furðu lesenda að 17 ára nýliði sem spilar aðeins 18 mínútur í leik komist á þennan lista, hvað þá að leiða hann. Þessi mælikvarði hins vegar mælir skilvirkni leikmanna og nái þeir tilskildum lágmarksmínútufjölda komast þeir í mengið sem þetta er reiknað út frá.
PER mælir eins og áður segir skilvirkni og nýti menn þær mínútur sem þeir fá til góðra verka, geta þeir mælst hátt í þessu gildi. T.d. ef tölfræði Jóns Arnars er uppreiknuð miðað við 30 mínútur í leik er hann með 22,1 stig, 5,5 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Jón Arnar er einnig með mjög hátt Usg% sem er fátítt fyrir unglinga á fyrsta ári.
Teitur Örlygsson er ekki langt undan með 29,5 en það er óhætt að segja að við þessa athugun hafi verið færðar undir það stoðir hversu fáránlega góður varnarmaður Teitur var á þessum tíma. Sem dæmi má nefna að Teitur var með hvorki meira né minna en 4,3 stolna bolta í leik.
Það þekkj allir Guðjón Skúlason og hvers hann er megnugur með boltann. Ótrúleg skotnýting hans á þessu tímabili vegur þungt við þessar mælingar en hann var með 57,6% nýtingu innan þriggja stiga línunnar og 38,4% utan hennar.
Restin af listanum er smekkfull af gömlum goðsögnum í íslenskum körfubolta og er efni í heila bók að fjalla um þá alla. Einn ber þá helst að nefna og það er Hauka-maðurinn Pálmar Sigurðsson sem er faðir Arons Pálmasonar, landsliðsmanns í handbolta. Sá var heldur betur á skotskónum á þessu leiktímabili, tók 228 þriggja stiga skot (flest allra í deildinni) og hitti úr 93 þeirra (einnig flest allra í deildinni), sem gera 40,8%! Þess ber þó að geta að á þessum árum voru aðeins 3-4 leikmenn sem sáu um að skjóta 80-90% af þriggja stiga skotum liðsins. Aðrir höfðu bara önnur hlutverk í liðinu. Nú er þessu háttað á allt annan veg og fleiri geta sett hann niður fyrir utan.
Einnig verður að benda á sérstöðu Jóns Kr. Gíslasonar í leikstjórnandastöðunni fyrir Keflavík. Þar er á ferðinni hreinræktaður "point guard" ef einhvern tímann slíkur var til á Íslandi. Leiddi deildina í stoðsendingum með 167 yfir veturinn eða 6,4 að meðaltali í leik. Eflaust mætti nánast tvöfalda þessa tölu til að hún verðir nær raunveruleikanum því þeir sem skráðu tölfræðina á þessum tíma voru sjaldnast með það á hreinu hvað stoðsending fæli í sér og var hún ekki skráð nema boltinn væri sendur nánast beint í körfuna. Hlutfall stoðsendinga á móti töpuðum boltum er einnig gríðarlega hátt hjá Jóni eða 2,5, en þetta er oft góður mælikvarði á gæði leikstjórnenda.
PER mælir eins og áður segir skilvirkni og nýti menn þær mínútur sem þeir fá til góðra verka, geta þeir mælst hátt í þessu gildi. T.d. ef tölfræði Jóns Arnars er uppreiknuð miðað við 30 mínútur í leik er hann með 22,1 stig, 5,5 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Jón Arnar er einnig með mjög hátt Usg% sem er fátítt fyrir unglinga á fyrsta ári.
Teitur Örlygsson er ekki langt undan með 29,5 en það er óhætt að segja að við þessa athugun hafi verið færðar undir það stoðir hversu fáránlega góður varnarmaður Teitur var á þessum tíma. Sem dæmi má nefna að Teitur var með hvorki meira né minna en 4,3 stolna bolta í leik.
Það þekkj allir Guðjón Skúlason og hvers hann er megnugur með boltann. Ótrúleg skotnýting hans á þessu tímabili vegur þungt við þessar mælingar en hann var með 57,6% nýtingu innan þriggja stiga línunnar og 38,4% utan hennar.
Restin af listanum er smekkfull af gömlum goðsögnum í íslenskum körfubolta og er efni í heila bók að fjalla um þá alla. Einn ber þá helst að nefna og það er Hauka-maðurinn Pálmar Sigurðsson sem er faðir Arons Pálmasonar, landsliðsmanns í handbolta. Sá var heldur betur á skotskónum á þessu leiktímabili, tók 228 þriggja stiga skot (flest allra í deildinni) og hitti úr 93 þeirra (einnig flest allra í deildinni), sem gera 40,8%! Þess ber þó að geta að á þessum árum voru aðeins 3-4 leikmenn sem sáu um að skjóta 80-90% af þriggja stiga skotum liðsins. Aðrir höfðu bara önnur hlutverk í liðinu. Nú er þessu háttað á allt annan veg og fleiri geta sett hann niður fyrir utan.
Einnig verður að benda á sérstöðu Jóns Kr. Gíslasonar í leikstjórnandastöðunni fyrir Keflavík. Þar er á ferðinni hreinræktaður "point guard" ef einhvern tímann slíkur var til á Íslandi. Leiddi deildina í stoðsendingum með 167 yfir veturinn eða 6,4 að meðaltali í leik. Eflaust mætti nánast tvöfalda þessa tölu til að hún verðir nær raunveruleikanum því þeir sem skráðu tölfræðina á þessum tíma voru sjaldnast með það á hreinu hvað stoðsending fæli í sér og var hún ekki skráð nema boltinn væri sendur nánast beint í körfuna. Hlutfall stoðsendinga á móti töpuðum boltum er einnig gríðarlega hátt hjá Jóni eða 2,5, en þetta er oft góður mælikvarði á gæði leikstjórnenda.