Saturday, May 25, 2013

LeBron James tapaði boltanum tvisvar á síðustu mínútu leiks 2



Áður en allir fara að hrópa LeBron sem ekki "clutch" af því hann klúðraði þessum tveimur sóknum verða menn að horfa á a) varnarleikinn hjá David West og sérstaklega Paul George í þessu myndbandi þar sem George fer í gegnum allar hindranir og límir sig eins og tyggjóklessa á LeBron, b) flatan sóknarleik Heat liðsins í þessum sóknum þar sem restin af "The Big Three" hanga langt fyrir utan teiginn og bíða eftir að LeBron klári þetta eða hendi boltanum á þá fyrir langskot.

Wade og Bosh verða að stíga upp og Spoelstra verður að fara að teikna upp eitthvað annað en "iso" kerfi fyrir LeBron til að þetta fari ekki illa fyrir Heat.