Samfélagsmiðlar loga þessa dagana með alls konar tillögur og uppástungur af því hvert Lebron James muni fara að loknu næsta tímabili, þ.e. sumarið 2014. Margar tilgátur eru uppi, en fastlega má gera ráð fyrir því að LBJ taki sína ákvörðun út frá því hvar hann getur unnið sem flesta titla sem fyrst. Samningur Lebron rennur þó ekki út, heldur eru næstu tvö ár, þ.e. 2014-2015 og 2015-2016 player option ár, þar sem Lebron hefur valið um að halda áfram með Miami og þiggur fyrir það $20,6 og $22,1 milljónir, nú eða ekki og þá þarf hann að finna sér nýtt lið - THE DECISION II.
Svona áður en vaðið er út í pælingarnar, þá er ágætt að hafa á hreinu hvaða hámarkssamning lið geta boðið leikmanni eins og Lebron. Árið 2014 verður hann kominn með 11 ára reynslu, sem setur hann í 10+ ára max contract flokkinn. Leikmenn sem falla í þann flokk geta fengið max 35% af cap space-i. Talið er að þakið verði $62,5 milljónir fyrir 2014-2015 tímabilið, en það þýðir þá að hægt verði að bjóða LBJ að hámarki $21,875,000 fyrir fyrsta árið. Það er litlu meira en það sem hann fengi hvort eð er með því að halda áfram hjá Heat.
Af hverju Miami Heat?
Það má fastlega gera ráð fyrir að Heat séu sterkir kandídatar til að halda Lebron, enda hefur hann unnið sína titla með þeim og það verður að telja líklegt að þeir fari aftur í finals 2014. Það eru hins vegar ákveðin veikleikamerki á rosternum sem komu berlega í ljós í playoffs núna og líklegt er að þau verði enn greinilegri næsta tímabil. Heilsan á Wade er spurningamerki, rulluspilararnir eru flestir orðnir nokkuð aldnir og það er alvarleg vöntun á stórum mönnum. Svo er jafnframt spurning hvað Riley nær að gera varðandi þá veikleika sem birtust í úrslitakeppninni, þar sem þeir liðu fyrir skort á nothæfum stórum mönnum og þurfa með einhverju móti að bæta úr því. Það er því góð spurning hvort Miami sé sá áfangastaður sem hentar markmiðum LBJ best, en það er alveg ljóst að Miami verður frontrunner þegar kemur að því að semja.
Af hverju Cleveland Cavaliers?
Fyrir það fyrsta, þá er Lebron frá Ohio. Hins vegar urðu viðskilin ekki góð 2010 og spurning hvort einhver sár séu ekki enn gróin um heilt gagnvart íbúum Cleveland og Dan Gilbert eiganda liðsins. Varðandi liðið sjálft, þá eru þeir búnir að koma sér í aðstöðu til að landa stórstjörnu, enda eiga þeir mikið cap room auk þess sem leikmennirnir sem eru þá á launaskrá teljast allir vel nothæfir, svo framarlega sem þeir eru þá heilir. Cavs eru ekki með neinn guaranteed contract á launaskránni hjá sér eftir 2013-2014 tímabilið, en eftirfarandi leikmenn eru Team Option:
Varajeao $9,8mill
Kyrie $7,5mill
Tristan Thompson $5,4mill
Dion Waiters $4,2mill
Alonzo Gee $3,3mill
Zeller $1,7mill
Ef þeir pikka upp öll options þá er það $31,9 + $12 mill í Bynum = 43,9mill. Það er lítið mál að setja upp dæmi þar sem þeir sleppa leikmanni eins og t.d. Gee eða Zeller og bjóða Lebron max. Það væri þá ekkert slor starting 5: Kyrie - Waiters - LBJ - Varajeo - Bynum
Anthony Bennett er þá að koma af bekknum + einhverjir free agents, þetta lið gæti jafnvel orðið sterkara en Heat og með leikmenn sem complementa hvorn annan betur. Það má líka setja inn í jöfnuna að LBJ hefur opinberlega lýst yfir hrifningu sinni á Kyrie Irving, það verður því að teljast vel mögulegt að LBJ snúi aftur "heim".
Af hverju Chicago Bulls?
Möguleikar Bulls felast í því að nota amnesty á Boozer, sem er ansi líklegt að verði niðurstaðan næsta sumar. Þannig komast þeir nógu langt undir launaþakið til að bjóða Lebron ansi nálægt max. Bulls eru með $44,5 mills í guaranteed contracts hjá sér fyrir 2014/2015 tímabiliðm en það gefur þeim tækifæri til að skella $18 mill tilboði í LBJ. Byrjunarlið Bulls gæti þá verið: Rose, Butler, LBJ, Gibson, Noah - það yrði algjör hryllingur að reyna að skora á þetta lið. Við þetta bætist Mirotic auk þess sem Dunleavy, Teague, Hinrich og Snell eru að koma inn af bekknum. Hvort þetta geti talist líklegt eða ekki verður tíminn að leiða í ljós, en fyrir harða aðdáendur Bulls er þetta klárlega spennandi möguleiki. Það má telja líklegt að lið sem þetta gæti orðið dynasty, enda sterkt í öllum stöðum á báðum endum vallarins.
Af hverju Lakers?
Lakers eru með tvo samningsbundna leikmenn fyrir 2014-2015 tímabilið, þá Steve Nash og Robert Sacre, en saman þiggja þeir rétt rúmlega $10,6 milljónir í laun fyrir það tímabil. Þá á eftir að semja við Kobe, en spurning er hvort annað sé verjandi fyrir Lakers en að semja við eina helstu hetju Los Angeles borgar. Kobe hefur lýst því yfir að hann sé ekki tilbúinn að gefa afslátt af eigin launum til að lokka leikmenn til LA auk þess sem Kobe er aldrei að fara að sætta sig við að vera option númer 2. Það þýðir að nái Lakers að semja við Kobe og Lebron, þá eru aðeins um $8,2 milljónir eftir af launaþakinu og líklegt að það lið yrði að treysta um of á stórstjörnurnar. Það má spyrja sig að því hvort svoleiðis umhverfi heilli Lebron, enda gæti það tekið nokkur ár að byggja upp lið í kringum hann.
Af hverju Knicks?
Það er ákveðið challenge að spila í New York, jafnframt er það ákveðið challenge fyrir New York að stilla öllu þannig upp að hægt verði að semja við Lebron. Þeir eru með Stoudemire á $23,4 milljónum og Carmelo er með $23,5 milljóna player option, sem líklegt er að hann nýti sér. Auk þess eru Tyson Chandler, Bargnani, Felton, Tim Hardaway Jr., Metta World Peace, JR Smith og Prigioni með samning við liðið og því ljóst að eitthvað mikið þarf að gerast svo hægt verði að finna pláss undir launaþakinu fyrir Lebron. Þó Knicks hafi verið nefndir til sögunnar, þá verður þessi áfangastaður að teljast hvað ólíklegastur af þeim sem áður hafa verið nefndir.
Af hverju Spurs?
Einn besti þjálfarinn í NBA; Parker, Duncan, Leonard og Ginobili eru allir með samning áfram og þeir eiga cap room í max contract. Hver vill mæta þessu byrjunarliði: Parker, Leonard, Lebron, Duncan, Splitter? San Antonio er hins vegar lítill markaður og það er margreynt og sannað að leikmenn þar fá ekki jafn miklar aukatekjur, þar sem markaðssvæðin gefa ekki jafn mikið af sér og New York, Chicago og Los Angeles. Ef Lebron er bara að hugsa um að vinna titla, þá gefast ekki mikið betri tækifæri til þess en hjá Spurs.
Önnur lið sem gætu boðið max samning næsta sumar eru Atlanta Hawks (guaranteed contracts $31,140,680), Charlotte Bobcats/Hornets ($18,190,330), Dallas ($15,048,000), Detroit ($13,778,388 - það vantar reyndar samning Josh Smith inn í þá tölu), Golden State ($39,034, 997), Milwaukee Bucks ($27,780,000 - það vantar reyndar samning Carlos Delfino inn í þá tölu), Orlando Magic ($26,750,500), Philadelphia 76ers ($15,761, 995), Phoenix Suns ($33,479,780), Sacramento Kings ($37,852,606), Utah Jazz ($5,470,960), Washington Wizards ($25,941,819).
Hvað sem öðru líður, þá er gefið mál að þetta verður eitt heitasta umræðuefnið fram í júlí 2014, svo framarlega sem LBJ taki ekki af allan vafa sjálfur fyrir þann tíma.