Friday, December 30, 2011
Kevin Durant er maðurinn
Þvílíkur öndvegissnillingur þessi Kevin Durant. Carlisle tekur stóra sjensinn með að krota upp kerfi sem endar með Vince Carter (af öllum) að taka skotið og koma Dallas einu stigi yfir. Þá kemur maður að nafni Kevin Durant til sögunnar...
Labels:
Buzzer Beater,
FTW,
Geðsýki,
Kevin Durant,
RUGL,
Vince Carter,
Þristar
Thursday, December 29, 2011
Þegar maður hélt að maður gæti ekki hatað Miami Heat meira...
... þá kemur þetta frá þeim.
Labels:
Fail,
Miami Heat,
WTF
Rammólögleg sigurkarfa Dwyane Wade gegn Bobcats
Fáum snillingana í Hardwood Paroxysm til að útskýra fyrir okkur.
Labels:
Dómaraskandall,
Dwyane Wade,
Fail,
FTW,
Klúður,
Skref
Wednesday, December 28, 2011
Vel gert Jerome Simpson
Eflaust allir búnir að sjá þetta en þetta er bara aðeins of svalt...
Labels:
NFL,
Vel gert,
Þyngdarafl hvað
Tuesday, December 27, 2011
Derrick Rose er maðurinn
Hann er baneitraður þessi drengur. (Þó hann hafi ekki getað drullu á móti Golden State í nótt.) Svakalegt trap hjá Rose og Noah sem er lykillinn af þessu öllu. Ætla ekki að fella dóm á hvort þetta hafi verið skref hjá Deng (útlit fyrir það hins vegar). Frábær vörn svo á háaldraðan Kobe Bryant þarna í lokin. Í guðanna bænum ekki gefa boltann á galopinn Pau Gasol undir körfunni.
Labels:
Derrick Rose,
FTW,
MVP
LeBron James er ekki í náðinni hjá jólasveininum
"What do you want from Santa? A ring?!!" Aaaaahahahahahah. Mér finnst samt beisik að jólasveinninn drekki G&T.
Saturday, December 24, 2011
Thursday, December 22, 2011
Lakers fara til Lob City
"This was no preseason game. Kobe Bryant may have laughed about any increased excitement about a Lakers-Clippers exhibition game because of Chris Paul's arrival. But the 19,060 at Staples Center in the Lakers' 108-103 loss Wednesday over the Clippers said otherwise. Fans equally cheered and booed for the Lakers and Clippers. Laker and Clipper fans competed with each other over chants. The level escalated after each Blake Griffin dunk or Andrew Bynum putback. Matt Barnes and Josh McRoberts both played chippy with Griffin whenever he entered the lane. This marks the beginning of a more legitimate backyard matchup."
via Los Angeles Times
Wednesday, December 21, 2011
JaVale McGee smettar nýliðann frá Svartfjallalandi
Velkominn í NBA deildina vinur.
Labels:
Dunks,
Facial,
JaVale McGee,
Nýliðar,
Stare Down
CP3 krossar menn fram og aftur
Hugsa að margir Lakers aðdáendur hafi langað til að aflífa David Stern þegar þeir horfðu á þennan leik...
Tuesday, December 20, 2011
Sunday, December 18, 2011
Friday, December 16, 2011
Þetta verður seint þreytt
"I'm probably gonna bring him off the bench," acknowledged Brown.HookUp: ESPN.com
Considering how World Peace is coming off a 2011 season disappointing enough to prompt some NBA analysts to wonder if the Lakers might use the new CBA's amnesty provision on him, the natural inclination would be to frame this decision as a demotion. But according to the coach and player, who've discussed the matter, it's actually a matter of strengthening the second unit while increasing World Peace's opportunities.
Thursday, December 15, 2011
Wednesday, December 14, 2011
Tuesday, December 13, 2011
Gamli skólinn: Larry Bird
Menn voru skíthræddir við djömpskotið hans Larry Legend back in the day.... og möllettinn hans líka. Sést best á félaganum sem hann feikar upp úr sokkunum í þessu myndbandi og smettar svo Jeff Turner í kjölfarið. Respect.
Labels:
Facial,
Larry Bird,
Old School,
Respect
Bara til einn Metta World Peace
lSkyggnst inn í innstu skúmaskot huga Metta World Peace... Haaaaaahhhahahahah!
Labels:
Eðlilegt,
LOL,
Metta World Peace,
Pælingar,
Ron Artest,
Speki,
WTF
Monday, December 12, 2011
Farvel Brandon Roy
Á meðan snillingurinn Brandon Roy leggur skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla (aðeins 27 ára gamall), krotar eilífðarsekkurinn Eddy Curry undir samning hjá Miami Heat.... Lífið er tík.
Labels:
Brandon Roy,
Eddy Curry,
Fail,
Meiðsli,
Respect
Chris Paul til LA........Clippers?
Nú er á teikniborðinu treid milli New Orleans Hornets og LA Clippers sem myndi senda CP3 til Englaborgarinnar. Meira á ESPN.com
Bara til einn World Peace
"...and I should be amnessity or aminessity or whatever that thing is called."
Saturday, December 10, 2011
Wednesday, December 7, 2011
Spá fyrir IEX deild karla
Í upphafi tímabils fáum við alltaf spár frá fjölmiðlum um lokastöðu deildarinnar. Þær spár eru (eðlilega) oft ekki nákvæmar en byggðar á samsetningu liðs í upphafi leiktíðar og tilfinningu blaðamanna fyrir hvernig því liði muni vegna á leiktíðinni. Til er tölfræðileg aðferð til að áætla eða "spá" fyrir um árangur liða sem er byggð á meðaltölum, ferviki og samviki á stigaskori liða vs. stigaskori andstæðinga þeirra. Svokölluð "Correlated Gaussian Method".
Þessi aðferð hefur skilað þónokkuð nákvæmum spám fyrir NBA lið en þess ber þó að geta að 82 leikir gefa mun betra úrtak til könnunar en 22 leikir.
Ég brá á það ráð að heimfæra þessa aðferð á Iceland Express deild karla til að kanna áætlaðan árangur liðanna og þá stöðu deildarinnar í lok leiktíðar. Nokkur atriði sem þó þarf að hafa í huga varðandi þessa athugun:
Sjá má á töflunni hér að ofan vinningshlutfall liðanna það sem af er leiktíð (með Lengjubikar), áætlað vinningshlutfall (Win%), staðalfrávik í mismun stigaskors milli liðs og andstæðinga (StDev), í hvaða sæti liðin eru þegar þetta er skrifað og svo spá um stöðu deildarinnar í lok tímabils. Töflunni er raðað upp eftir Win%.
Grindavík nánast ósigrað alla leiktíðina með aðeins einn tapleik og miðað við hvernig liðið hefur spilað framan af ætti það svosem ekki að vera ólíklegt. Stjarnan og Keflavík nánast hnífjöfn í 2. og 3. sæti. Athygli vekur að Íslandsmeistararnir eru fyrir miðri deild í 7. sæti miðað við þetta. Mínir menn hins vegar í sínu venjulega 8. sæti. Snæfell eru með minnsta staðalfrávikið í mismuni á stigaskori sem gefur til kynna mjög stöðugan leik en eru aðeins of mikið á taphliðinni til að komast ofar í töfluna.
Út frá þessu má álykta að þau lið sem spila stöðugan leik og sigra oftast haldast ofarlega í töflunni líkt og Grindavík sem er að vinna alla leiki sína með 14 stigum að meðaltali. Lið sem spila "stöðugan" leik en tapa oftast eru neðarlega í töflunni sbr. Valur sem hefur tapað öllum leikjum sínum með 15 stigum að meðaltali. Lið sem spila óstöðugan bolta, vinna stórt og tapa svo stórt og óreglulega líka, lenda oftast við miðjuna. Tökum sem dæmi KR sem hefur unnið 7 af 11 leikjum sínum í vetur en hæsta gildi sigurs er 36 en lægsta gildi taps -26. Sveiflurnar eru miklar sem sést best í staðalfráviki KR sem er 16,52 - hæst í deildinni (rétt fyrir ofan Njarðvík).
Þessi aðferð hefur skilað þónokkuð nákvæmum spám fyrir NBA lið en þess ber þó að geta að 82 leikir gefa mun betra úrtak til könnunar en 22 leikir.
Ég brá á það ráð að heimfæra þessa aðferð á Iceland Express deild karla til að kanna áætlaðan árangur liðanna og þá stöðu deildarinnar í lok leiktíðar. Nokkur atriði sem þó þarf að hafa í huga varðandi þessa athugun:
- Eins og áður sagði skiptir stærð úrtaks mjög miklu máli um nákvæmni útkomunnar en til þess að fá fleiri leiki í úrtakið bætti ég við leikjum liðanna í Lengjubikarnum (að undanskildum leikjum liðanna gegn liðunum í 1. deild).
- Spáin tekur ekki tillit til hvernig dagskrá liðanna lítur út heldur byggir aðeins á sögulegum gögnum.
- Mikil frávik í stigaskori og úrslitum liða dregur úr áætluðum árangri. Lið sem eru samkvæm sjálfum sér (consistent) ná meiri árangri en önnur sambærileg lið. Stöðugleiki í stigaskori er lykillinn að velgengni samkvæmt þessari athugun.
# | Lið | W | L | W/L% | Win% | StDev | Sæti | Spá W | Spá L |
1 | Grindavík | 13 | 0 | 100,00% | 94,88% | 8,56 | 1 | 21 | 1 |
2 | Stjarnan | 7 | 4 | 63,64% | 71,64% | 12,40 | 2 | 16 | 6 |
3 | Keflavík | 10 | 3 | 76,92% | 71,55% | 12,28 | 3 | 16 | 6 |
4 | Snæfell | 6 | 6 | 50,00% | 64,59% | 8,46 | 8 | 14 | 8 |
5 | Þór Þorlákshöfn | 7 | 5 | 58,33% | 62,63% | 10,11 | 5 | 14 | 8 |
6 | Njarðvík | 7 | 4 | 63,64% | 54,59% | 16,50 | 6 | 12 | 10 |
7 | KR | 7 | 4 | 63,64% | 53,58% | 16,52 | 4 | 12 | 10 |
8 | ÍR | 4 | 7 | 36,36% | 33,47% | 13,62 | 7 | 7 | 15 |
9 | Fjölnir | 3 | 8 | 27,27% | 29,26% | 9,58 | 9 | 6 | 16 |
10 | Haukar | 3 | 8 | 27,27% | 27,84% | 14,21 | 11 | 6 | 16 |
11 | Tindastóll | 2 | 9 | 18,18% | 16,81% | 9,14 | 10 | 4 | 18 |
12 | Valur | 0 | 11 | 0,00% | 6,59% | 9,02 | 12 | 1 | 21 |
Sjá má á töflunni hér að ofan vinningshlutfall liðanna það sem af er leiktíð (með Lengjubikar), áætlað vinningshlutfall (Win%), staðalfrávik í mismun stigaskors milli liðs og andstæðinga (StDev), í hvaða sæti liðin eru þegar þetta er skrifað og svo spá um stöðu deildarinnar í lok tímabils. Töflunni er raðað upp eftir Win%.
Grindavík nánast ósigrað alla leiktíðina með aðeins einn tapleik og miðað við hvernig liðið hefur spilað framan af ætti það svosem ekki að vera ólíklegt. Stjarnan og Keflavík nánast hnífjöfn í 2. og 3. sæti. Athygli vekur að Íslandsmeistararnir eru fyrir miðri deild í 7. sæti miðað við þetta. Mínir menn hins vegar í sínu venjulega 8. sæti. Snæfell eru með minnsta staðalfrávikið í mismuni á stigaskori sem gefur til kynna mjög stöðugan leik en eru aðeins of mikið á taphliðinni til að komast ofar í töfluna.
Út frá þessu má álykta að þau lið sem spila stöðugan leik og sigra oftast haldast ofarlega í töflunni líkt og Grindavík sem er að vinna alla leiki sína með 14 stigum að meðaltali. Lið sem spila "stöðugan" leik en tapa oftast eru neðarlega í töflunni sbr. Valur sem hefur tapað öllum leikjum sínum með 15 stigum að meðaltali. Lið sem spila óstöðugan bolta, vinna stórt og tapa svo stórt og óreglulega líka, lenda oftast við miðjuna. Tökum sem dæmi KR sem hefur unnið 7 af 11 leikjum sínum í vetur en hæsta gildi sigurs er 36 en lægsta gildi taps -26. Sveiflurnar eru miklar sem sést best í staðalfráviki KR sem er 16,52 - hæst í deildinni (rétt fyrir ofan Njarðvík).
Tuesday, December 6, 2011
Monday, December 5, 2011
Saturday, December 3, 2011
Friday, December 2, 2011
"Hvað er í þessum NBA samningum?" - Sportrásin á Rás 2
Tjekkið á þessu.
http://ruv.is/frett/korfubolti/hvad-er-i-thessum-nba-samningum
Monday, November 28, 2011
Sunday, November 27, 2011
IEX deild karla - KR-Grindavík (Tölfræði)
Ef skoðuð er þróun leiksins á vef KKÍ sést að fjöldi stigalausra mínútna hjá KR eru samtals 16. Sem sagt, KR-ingar skoruðu ekki stig í 40% af leiktímanum! Þróun Grindavíkur hins vegar er nánast þráðbein 45° lína upp. Segir meira en mörg orð.
Grindvíkingar stýrðu tempóinu algerlega. Héldu fjölda sókna langt undir meðaltali deildarinnar eða 72,1 - en meðaltal deildarinnar var 83,9 eftir 6 umferðir. Eins og þið sjáið í töflunni hér að neðan er þetta einnig langt undir meðaltölum beggja. Slakir sóknarburðir KR eru skjalfestir einnig hér að neðan þar sem sést að þeir eru -16,9 undir meðalsóknargildi sínu og 21,5 yfir varnargildinu.
Vitnisburður um stórkostlegan varnarleik Grindvíkinga eða skelfilega frammistöðu KR-inga? Læt ykkur um að dæma um það.
KR | +/- | GRN | +/- | |
Pace | 72,1 | -11,2 | 72,1 | -14,5 |
Stig | 59 | -27,6 | 85 | 11,6 |
Orgt | 81,8 | -16,9 | 117,9 | 11,0 |
Drgt | 117,9 | 21,5 | 81,8 | -8,2 |
Mynd: Daníel Rúnarsson (NBA Ísland)
Subscribe to:
Posts (Atom)