Mars-mánuður hefur lengi vel verið kenndur við geðsýki þegar kemur að bandaríska háskólaboltanum. Rökstuðningur fyrir þessari nafngift er að finna í þessu myndbandi þar sem Butler háskólinn nánast tryggir sér sigur, glutrar honum frá sér og nær honum aftur í land - allt á 7 sekúndum! Sveiflurnar í leikjum úrslitakeppni háskólaboltans eru fáránlegar. Reyndir leikmenn missa vitið og ólíklegar stjörnur stíga upp.
Í þessu leik er það þó drengur á fjórða ári, Matt Howard sem sýnir mikinn leikskilning eftir ótrúlegt klúður Shelvin Mack rétt áður, og kemur sér á línuna til að tryggja Butler sigur og senda Pitt í frí.