Andrew Bynum sendi Michael Beasley í gólfið í leiknum milli Lakers og T-Wolves á föstudaginn. Lakers-menn segja að þetta sé bara "good hard foul" en að mínu mati er þetta rétt dæmt hjá dómurunum. Ég styð harðan varnarleik og physical bolta en menn verða þá alla vega að þykjast fara í boltann þegar þeir taka svona fast á mönnum sem keyra að körfunni. Þetta er bara heimska og Beasley heppinn að slasast ekki.