Aganefnd KKÍ dæmdi Davíð Pál Hermannsson, leikmann Hauka, í þriggja leikja bann fyrir slagsmál við Darko Milosevic, leikmann KFÍ, og þá fékk Darko tveggja leikja bann.
Fyrir gróft og tilefnislaust olnbogaskot á Maríu Lind Sigurðardóttur, leikmanns Hauka, fékk Margrét Kara Sturludóttir tveggja leikja bann. Haukar telja að Margrét hefði átt að fá þyngri dóm. Því máli hefur verið áfrýjað.
- DV.is