Njarðvíkingar eiga bestu leikmenn IEX deildanna ef mælt er út frá Player Efficiency Rating mælikvarðanum. Travis Holmes leiddi IEX deild karla með 28,9 og Lele Harding leiddi IEX deild kvenna með fáránlegar tölur eða 44,0 í PER. Hér á eftir sjást 10 efstu leikmenn hvorrar deildar ásamt nokkrum "advanced stats" gildum þeirra. Við miðið er að leikmenn hafi spilað 50,81% þeirra mínútna sem liðið hefur leikið eða 447 mínútur í tilfelli karla og 569 mínútur í tilfelli kvenna. Þetta viðmið er (hlutfallslega) það sama og Basketball-Reference.com notar fyrir NBA deildina.
Pálína Gunnlaugsdóttir er eini íslenski leikmaðurinn sem kemst á topp 10 lista hvorrar deildar, enda með frábærar tölur þetta tímabilið sú. Sé hins vegar þáttur útlendinga tekinn út lítur þetta svona út:
Þess ber að geta að meðaltal deildarinnar í PER er 15,0.
Min = Leiknar mínútur
Stig = Stiga að meðaltali í leik
FG% = skotnýting (2pt + 3pt)
TS% = True Shooting %
eFG% = Effective Field Goal %
Usg% = Usage %
Eff. = Framlag í leik
PER = Player Efficiency Rating
Ast/TO = Stoðsendingar á móti töpuðum boltum
*Uppfært* Glöggir lesendur ráku augun í að Sigurbjörn nokkur Björnsson var að villast í sæti Justin Shouse auk þess sem ný gildi voru að tínast inn í tölfræðigrunn KKÍ nýverið. Töflurnar hér að ofan fyrir IEX deild karla eru nú uppfærðar með réttum nöfnum og gildum. Eftir leiðréttingar skaust Marvin Valdimarsson Stjörnunni á toppinn fyrir ofan Finnur Magnússon KR með besta PER í IEX deild karla.