Thursday, August 30, 2012

Áhrif Nash og Howard á Lakers

Ætli það sé óhætt að afhenda Lakers titilinn strax?  Held að það verði alla vega nokkuð örugglega Lakers og Heat í úrslitum næstkomandi vor.

Ath að fyrra myndbandið var birt áður en Dwight Howard var sendur til Lakers.


Wednesday, August 29, 2012

Michael Jordan vs. Kobe Bryant


Ég man ekki til þess að Kobe Bryant hafi nokkurn tíman opinberað það að hans eina markmið í lífinu sé að toppa körfuboltaferil Michael Jordan, þó óteljandi vísbendingar séu því til sönnunar - eins og að skipta númeri sínu í 24 (einu meira en MJ) og taka númer 10 í landsliðinu (einu meira en MJ).  Ferlar þessarra leikmanna eru í aðalatriðum nánast þeir sömu fyrir utan einn NBA meistaratitil sem Jordan á yfir Kobe.

Það er engu logið um það að það er mikill svipur með þessum leikmönnum en aldrei hef ég sætt mig við miklar samlíkingar á þeim... fyrr en nú þegar ég horfði á myndbandið hér að neðan.  Myndband sem sýnir svo ekki verði um vafist að þessir leikmenn eru ekki bara svipaðir á blaði - heldur einnig inni á vellinum.  Að horfa á þetta myndband er eins og að horfa á vel heppnaða endurgerð af kvikmynd.  Skýrari mynd og betra hljóð... en myndefnið er NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA!


Eftir þetta er ég ekki í nokkrum vafa um að Kobe heldur lista yfir það sem hann á eftir að toppa MJ í og hann er með mynd af honum heima hjá sér sem hann segir daglega við: "I'm coming to get you!"

Tuesday, August 28, 2012

Monday, August 27, 2012

The Legends

Eitt allra magnaðasta Mix-myndband sem ég hef lengi séð... LeBron, Durant, Wade... hvolpar.  Þessir gaurar ruddur brautina fyrir þá alla.



LeBron James - Weight Of The World (2012 NBA FINALS MIX)



Via @MaxaMillion711