Þeir sem hafa fylgst með undanfarið hér á Ruslinu ættu að vita að undirritaður er tiltölulega hliðhollur Michael Jordan í öllum samanburði milli þessara tveggja leikmanna. Það hefur oft áður verið fjallað um þetta hér.
Hér höfum við hins vegar eina manninn á öllu jarðríki sem að mínu mati hefur bakgrunn, þekkingu og reynslu til að skera úr um þetta. Zen meistarinn hefur úrskurðað í þessum deilumáli í eitt skipti fyrir öll:
Michael Jordan var, er og mun alltaf vera betri leikmaður en Kobe Bryant.
Ekki misskilja mig samt. Mér finnst Kobe Bryant stjarnfræðilega góður leikmaður. Sá sem kemur næst því að jafnast á við The G.O.A.T. (LeBron vinir, slakið... gefið honum nokkur ár í viðbót áður en honum verður bætt í umræðuna).
Nokkrir útdrættir úr bókinni hans Jackson hafa verið birtir á netinu og þar er m.a. þetta:
"Michael was more charismatic and gregarious than Kobe. He loved hanging out with his teammates and security guards, playing cards, smoking cigars, and joking around," Jackson said in the book, which was obtained in advance by The Times.
"Kobe is different. He was reserved as a teenager, in part because he was younger than the other players and hadn't developed strong social skills in college. When Kobe first joined the Lakers, he avoided fraternizing with his teammates. But his inclination to keep to himself shifted as he grew older. Increasingly, Kobe put more energy into getting to know the other players, especially when the team was on the road."Þeir eru ólíkar persónur. Ekkert óeðlilegt við það. Kobe átti heldur enga eldri bræður til að berja í sig hörkuna líkt og MJ hafði.
"No question, Michael was a tougher, more intimidating defender. He could break through virtually any screen and shut down almost any player with his intense, laser-focused style of defense," said Jackson, who coached Jordan to six championships and Bryant to five.
"Kobe has learned a lot from studying Michael's tricks, and we often used him as our secret weapon on defense when we needed to turn the direction of a game. In general, Kobe tends to rely more heavily on his flexibility and craftiness, but he takes a lot of gambles on defense and sometimes pays the price."Þetta á hins vegar að koma engum á óvart. Þó Kobe sé gríðarlega öflugur varnarmaður á hann ekkert í MJ í þeirri deild. Jordan færði líka fókusinn í sínum leik sífellt meira á varnarhliðina eftir því sem leið á ferilinn. Vörn vinnur titla, krakkar mínir.
"Michael was more likely to break through his attackers with power and strength, while Kobe often tries to finesse his way through mass pileups," Jackson wrote. "Michael was stronger, with bigger shoulders and a sturdier frame. He also had large hands that allowed him to control the ball better and make subtle fakes.
"Jordan was also more naturally inclined to let the game come to him and not overplay his hand, whereas Kobe tends to force the action, especially when the game isn't going his way. When his shot is off, Kobe will pound away relentlessly until his luck turns. Michael, on the other hand, would shift his attention to defense or passing or setting screens to help the team win the game."Hér eigast hins vegar við ólíkir tímar og ólíkar deildir. Þeir sem hafa stúderað feril Michael Jordan ætti að vera kunnugt um The Jordan Rules sem var stefnuyfirlýsing meistaraliðs Detroit Pistons og gekk út á það að lemja á og hægja þannig á Jordan - sama hvað það kostaði. MJ varð að mæta þeirri meðferð með harðari árásum á körfuna.
Án þess þó ég felli einhvern dóm á Kobe Bryant í þessum efnum þá hefur deildin mýkst umtalsvert frá tíma Jordan-reglnanna og stjörnur fá oft meiri vernd frá dómurum gegn áræðnum varnarmönnum.
Það er alla vega deginum ljósara að maður þarf að tékka á þessari bók.