Woodson hefur hægt töluvert á leik liðsins, úr 94,7 í Pace niður í 91,2 sem hentar Carmelo Anthony mun betur. Melo er að spila betur þó hann skjóti eins og vindurinn með 20,1 skot í leik. Hann er að hitta betur eða 48,0% á móti 40,2% áður. Fer mun meira á línuna, frákastar betur og er að skora tæplega 6 stigum meira í leik en áður.
Tölfræði Carmelo Anthony fyrir og eftir þjálfaraskiptin | ||||||||||||||||||||
Þjálfari | G | Min | FG | FGA | % | 3P | 3PA | % | FT | FTA | % | OR | DR | TR | AST | STL | BLK | TOV | PF | PTS |
D'Antoni | 35 | 33,5 | 7,1 | 17,8 | 40,2% | 1,1 | 3,7 | 30,8% | 5,3 | 6,6 | 79,7% | 1,5 | 4,3 | 5,8 | 3,9 | 1,0 | 0,4 | 2,6 | 2,7 | 20,7 |
Woodson | 16 | 35,5 | 9,6 | 20,1 | 48,0% | 1,2 | 3,6 | 33,3% | 5,8 | 7,2 | 80,0% | 2,1 | 5,3 | 7,4 | 3,3 | 1,6 | 0,6 | 2,8 | 3,3 | 26,2 |
Knicks eru nú í 7. sæti austurdeildarinnar og við það að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Minntu vel og vandlega á sig með góðum sigri á Boston í nótt.