Wednesday, April 18, 2012

Knicks eru að sækja í sig veðrið


Nýr þjálfari, nýtt líf í NYC.  Mike Woodson hefur heldur betur hrist upp í leik Knicks og til hins betra.  Knicks eru 11-5 (69%) eftir að Woodson tóku við en voru 21-24 (47%) á meðan D'Antoni var við tauminn.  Það sem betra er og eflaust það sem fæstir bjuggust við, þá hefur Woodson tekist að fá Knicks til að spila vörn.  Þeir hafa lækkað úr DRgt 101,3 niður í 99,1 á þessum tíma sem Woodson hefur þjálfað þá.  Skilvirknin í sókn er einnig orðin mun betri eða 106,2 ORgt úr 103,2.

Woodson hefur hægt töluvert á leik liðsins, úr 94,7 í Pace niður í 91,2 sem hentar Carmelo Anthony mun betur.  Melo er að spila betur þó hann skjóti eins og vindurinn með 20,1 skot í leik.  Hann er að hitta betur eða 48,0% á móti 40,2% áður.  Fer mun meira á línuna, frákastar betur og er að skora tæplega 6 stigum meira í leik en áður.

Tölfræði Carmelo Anthony fyrir og eftir þjálfaraskiptin
ÞjálfariGMinFGFGA%3P3PA%FTFTA%ORDRTRASTSTLBLKTOVPFPTS
D'Antoni3533,57,117,840,2%1,13,730,8%5,36,679,7%1,54,35,83,91,00,42,62,720,7
Woodson1635,59,620,148,0%1,23,633,3%5,87,280,0%2,15,37,43,31,60,62,83,326,2

Knicks eru nú í 7. sæti austurdeildarinnar og við það að tryggja sig inn í úrslitakeppnina.   Minntu vel og vandlega á sig með góðum sigri á Boston í nótt.