G3 | GRI | +/- | +/- eMT | STJ | +/- | +/- eMT |
Pace | 78,1 | -4,7 | -4,0 | 78,1 | -4,7 | -1,7 |
Stig | 65 | -20,9 | -24,6 | 82 | -3,9 | -5 |
Orgt | 83,2 | -20,6 | -25,9 | 105,0 | 1,2 | -4,5 |
Drgt | 105,0 | 1,2 | 8,6 | 83,2 | -20,6 | -19,7 |
83,2 í ORgt sem er heilum -25,9 undir meðaltali Grindavíkur í deildinni og -19,7 undir DRgt meðaltali Stjörnunnar. Mögnuð frammistaða hjá þeim bláklæddu að mínu mati. Vörn Grindvíkinga var heldur ekki sjálfri sér lík með DRgt í 105,0 eða heilum 8,6 yfir meðaltali liðsins í deildinni.
Stjörnumenn hafa náð að hægja nægjanlega á leiknum (Pace 78,1) en þeir þurfa að halda Pace undir 80 til að eiga roð í Grindvíkinga.
Skotnýting Grindvíkinga var nánast ljósrituð úr síðasta leik með 30,9% og afspyrnuslaka 5/27 múrhleðslu neðan úr bæ eða 18,5%. "Live by the three, die by the three" segja spekingarnir og það var nákvæmlega það sem Grindvíkingar gerðu í gær.
Annar vitnisburður um slakan leik Grindvíkinga er að Stjörnumenn halda nokkuð öruggri forystu meirihluta leiksins með tapaðan bolta á tæplega tveggja mínútna fresti!
Velkomnir aftur inn í seríuna Stjörnumenn.