Monday, April 16, 2012

Stjarnan spilar betri vörn án Fannars

Einkennileg fullyrðing en tölurnar tala sínu máli.  Þrátt fyrir tap í Ásgarði í öðrum leik liðanna var Stjarnan að spila betri vörn þrátt fyrir að vanta harðnaglann Fannar Helgason í teiginn. 

Fyrstu tveir leikir liðanna í tölum:


G1GRI +/- +/- eMTSTJ +/- +/- eMT
Pace81,6-1,1-0,581,6-1,11,8
Stig83-2,9-6,674-11,9-13
Orgt101,7-2,1-7,490,7-13,1-18,8
Drgt90,7-13,1-5,7101,7-2,1-1,2

G2GRI +/- +/- eMTSTJ +/- +/- eMT
Pace72,6-10,2-9,572,6-10,2-7,2
Stig71-14,9-18,668-17,9-19
Orgt97,9-6,0-11,293,7-10,1-15,8
Drgt93,7-10,1-2,797,9-6,0-5,0


Ég bætti við dálknum "+/- eMT" sem á að tákna samanburð við eigið meðaltal í deildinni (hinn +/- dálkurinn er samanburður við meðaltal allra liða í deildinni).  Þar sést að í öðrum leik liðanna er Stjarnan að halda Grindavík í 97,9 ORgt sem er töluvert fyrir neðan meðaltal Grindavíkur í deildinni í vetur, eða -11,2 og -5,0 frá meðaltali Stjörnunnar í DRgt.  Þeim sem vilja benda á áhrif heimavallarins í þessu samhengi er bent á að í deildarleiknum gegn Grindavík í Ásgarði hélt Stjarnan Grindavík í 99,5 ORgt sem er -9,6 frá meðaltali Grindavíkur í deildinni.  Þar spilaði Fannar 20 mínútur.

Í leik 2 hélt Stjarnan Grindavík í 71 stigi sem eru langt undir meðaltali Grindavíkur eða -18,6.  Héldu Grindavík í 30,7% nýtingu en Grindavík skýtur að jafnaði um 46% í leik.  Stjarnan varði einnig 11 skot í leiknum sem er töluvert frá þeim 3 sem þeir vörðu að meðaltali í deildinni.

Sóknarleikur Stjörnunnar á hins vegar ekki roð í besta varnarlið deildarinnar og sést það best með því að skilvirkni sóknar Stjörnunnar hrapar gríðarlega í báðum þessum leikjum.  Stjörnumenn verða því að bíta í skjaldarrendur og spila samskonar varnarleik og þeir hafa gert í síðasta leik til að reyna að halda sér inni í mótinu og fá Fannar aftur inn á völlinn.