Friday, April 13, 2012

Samanburður á liðunum í undanúrslitum IEX karla

Þeir sem horfðu á annan leik KR og Þórs Þorlákshafnar í gær urðu vitni að hápunkti þróunar sem átt hefur sér stað undanfarna mánuði: dýrslegum varnarleik Þórsara.

KR hóf þetta tímabil sem þriðja besta varnarlið deildarinnar en hefur dregið þar úr þegar nálgaðist áramótin og enn meira nú rétt fyrir úrslitakeppni.  KR endaði í 7. sæti yfir skilvirkni varnar og rétt yfir meðaltali deildarinnar.

Hins vegar hefur þveröfug þróun átt sér stað hjá Þór Þorlákshöfn.  Hófu deildina í 7. sæti og nú í lok deildarinnar voru Þórsarar næstskilvirkasta varnarlið deildarinnar 0,6 stigum undir Grindavík.
Þróunina er hægt að sjá á myndunum hér að neðan, þar sem 3 mælingar eru teiknaðar upp, eftir 5 leiki (I), 9 leiki (II)og svo í lok deildarinnar eftir 22 leiki (III).  KR hefur sótt í sig veðrið í sókn en fórnað varnarleik fyrir það.  Þór hins vegar sótt gríðarlega á í vörn með einhverri fórn í sókn.  Þróunin sést jafnvel betur þegar skoðað er munur liðanna á meðaltali deildarinnar hverju sinni (+/- MT) þar sem stökk Þórsara úr 1,7 upp í -6,8 er ansi bratt.

 
Svona voru fyrstu leikirnir í viðureign KR og Þórs í tölum:

G1KR +/-Þór +/-
Pace72,6-10,172,6-10,1
Stig82-3,979-6,9
Orgt112,99,1108,85,0
Drgt108,85,0112,99,1

G2KR +/-Þór +/-
Pace80,1-2,780,1-2,7
Stig76-9,9948,1
Orgt94,9-8,9117,413,5
Drgt117,413,594,9-8,9


Fyrri leikurinn greinilega slakur hjá báðum liðum en Þór fer ansi illa með KR í þeim síðari.

Ef vörnin hjá Þór heldur áfram að tæta í sig KR-ingana eins og gerðist í síðasta leik, ætla ég að gerast svo djarfur að spá Þór áfram í úrslitin.  KR-ingar hafa spilað allt of sveiflukennt í vetur og það einfaldlega má ekki í úrslitakeppninni.  Þór er með lægsta staðalfrávik á úrslitum leikja sinna eða 10,04 á móti 15,38 hjá KR sem er verst í deildinni.  Hvað varðar viðureign Grindavíkur og Stjörnunna held ég að fátt stöðvi Grindavíkur-skriðdrekann á leið sinni í úrslitin.