Wednesday, June 19, 2013

Stuðningsmenn Miami Heat kunna þetta


Eru Nike/LeBron að púlla Nostradamus eða botnlausan hroka?


Bosh bjargar deginum með þessu blokki




Einn allra besti leikur í úrslitaseríu sem leikinn hefur verið

Þessi fer í sögubækurnar, það er klárt...

LeBron James náði þrefaldri tvennu í leik 6

32 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Einn af fáum sem hafa verið með þrefalda tvennu í leik sem hefði getað slegið annað hvort liðið út. Þar á meðal eru Magic Johnson, Wes Unseld, Bill Russell, James Worthy og Jerry West.

Fór fyrst í gang eftir að ennisbandið fauk af honum.

Ray Allen tryggði Heat framlengingu með þessari körfu

Kawhi Leonard tróð í grímuna á Mike Miller

Thursday, June 13, 2013

Jordan/LeBron reglurnar



Allir sem hafa atvinnu af því að skrifa um körfubolta hafa tjáð sig um leik 3 í úrslitunum og flestir viðrað skoðun sína á því hvernig LeBron gerði upp á bak í honum eða eitthvað á þá leið.

Eina greinin hins vegar sem að mínu mati er eitthvað vit í er grein eftir Mike Prada frá SBNation.com. Hún gerir minna af því að drulla yfir leikmanninn LeBron James og meira af því að greina hvernig liðið San Antonio Spurs fór að því að lágmarka frammistöðu hans í leiknum.

Í stuttu máli segir greining Mike, eins og reyndar flestar aðrar, að Spurs hafi gefið LeBron 1-2 metra af plássi allan leikinn, en lokað teignum með stífri hjálparvörn og alltaf gefið honum skotið af miðlungsfæri innan við þriggja stiga línuna.  

Í hvert skipti sem LeBron reyndi að keyra að körfunni tóku á móti honum að lágmarki 3 leikmenn Spurs í teignum. Þá er lítið annað eftir en að taka þessi skot sem þeir voru að gefa honum - nema hvað þau voru bara ekki að detta oní.

LeBron James er fín skytta á þessum stað. Hann hitti um 48% skota sinna á þessum stað á leiktímabilinu en um 13% skota hans komu þaðan. Þessi nýting hefur hins vegar fallið í 42% í úrslitakeppninni og skotunum fækkað niður í 9%.

LeBron James líður best þegar hann getur keyrt inn í teiginn og klárað við hringinn eða gefið boltann út til einhverra sem annað hvort keyra að körfunni eða bíða fyrir utan eftir skotinu. Þetta var ekki í boði í leik 3 og þegar skotið hans er ekki að detta er einfaldlega búið að taka manninn úr umferð.

Þegar ég las þessa grein rifjaði ég upp myndband sem er ítarleg samantekt á "Jordan reglum" Detroit Pistons í lok níunda áratugarins. Jordan reglurnar gengu út á það að hleypa Michael Jordan ekki undir neinum kringumstæðum inn í teiginn og allra síst eftir endalínunni. Gáfu honum skotið en tóku af honum leiðina að körfunni. Eini munurinn á milli aðferða Pistons og Spurs er að strákarnir hans Popovich eru umtalsvert blíðhentari en slæmu strákarnir hans Chuck Daly hér forðum.


Munurinn á því hvernig þessir tveir leikmenn hins vegar brugðust við þessu er sá að LeBron James brotnaði niður, fór að skjóta og skaut illa, Michael Jordan keyrði aftur og aftur að körfunni þrátt fyrir þéttsetinn teiginn.

Annar munur á milli þessara leikmanna er að af þeim leikjum sem mestu máli skipta vinnur Jordan langflesta sína en LeBron síður.

Til er aðferð sem heitir Leverage Index og metur vægi leikja í úrslitakeppni með líkindareikiningi. Þar vega mest leikir sem sveifla líkindum á sigrí í seríunni yfir til sigurliðsins. Þeir leikir sem valda mestri hækkun á fyrrnefndum líkindum eru mikilvægustu leikirnir.

Af tólf mikilvægustu leikjum sem Jordan og LeBron hafa spilað í úrslitum (Finals) lið Jordan unnið 11 leiki en lið LeBron unnið 6. Með öðrum orðum er Jordan með 92% vinningshlutfall í tólf mikilvægustu leikjum hans á ferlinum í úrslitum en LeBron 50%.

Jordan spilaði einnig langoftast mjög vel í þessum leikjum.

LeBron James er laaaaangsamlega hæfileikaríkasti körfuboltamaður á jarðríki. Maðurinn er brynvarinn skriðdreki inni á vellinum og enginn sem kemur honum nálægt líkamlega í heiminum. Það er einnig vitað að skilningur hans á leiknum er mjög mikill.

En er hann jafn þrjóskur, þver og svo kappsamur að það situr á mörkum andlegrar geðheilsu líkt og Michael Jordan hefur alltaf verið?

Það sem Michael Jordan skorti líkamlega bætti hann upp með andlegum og sálrænum styrk.

Þegar LeBron James tekst að byggja hann upp verður hann fyrst ósigrandi.

Monday, June 10, 2013

Thursday, June 6, 2013

Hamarinn

Hamarinn er leikkerfi sem við munum sjá mikið af í úrslitunum milli Spurs og Heat. Frekar einfalt kerfi en gríðarlega árangursríkt hjá San Antonio sem er með öll vopn til að nýta það til hins ítrasta.

Fylgist með þessu í nótt.

Wednesday, June 5, 2013

Joey Crawford mun líklega ekki dæma í úrslitunum



NBA deildin veltir nú vöngum yfir því hvort óhætt sé að láta Joey Crawford dæma einhvern af þeim mögulega 7 leikjum sem leiknir verða í úrslitunum. Ástæðan er þessi mynd sem hér er að ofan.

Þeir sem hafa horft á NBA boltann undanfarin ár vita hins vegar að það er ekki mikil ást milli Spurs leikmanna og þá einna helst Tim Duncan annars vegar og dómarans umdeilda Joey Crawford hins vegar.

Við munum öll eftir þessu, ekki satt?


Craig "Skywalker" Sager

Blautur draumur allra Lakers manna þessa dagana

Úrslitin hefjast annað kvöld

Monday, June 3, 2013

Verticality reglan í NBA deildinni

Undanfarið hefur mikið farið fyrir lítt þekktri reglu í NBA deildinni sem kallast "The Rule of Verticality" en hún er sem hér segir skv. skýringum sem fylgja leikreglum NBA deildarinnar:

Kafli II - liður A(2). - 6. mgr.
A player is entitled to a vertical position even to the extent of holding his arms above his shoulders, as in post play or when double-teaming in pressing tactics.
Any player who conforms to the above is absolved from responsibility for any contact by an opponent which may dislodge or tend to dislodge such player from the position which he has attained and is maintaining legally. If contact occurs, the official must decide whether the contact is incidental or a foul has been committed.

Í stuttu máli segir hún að varnarmaður geti teygt sig lóðrétt upp og jafnvel hoppað beint upp á móti sóknarmanni á þess að fá á sig villu við árekstur. Varnarmaður verður hins vegar að hoppa þráðbeint upp og hafa hendurnar beinar upp í loftið til þess að þessi regla eigi við.

Sums staðar hef ég lesið að þessi regla eigi við jafnvel þótt varnarmaður sé staddur fyrir innan hálfhringinn (e. The Restricted Area) þegar árekstur verður.

Roy Hibbert, miðherji Indiana Pacers, notfærir sér þessa reglu óspart og hefur einnig notið góðs af henni. Skemmst er að minnast þegar LeBron James fékk á sig sóknarvillu í sjötta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar á laugardagskvöld.


Hibbert stekkur beint upp, að vísu ekki með hendurnar þráðbeint upp, en tekur höggið frá LeBron sem setur bæði hnéð og olnbogann á undan sér til að skýla boltanum.

Þetta er tvísýnn dómur en réttur ef eitthvað er að marka reglurnar.

Önnur regla á einnig við hér sbr. fyrrnefndar skýringar:

Kafli II - Liður C. 13. mgr.
An offensive foul shall be assessed if the player initiates contact in a non-basketball manner (leads with his foot, an unnatural extended knee, etc.).

Sama var dæmt þegar Shane Battier fékk á sig sóknarvillu við svipaðar aðstæður.


Sunday, June 2, 2013

Hvar er Chris Bosh?


Grant Hill hefur lagt skóna á hilluna

Stórkostlegur leikmaður sem þrátt fyrir langan feril þurfti ítrekað að fást við meiðsli á meðan á honum stóð.

Saturday, June 1, 2013

LeBron James tók yfir í þriðja hluta leiks 5 gegn Pacers

Sjálfur skoraði LeBron James 16 stig á móti 13 stigum allra Pacers manna í þessum leikhluta. Heat skoruðu samtals 30 stig á móti 13 stigum Pacers til að ganga endanlega frá leiknum.



"I just kind of went back to my Cleveland days at that point and just said, ‘Hey, let’s try to make more plays and be more of a scoring threat as well,’ and just see if the guys would follow me, and just lead them the best I could." - LeBron James

Dagur í lífi Roy Hibbert

Framfarir Roy Hibbert undanfarin ár eru undraverðar. Þrátt fyrir að hafa komið úr Georgetown háskólanum sem þekktur er fyrir að framleiða stjörnumiðherja á borð við Patrick Ewing, Alonzo Mourning og Dikembe Mutombo, þá kom hann inn í NBA deildina í svo skelfilegu formi að hann gat varla hlaupið yfir völlinn og hvað þá klárað eina armbeygju.

Síðan eru liði 5 ár, mikið vatn runnið til sjávar og Hibbert orðinn einn langbesti miðherji NBA deildarinnar - staða sem er hægt og rólega að deyja út.

En hvað veldur? Jú, vinna. Það er ekki flóknara. Menn sem hafa fyrir hlutunum og vinna að því sem máli skiptir. Hibbert virðist, ef eitthvað er að marka myndbandið hér að neðan, hafa sett daglegt líf sitt í mjög fastar skorður. Ráðið næringarfræðing til að skipuleggja matarræðið og hittir styrktarþjálfara til að halda 218 cm og 130 kg skrokk hans í góðu formi.

Það er alltaf gleðilegt að sjá þegar ungir körfuboltamenn með skrokk eins og Roy Hibbert taka þjálfun utan vallar alvarlega og vinna á sínum eigin tíma statt og stöðugt að því að verða betri og betri.

Það borgar sig alltaf þegar á botninn er hvolft.