Tuesday, May 31, 2011

Fyrstu Finals Co-MVP sögunnar?


Aldrei áður hefur NBA deildin boðið uppá Finals Co-MVP. Er 2011 ekki tilvalið ár fyrir þennan merka viðburð í sögu NBA deildarinnar?

Til þess að vinna Finals MVP þarf þitt lið að vinna titilinn og afhverju telur Pulsan Miami Heat vera sigurstranglegra? Fjórir einfaldir punktar:

  1. Þeir eru með yngra lið, þarf sprækar lappir til að klára júní leiki (sbr. TP Finals MVP '07)
  2. Eru einfaldlega sterkari varnarlið, Dallas ekki mætt neinni mótspyrnu á þeim endanum alla úrslitakeppnina.
  3. Endurkoma Udonis Haslem er líkt og viðbót remúlaðsins á pulsuna. Nauðsynlegt combó. Sóknarlega tekur hann stóran varnarmann frá körfunni (LeBron og Wade hagnast) og nær mikilvægum sóknarfráköstum. Varnarlega er hann himnasending til að dekka Dirk (fór illa með hann 2006) og virðist hirða allt rusl sem LeBron, Wade og Bosh eru of fínir til að taka.
  4. Fjórði og síðast punkturinn er mikilvægur þar sem allir þrír punktarnir hér að ofan gætu klikkað (...en munu EKKI gera) Dallas Mavericks eru þekktir tjókerar. Þessi álög munu fylgja þeim og hafa gert síðan 2006. Hafa ekki enn bankað uppá 2011, en hver leikur færir þá nær þessari heimsókn sem er óumflýjanleg.

Hvað varðar Finals MVP þá er LeBron mun líklegri en Wade þar sem mid-range og 3pt leikurinn hentar honum betur (erfiðara að komast upp að körfunni sökum Tyson Chandler), Dallas eru einnig með verri varnarmenn á hann en Wade, síðan en ekki síst þá fær hann líka að spreyta sig á Dirk varnarmegin og gæti þannig átt Finals MVP útaf fyrir sig. Dwayne Wade finnst hinsvegar drullugaman að spila á móti Dallas Mavericks og þess vegna spái ég Finals Co-MVP í ár.

Hálftími í að partýið byrji...

Friday, May 27, 2011

Miami - Dallas 2011 og 2006

Ég hef það á tilfinningunni að Mavs séu að fara taka Heat. Þrátt fyrir hungrið í Lebron og allt það kjaftæði þá veit Dirk að svona tækifæri kemur kannski ekki aftur upp í hendurnar á honum. Hann er á sínu 13. tímabili, leikstjórnandi liðsins er eldri en Eiríkur Önundarson (með ótakmarkaðri virðingu fyrir Eazy samt) og Shawn Marrion, J-Terry og Peja eru allir 33 ára.
Mavs eru 10-3 í þessari úrslitakeppni (þar af er einn af þessum tapleikjum endurkoma B.Roy sem að var út í hróa hött, fáranlegur sá leikur) og líta virkilega vel út. Dirk er búinn að fullkomna fadeawayið á öðrum fæti og það að hann skuli vera mæta Heat aftur kveikir bara enn meir í þeim þýska.

Ég vona að lesendur Ruslsins muni eftir 2006 úrslitunum við Heat. Dirk man eftir þeim að minnsta kosti. Þar komust Mavs í 2-0 með tveim góðum sigrum. 3.leikurinn var ákveðinn vendipunktur í seríunni en þar komu Heat til baka í jöfnum leik. 4. leikurinn var svo hörmulegur hjá Mavs. Heat meistarar eftir að hafa unnið 4 í röð með D.Wade í bullinu.
Það að U.Haslem sé kominn aftur er yndislegt fyrir körfuáhugamenn. Hann fór illa með Dirk og náði að ýta honum úr sinni stöðu, virtist hafa meiri styrk en Dirk og þröngvaði honum í erfiðari skot (ekki ósvipað og Mavs náðu að gera við Durrant í ár).

Dagskráin á rúv í kvöld er ekki upp á marga fiska. Hér er því 5.leikur Heat-Mavs í heild sinni frá 2006. Góða skemmtun og áfram körfubolti.

Sunday, May 15, 2011

Saturday, May 7, 2011

Thursday, May 5, 2011

Bulls skella í lás

Chicago Bulls vinna engar fegurðarsamkeppnir með sigrum sínum það sem af er úrslitakeppni.  Voru alls ekki sannfærandi gegn Indiana og töpuðu svo leik 1 gegn Atlanta eins flestir vita.  Leikur 2 var engin undantekning frá þeirri hegðun hvað sóknarleikinn varðar þar sem hann var oft á tíðum tilviljunarkenndur og flæðið lítið.  Bulls hins vegar skelltu í lás og spiluðu grjótharðan varnarleik.

Bulls áttu einhvern besta varnarleik sem ég hef séð lengi, með defensive rating upp á 83,8 eða leyfðu Hawks aðeins 83 stig per 100 sóknir - það lægsta sem af er þessari úrslitakeppni.  Hawks skoruðu aðeins 26 körfur utan að velli (26/77; 33,8%) og voru 3/13 í þristum (23%).  Bulls unnu fráköstin 58-39 en Bulls rifu niður 81,5% af öllum varnarfráköstum sem í boði voru.  Hawks fengu varla frið til að draga inn andann í lok fjórða hluta þegar Bulls gengu frá leiknum. 

Ég ætla hins vegar ekki að fjölyrða frekar um sóknarleik Chicago sem var ekki eins fallegur.  En sigur er sigur, hversu ófríður sem hann er.





Erfiður dagur hjá Pau Gasoft









...og svo dömpar kellingin honum.  Give the guy a break!


Ron Artest tryggir sér frí í næsta leik í Dallas

Hvað getur hann gert að því þó Barea sé svona lítill... meina komm on.




Wednesday, May 4, 2011

Miami maskínan að hrökkva í gang

Í sumar lofaði LeBron James Miami borg ekki fjórum, ekki fimm, ekki sex, heldur ótal titlum í framtíðinni nú þegar hin heilaga þrenning hafði sameinast með hæfileika sína á South Beach.  Veturinn fór hins vegar brösulega af stað, liðið fór að tapa fyrir ólíklegustu liðum og menn farnir að fjölyrða um að allt hæpið í kringum The Big Three væri uppfullt af lofti.

Í byrjun mars mánaðar virtust leikmenn liðsins vera alveg að þrotum komnir andlega og sögusagnir á ferð um hugsanlegan brottrekstur Erik Spoelstra þjálfara liðsins.  Mikið var gert grín að því að leikmenn hafi farið bókstaflega að grenja í búningsklefanum eftir naumt tap gegn Chicago Bulls í United Center.  Hafði þá liðið tapað fjórum leikjum í röð og 5 af síðustu 6.  Sú taphrina endaði í 5 með sigri á Lakers 10 mars. 

Heat voru 18-3 það sem eftir lifði tímabils og skutu sér fyrir ofan Boston Celtics rétt fyrir lok tímabilsins eftir arfaslaka frammistöðu C's á lokasprettinum.  Margir bentu á að Celtics væru að hvíla lúin bein fyrir úrslitakeppnina en kannski var þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skyldi.

Celtics völtuðu yfir Knicks, ef ekki er talinn leikur 2 í Boston þar sem Knicks hefðu mögulega getað stolið sigri, og sópuðu þeim út 4-0.  Knicks áttu aldrei sjens með Billups á bekknum í meiðslum og STAT nánast í göngugrind.

Bæði liðin fengu þokkalega hvíld fyrir stefnumót sitt í næstu umferð og stefndi allt í hressandi viðureign.  Úr varð hins vegar að af þessum tveim leikjum sem búnir eru hafa Heat gersamlega slátrað Celtics.  Þá á ég ekki við muninn á milli liðanna í stigum talið, heldur hvernig liðin eru að spila.  Heat eru einfaldlega hungraðri, yngri, beittari, sneggri og aldrei þessu vant... farnir að spila fantavörn.  Talandi um vörn þá virðist sem ákvörðun Danny Ainge um að senda Kendrick Perkins til Oklahoma Thunder fyrir Jeff Green og Nenad Krstic vera að springa í andlitið á honum.  Jú, mikið rétt... ég hrósaði kallinum fyrir að toga í gikkinn á sínum tíma en nú er komið í ljós að hann veðjaði allt of miklu á að Shaq yrði fær í að skila einhverjum mínútum með liðinu í úrslitakeppninni, sem ekki hefur gengið eftir.  Celtics eru orðnir soft. 

Á hinum endanum eru Lebron og Wade að spila eins og þeir áttu alltaf að gera í upphafi - saman.  Þeir ógna stanslaust til skiptis, finna hvorn annan hvar sem er á vellinum og Celtics vörnin veit aldrei í hvorn fótinn hún á að stíga því ógnin er út um allt.  Ekki skaðar heldur þegar skytturnar í liðinu er farnar að negla niður þristum eins og Jones í leik 1.  Jafnvel Chris Bosh hefur hrist af sér sykurpúðana og er að sýna gamla takta.  Ef Miami halda svona áfram, og Chicago Bulls rífa sig ekki upp á rassgatinu, sé ég ekkert lið hindra Heat á leið sinni í úrslitin. 

Eitt ber þó að hafa í huga að aðeins einn af þessum leikjum hafa verið virkilega jafnir á lokamínútunni og það var einmitt tapleikurinn gegn Philly þar sem LeBron átti færi á að klára leikinn án árangurs.  Takist Celtics að halda leikjunum jöfnum munu LeBron og Wade hafa það sem þarf til að klára dæmið?




Vel gert Rajon Rondo



Get this shit outta here!

LeBron James leyfir engum að skilja eftir rusl í American Airlines Arena...





D-Wade smellir K.G. á skólabekk

Wade skólar Garnett með alls kyns feik múvum... it's the shoes.




Monday, May 2, 2011

Sunday, May 1, 2011

Þessi sería er bara rétt að byrja

og stefnir allt í eina allsherjar epík...






Stjörnustríð hafið - Celtics vs. Heat

Veislan er hafin! Heat-Celtics serían að rúlla af stað í kvöld. Samanlagður stjörnuleikjafjöldi leikmanna Heat og Celtics er 80. Það er met. Fyrra metið var 68. Stjörnustríðið er hafið! Hver verður Obi-Wan Kenobi þessarar seríu?
Lykillinn fyrir Heat er að koma D.Wade í einhvern ham á móti Celtics. Hann er einungis með 13 stig að meðaltali í vetur í leikjum Heat á móti þeim grænu í vetur. Lægsta af öllum liðum í deildinni.
Fyrir Celtics þá er Rondo lykillinn að góðum leik þar. Hann var frábær í Knicks seríunni eftir að hafa hikstað undanfarið. Svo verður athyglisvert að fylgjast með Bosh sem er í fyrsta skipti kominn í gegnum fyrstu umferð kljást við Garnett.

Ég ætla skjóta á að Celtics taki þetta í 6 leikjum. Hverju spáir þið?