Friday, June 29, 2012
Thursday, June 28, 2012
Nýliðavalið er í kvöld
Nýliðavalið í NBA þetta árið verður í kvöld á miðnætti okkar tíma. Flestir spá því að himnalengjan með þriggjametra vænghafið, Anthony Davis verði valinn nr. 1 af New Orleans Hornets. Persónulega held ég að þessi drengur eigi ekki eftir að gera neinar rósir í NBA boltanum fyrir utan það að blokka nokkra bolta. Held reyndar að sá sem flestir spá að fylgi honum fast á eftir í vali nr. 2, Michael Kidd Gilchrist muni standa sig heldur betur. Verst bara að hann endar þá hjá skítaliði í Charlotte Bobcats.
En hvað veit ég?
En hvað veit ég?
Tuesday, June 19, 2012
Friday, June 15, 2012
Thursday, June 14, 2012
Wednesday, June 13, 2012
Þáttur Nick Collison í sigri OKC Thunder í leik 1 gegn Heat
Thunder-liðsmenn mættu til leiks í fyrri hálfleik fyrsta leiks Oklahoma og Miami um úrslit NBA deildarinnar í nótt, með örlítinn vott af Finals jitters. Menn voru ekki að skjóta af öryggi og vörnin var hálfrugluð á köflum í fyrsta hluta. Scott Brooks segir það að miklu leyti vera því um að kenna að Spoelstra ruglaði öllum match-uppum fyrir þennan leik. T.d. byrjaði LeBron James að dekka Kendrick Perkins og þar fram eftir götunum. Brooks sagði að það hafi tekið rúmlega fyrsta fjórðung að ná áttum vegna þessa auk þess sem Battier og Chalmers voru að negla niður skotum út um allt.
Að mínu mati fór ekkert að ganga hjá Thunder liðinu fyrr en maður að nafni Nick Collison var settur inn á í staðinn fyrir Kendrick Perkins. Perkins er eiginlega tiltölulega gagnslaus í þessari seríu þar sem Miami hefur enga sérstaka ógn í teignum.
Collison er einstaklega klókur körfuboltaspilari og tímasetningar hans og hreyfing án boltans eru til fyrirmyndar. Tölfræði hans ber engan veginn vitnisburð um afrek hans í þessum leik fyrir utan kannski þau 10 fráköst (5 í sókn) sem hann reif niður á aðeins 21 mínútu.
Ef könnuð er "advanced" tölfræði leiksins er framlag hans ótvírætt. 80% TS% og eFG%, hann reif niður um 30% af öllum fráköstum sem í boði voru, og 16% sókna liðsins flæddi í gegnum hann, á meðan hann var inni á vellinum. Önnur tölfræði frá Nerdnumbers.com sem kallast "Wins Produced" eða framlag leikmanns til árangurs liðsins, sýnir hins vegar betur en allt annað hver var mikilvægast leikmaður liðsins miðað við spilaðar mínútur. WP-gildi Collison í leiknum var 0,20 - næst á eftir Kevin Durant sem var með 0,38. Ef þetta gildi er hins vegar skoðað miðað við 48 leiknar mínútur er Collison með hæsta gildið eða 0,453.
Að mínu mati fór ekkert að ganga hjá Thunder liðinu fyrr en maður að nafni Nick Collison var settur inn á í staðinn fyrir Kendrick Perkins. Perkins er eiginlega tiltölulega gagnslaus í þessari seríu þar sem Miami hefur enga sérstaka ógn í teignum.
Collison er einstaklega klókur körfuboltaspilari og tímasetningar hans og hreyfing án boltans eru til fyrirmyndar. Tölfræði hans ber engan veginn vitnisburð um afrek hans í þessum leik fyrir utan kannski þau 10 fráköst (5 í sókn) sem hann reif niður á aðeins 21 mínútu.
Ef könnuð er "advanced" tölfræði leiksins er framlag hans ótvírætt. 80% TS% og eFG%, hann reif niður um 30% af öllum fráköstum sem í boði voru, og 16% sókna liðsins flæddi í gegnum hann, á meðan hann var inni á vellinum. Önnur tölfræði frá Nerdnumbers.com sem kallast "Wins Produced" eða framlag leikmanns til árangurs liðsins, sýnir hins vegar betur en allt annað hver var mikilvægast leikmaður liðsins miðað við spilaðar mínútur. WP-gildi Collison í leiknum var 0,20 - næst á eftir Kevin Durant sem var með 0,38. Ef þetta gildi er hins vegar skoðað miðað við 48 leiknar mínútur er Collison með hæsta gildið eða 0,453.
Þessi sería fer hressilega af stað en ef Miami ætlar ekki að spila betri vörn en þetta (DRgt 120,2 í þessum leik) þá er ég ansi hræddur um að leikirnir í seríunni verði fáir. Wade þarf líka að fara að ákveða sig hvort hann ætlar að taka þátt í sóknarleik liðsins eða ekki.
Kevin Durant átti hins vegar stórleik fyrir heimamenn og tókst að skrá nafn sitt í sögubækurnar við það að skora næstflest stig leikmanna í sínum fyrsta Finals leik með 36 stig. Aðeins Allen Iverson skoraði meira eða 48 á móti Lakers 2001.
Tuesday, June 12, 2012
Líkindi úrslita í NBA Finals samkvæmt veðbönkum
Bandaríkjamenn hata ekki að setja pening undir úrslit íþróttakappleikja og eru NBA Finals engin undantekning þar. Samkvæmt Oddsshark.com eru mestu líkurnar á því að Oklahoma Thunder loki þessu í sex leikjum eða 11:4 með lægsta stuðulinn 2,75.
Sigurlið | Fj.leikja | Líkindi | Stuðull |
OKC Thunder | 4 | 9:1 | 9,00 |
OKC Thunder | 5 | 6:1 | 6,00 |
OKC Thunder | 6 | 11:4 | 2,75 |
OKC Thunder | 7 | 14:5 | 2,80 |
Miami Heat | 4 | 15:1 | 15,00 |
Miami Heat | 5 | 13:2 | 6,50 |
Miami Heat | 6 | 8:1 | 8,00 |
Miami Heat | 7 | 7:1 | 7,00 |
Fyrsta og annað sætið í MVP kosningu mætast í úrslitum
Í tólfta sinn í sögu NBA deildarinnar mætast í Finals, verðmætasti leikmaður deildarinnar og sá sem lenti í öðru sæti í þeirri kosningu. Hér að neðan eru þeir taldir upp sem mæst hafa í úrslitum, MVP á undan og annað sætið á eftir. Þeir sem stóðu uppi sem meistarar eru feitletraðir.1957 - Bob Cousy vs. Bob Pettit
1961 - Bill Russell vs. Bob Pettit
1963 - Bill Russell vs. Elgin Baylor
1967 - Wilt Chamberlain vs. Nate Thurmond
1970 - Willis Reed vs. Jerry West
1980 - Kareem Abdul-Jabbar vs. Julius Erving
1985 - Larry Bird vs. Magic Johnson
1991 - Michael Jordan vs. Magic Johnson
1992 - Michael Jordan vs. Clyde Drexler
1997 - Karl Malone vs. Michael Jordan
1998 - Michael Jordan vs. Karl Malone
2012 - Kevin Durant vs. LeBron James
Í níu af þessum ellefu skiptum sem þetta hefur gerst, hefur verðmætasti leikmaður deildarinnar unnið titilinn. Í hin tvö skiptin voru það ómannleg kvikindi eins og MJ og Magic sem brutu þá reglu. Í níu af þessum ellefu skiptum hefur liðið sem vann meistaratitilinn verið með heimavallarréttindin og enn og aftur voru það Magic og Jordan sem leiddu þar sín lið alla leið.
Sagan er ekki með LeBron James þessa ferðina frekar en fyrri daginn. Það getur hins vegar allt gerst í Finals og það er það sem gerir þessa íþrótt svo skemmtilega.
Ég segi hins vegar að Oklahoma Thunder muni taka þessa seríu í sex leikjum.
Brandon Bass smellir í grillið á Dwyane Wade
Vel lesið hjá Bass. Hann átti fínan leik í leik 7.
Labels:
Brandon Bass,
Dunks,
Dwyane Wade,
Facial
Friday, June 8, 2012
Thursday, June 7, 2012
Drama á Spáni
Fyrsta leik risanna á Spáni í úrslitum spænsku deildarinnar lyktaði með sigri Börsunga eftir flautuþrist frá Maaaaaaaaaaaarceliiiiiiiiinhooooooooo Huertas.
Labels:
Buzzer Beater,
Euro-ball,
FTW,
Þristar
Wednesday, June 6, 2012
Sýnikennsla í fagmennsku
Segið það sem þið viljið um Kevin Garnett (og ég á það sjálfur til að drulla yfir hann) en maðurinn er fagmaður út í fingurgóma. Hann er viðbrunnin steik oft inni á vellinum en hann kemur alltaf tilbúinn til leiks og skilar sínu þegar skrokkurinn leyfir. Það lekur fagmennskan af þessu viðtali, þrátt fyrir óþolandi og klisjukenndar spurningar frá Doris Burke.
"Cold blooded!"
Lítið hægt að mótmæla því sem heilagur Sannleikurinn gargar eftir þessa körfu...
Labels:
FTW,
Paul Pierce,
The Truth,
Þristar
Tuesday, June 5, 2012
Monday, June 4, 2012
Rajon Rondo spilar eins og enginn sé morgundagurinn
Ef þú hefur verið að fylgjast með Boston Celtics í þessari úrslitakeppni þá ætti það ekki að hafa farið framhjá þér hvað Rajon Rondo er fáránlega góður. Risaþrennan hans í leik 2 er nægur vitnisburður um þá staðreynd.
Tölurnar hans í þessari úrslitakeppni eru heldur ekki að kasta rýrð á frammistöðu hans það sem af er. Hann er að skora meira, frákasta meira, spila meira, skjóta betur og það sem mikilvægast er í hans hlutverki - hann er að passa boltann betur og tapa honum sjaldnar. Stoðsendingar á móti töpuðum boltum (Ast/TO) á nýliðnu tímabili voru nokkuð góðar eða um 3,2 sem flestir leikmenn yrðu bara nokkuð sáttir við. Þetta hlutfall hjá Rondo í úrslitakeppninni hins vegar tekur stökkbreytingum og gefum hann það sem af er keppninni 5,2 stoðsendingar á móti hverjum töpuðum bolta. Tölur sem eru bara eins fáránlegar og hugsast getur fyrir leikmann sem er kominn djúpt inn í undanúrslit keppninnar.
Mér datt aðeins John Stockton í hug sem mögulega gæti átt sambærilega frammistöðu í úrslitakeppninni. Þegar hann spilaði yfir 10 leiki í úrslitakeppninni var meðaltal hans 3,4 og hágildið 4,2.
Jeff Van Gundy og félagar á ESPN sjónvarpsstöðinni áttu skemmtilega samantekt á frammistöðu Rondo í leik 3. Hitt myndbandið sýnir hins vegar Rondo þræða nálaraugað með hnitmiðaðri sendingu á Paul Pierce.
Tölurnar hans í þessari úrslitakeppni eru heldur ekki að kasta rýrð á frammistöðu hans það sem af er. Hann er að skora meira, frákasta meira, spila meira, skjóta betur og það sem mikilvægast er í hans hlutverki - hann er að passa boltann betur og tapa honum sjaldnar. Stoðsendingar á móti töpuðum boltum (Ast/TO) á nýliðnu tímabili voru nokkuð góðar eða um 3,2 sem flestir leikmenn yrðu bara nokkuð sáttir við. Þetta hlutfall hjá Rondo í úrslitakeppninni hins vegar tekur stökkbreytingum og gefum hann það sem af er keppninni 5,2 stoðsendingar á móti hverjum töpuðum bolta. Tölur sem eru bara eins fáránlegar og hugsast getur fyrir leikmann sem er kominn djúpt inn í undanúrslit keppninnar.
Mín | Stig | Frák | Stoð | Stl | Tap | Sk% | 3P% | V% | TS% | eFG% | Ast/TO | PER | |
2011-12 | 36,9 | 11,6 | 4,7 | 11,4 | 1,7 | 3,6 | 44,8% | 23,8% | 59,7% | 48,3% | 45,6% | 3,2 | 17,5 |
Playoffs | 42,6 | 17,4 | 6,8 | 11,9 | 1,5 | 2,3 | 48,0% | 25,9% | 71,1% | 51,7% | 49,4% | 5,2 | 22,9 |
Mér datt aðeins John Stockton í hug sem mögulega gæti átt sambærilega frammistöðu í úrslitakeppninni. Þegar hann spilaði yfir 10 leiki í úrslitakeppninni var meðaltal hans 3,4 og hágildið 4,2.
Jeff Van Gundy og félagar á ESPN sjónvarpsstöðinni áttu skemmtilega samantekt á frammistöðu Rondo í leik 3. Hitt myndbandið sýnir hins vegar Rondo þræða nálaraugað með hnitmiðaðri sendingu á Paul Pierce.
Rajon Rondo segir sannleikann
Ekkert nema heilagur sannleikur þarna. Heat létu elliheimilið í Boston skilja sig eftir í rykinu í fyrri hálfleik á meðan þeir vældu í dómurum út af hinu og þessu. Læt það þó liggja milli hluta hvort sólstrandargæjarnir hafi haft eitthvað til síns máls.
Subscribe to:
Posts (Atom)