Wednesday, February 27, 2013

Chris Bosh fékk tepokann frá Blake Griffin í Stjörnuleiknum


Ekki vera fyrir vinur

Dylan Moses er 14 ára naut og hundeltur af öllum háskólum Bandaríkjanna...



Stephen Curry mélar nokkra ökkla

Setur George Hill í gólfið með mini Shammgod. Damn!



Mozgov er mjög eðlilegur



Svona ætti troðslukeppnin að vera

Þar sem Pacers eru hækka líkur á slagsmálum

Stephen Curry er bara tuskað til þarna eins og smábarni.

Roy Hibbert um Curry: “Seriously, I didn’t even feel him. I saw some light-skinned guy. I don’t know if it was Klay Thompson or Steph Curry, I just knew there was a light-skinned guy by me.”

Bara upphitun hjá LeBron James

Monday, February 25, 2013

Tölfræði dómara Dominos deildar karla


Það er gömul mýta að dómarinn sé hlutlaus partur af leiknum og honum ætlað að vera holdgervingur reglubókarinnar inni  á vellinum.  Má vera að svo sé í fullkomnum heimi. Það er hins vegar (að mínu mati) staðreynd að ólíkar áherslur þeirra í dómgæslu og túlkun á reglum KKÍ geta haft umtalsverð áhrif á gang og flæði leiksins. Stundum geta lið þurft að breyta áherslum í leik sínum eftir því hvaða dómari dæmir leikina. Við lifum hins vegar ekki í fullkomnum heimi og því er þetta raunveruleikinn - að mínu mati.

Ég hef nú í rúmt ár haldið utan um tölfræði leikmanna úrvalsdeilda karla og kvenna í körfubolta hér á landi og hef ég ákveðið að skilja ekki dómarana útundan.  Því hef ég tekið saman tölfræði yfir villur dæmdar í þeim leikjum sem leiknir hafa verið í Dominos deildinni það sem af er þessu tímabili.  Upplýsingarnar eru fengnar úr "Gangur leiks" spjaldinu á KKÍ.is vefnum og gæði samantektarinnar háð þeim upplýsingum sem þar er að finna.  Ég nota MS Excel til að telja og taka saman dæmdar villur, óíþróttamannslegar villur og tæknivillur.  Gulu reitirnir í töflunni innihalda hæstu gildin í viðkomandi dálki.  Aðeins er birt tölfræði fyrir þá sem dæmt hafa tíu eða fleiri leiki í vetur.  "Mt. heima" táknar meðaltal þeirra liða sem eru á heimavelli og "Mt. úti" táknar meðaltal þeirra leiða sem eru á útivelli.  "Mt. alls" er hins vegar meðaltal í hverjum leik.


Ég ítreka að þetta eru ekki dómar dæmdir af viðkomandi dómara, heldur aðeins samtölur og meðaltöl þeirra "dómaratríóa" sem viðkomandi dómari hefur verið partur af.

Markmiðið er ekki að sakbenda einhvern einn dómara eða annan, heldur aðeins halda utan um þessa tölfræði og veita dómurum í efstu deild þarft aðhald.

Tuesday, February 19, 2013

Samantekt Víkurfrétta á Powerade bikarúrslitunum 2013

H/T Víkurfréttir

Njarðlem Shake

Njarðvíkingar ríða á vaðið og eru fyrsta lið Dominos deildarinnar til að gefa frá sér Harlem Shake myndband. Marcus Van fer á kostum í vafasömum athöfnum með ljóninu.

Thursday, February 14, 2013

David Falk er ekki mjög hrifinn af John Wall


Eflaust ekki margir sem þekkja David Falk en á 10. áratugnum var hann einn allra valdamesti umboðsmaður NBA deildarinnar, með leikmenn eins og Michael Jordan, Charles Barkley, Alonzo Mourning, Elton Brand og marga aðra á sínum snærum.

Ég hef aldrei vitað til þess að hann viti mikið um íþróttina sjálfa þó hann hafi alltaf haft mikið að segja um bisnessinn á bakvið hana, en hann tjáði sig nýverið í viðtali á opinskáan hátt um álit sitt á John Wall, leikmanni Washington Wizards.  Í raun skil ég ekki hvers vegna hann ákveður að tæta í sig John Wall en margt sem hann sagði var alls ekki fjarri lagi.
"He doesn’t have a feel for the game. He only knows how to play one speed. Magic Johnson had a great feel, a court sense, by the time he was a sophomore in college. Chris Paul had it by the time he was a sophomore in high school."
Því næst fór hann að bera saman John Wall og Kyrie Irving þar sem hann hafði á orði að Wall væri meiri íþróttamaður en Irving væri miklu meiri körfuboltaspilari. Því næst benti hann á ástæðu þess að aðeins örfá lið vinna deildina aftur og aftur. Staðreynd, að mínu mati, sem blasir við deildinni.
"You want to know the reason why just nine teams have won an NBA title in 40 years? Because if both of them came out today, 99 percent of all general managers would still take John Wall instead of Kyrie Irving. They’d take the athlete over the ballplayer. And they’d be wrong."

Friday, February 8, 2013

Rólegur, Steve!


Ruslakistan #5


Ruslakistan #4


Ný byrjun

Það var mikill óttablandinn spenningur og eftirvænting fyrir leik ÍR-inga gegn Skallagrími í gærkvöldi.  Spenna og eftirvænting í líkingu við það sem liðið upplifði árið 1994 þegar Herbert nokkur Arnarson snéri aftur í herbúðir ÍR-inga eftir háskólanám í Bandaríkjunum.

Eftir að Jón Arnar Ingvarsson sagði starfi sínu lausu sem þjálfari ÍR í síðustu viku var ljóst að liðið var komið að ákveðnum endapunkti. Botnsæti í Dominos deildinni var staðreynd og við blasti grimm fallbarátta. Staða sem ÍR-ingar eru ekki vanir. Varast skal að skella allri skuld vegna slakrar frammistöðu liðsins á þjálfarana eina. Leikmenn voru áhugalausir í síðustu leikjum fram að þessu og mikil deyfð yfir þeim. Kannski var þetta það sem þeir þurftu.  Ákveðin vatnsgusa í andlitið að vera komnir á botninn og þjálfari með margra ára reynslu sagt starfi sínu lausu vegna þess að hann getur ekki komið liðinu yfir þá andlegu deyfð sem ríkti.

Stjórn Kkd ÍR gerði dauðaleit að nýjum þjálfara og setti sér það að markmiði að ráða uppalinn ÍR-ing til verksins. Einhvern sem hafði spilað í Hellinum áður undir merkjum Íþróttafélags Reykjavíkur. Einhver sem naut þeirrar virðingar innan félagsins að hlustað yrði á það sem hann hefði að segja á æfingum og í leikjum.

Áhugi margra nafntogaðra fyrrverandi leikmanna liðsins var kannaður og var niðurstaðan vægast sagt heppileg fyrir þetta aldna stórveldi í íslenskum körfubolta. Herbert Arnarson var fenginn til að stýra liðinu það sem eftir lifði tímabils ásamt Steinari Arasyni. Herbert nýtur gríðarlegrar virðingar innan herbúða ÍR og er, ásamt Eiríki Önundarsyni, sá sem hefur náð hvað lengst af þeim sem leikið hafa með ÍR á seinni tímum. Herbert hefur það skap sem þarf til að rífa menn upp og reka þá áfram til góðra verka og þann karakter til að draga menn með sér til orrustu.

Strax og þetta var ljóst hóf að byggjast upp mikil eftirvænting meðan ÍR-inga. "Týndi sonurinn" snúinn aftur til heimahagana til að rífa liðið upp af botninum. Í áhorfendastúku Hertz hellisins mátti sjá andlit sem ekki höfðu sést þar í langan tíma. Allir eflaust að bíða eftir töfrunum sem menn upplifðu um árin 94-95.

Strax frá fyrstu mínútu leiks var ljóst að þessi tilraun Viðars Friðrikssonar og félaga í stjórn Kkd ÍR ætlaði að ganga upp.  Sóknin flæddi vel og vörnin hreyfanleg og menn töluðu saman. Allt annað lið mætt til leiks en það lið sem molnaði í sundur gegn ungu liði Njarðvíkur viku áður. Stórleikur Sveinbjörns Claessen stóð upp úr að mínu mati þar sem hann ekki aðeins skoraði 18 stig (60% eFG%), hirti 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar heldur hélt Páli Axel í aðeins 9 stigum og 4/12 nýtingu. Sveinbjörn reif niður 25% allra varnarfrákasta á meðan hann var inni á vellinum.

Skilvirkni sóknar var mjög mikil eða 133,19 stig skoruð á hverjar 100 sóknir og skilvirkni varnar
einnig eða 97,11 skoruð stig Skallagríms á hverjar 100 sóknir. Hraði leiksins (Pace) var ekki mikill eða 72,1.  ÍR-ingar töpuðu aðeins 4 boltum í öllum leiknum en fram að þessu hefur liðið verið með að meðaltali 13,6 tapaða bolta í leik.

Það eru vissulega skemmtilegir tímar framundan en áður en menn rífa upp kampavínið og fara að fagna
er rétt að vera með báðar fætur á jörðinni og átta sig á því að þetta var alger skyldusigur fyrir ÍR. Skallagrímur var lið sem ÍR einfaldlega ÁTTI að vinna á heimavelli, sér í lagi eftir að félagið hafði nýverið sent frá sér besta leikmanninn. Þetta var mjög sannfærandi sigur og skýr skilaboð til hinna liðanna að ÍR mun ekki kveðja úrvalsdeildina án þess að bíta hressilega frá sér.

Mynd: Heiða / Karfan.is

Monday, February 4, 2013

Keflavíkurhraðlestin fór hægt af stað

Það er ástæða fyrir því að meistaraflokkslið Keflavíkur er og hefur verið kallað "Keflavíkurhraðlestin". Liðið hefur hingað til alltaf spilað hraðan bolta og það er staðfest með því að meðal-Pace gildi liðsins er alltaf vel yfir meðaltali deildarinnar.

Á síðasta tímabili var það 84,8 (meðaltal deildarinnar 82,8) og það næsthæsta í deildinni. Á þessu tímabili er það hvorki meira né minna en 87,1 (meðaltal deildarinnar 83,1) og það hæsta í Dominos deildinni.

Ekki aðeins það að Keflavíkurhraðlestin vilji spila hratt - hún þarf að spila hratt.

Í upphafi tímabils var mikið rætt um lægð Keflavíkurliðsins. Ekkert gekk upp og met var sett í töpum í röð í upphafi tímabils.  Látum liggja milli hluta að fyrstu þrír leiki Keflavíkur í deildinni hafi verið gegn þeim liðum sem spáð var hvað bestum árangri á þessu tímabili og því erfiðir leiki - lítum heldur á mögulegan áhrifavald í þessu samhengi.  Leikhraði liðsins.

Keflavík spilaði alla þessa þrjá leiki um eða undir 80 í Pace.  Töluvert undir meðaltali deildarinnar.  Þar á eftir skelltu Keflvíkingar í rallýgírinn og þá fóru sigrarnir að rúlla inn eins og sjá má á myndinni hér að neðan.  Rauða línan sýnir hraða leiks Keflavíkurliðsins í þeim leikjum sem það hefur spilað í Dominos deildinni til þessa (vinstri ás), bláa línan er meðaltal deildarinnar í Pace (vinstri ás) og gula línan sýnir uppsafnaða sigra liðsins í gegnum tímabilið (hægri ás).


Alley-oop í lok fyrri hálfleiks hjá Lakers

D'Antoni getur ekki hafa teiknað þetta upp...

Kobe hleður í eina grimma troðslu

LeBron í einkatíma hjá Hakeem Olajuwon

Myndband af einkakennslu LeBron James hjá Hakeem Olajuwon í fyrrasumar hefur lekið út...

Fullkomlega eðlilegt að lemja dómara í Kína