Thursday, July 25, 2013

Stór orð frá Derrick Rose

Aðspurður um hver sé besti leikmaður NBA deildarinnar þessa stundina er svarið: Derrick Rose.

Saturday, July 20, 2013

Free agent sumarið 2014 - hvar endar Lebron James?

Samfélagsmiðlar loga þessa dagana með alls konar tillögur og uppástungur af því hvert Lebron James muni fara að loknu næsta tímabili, þ.e. sumarið 2014. Margar tilgátur eru uppi, en fastlega má gera ráð fyrir því að LBJ taki sína ákvörðun út frá því hvar hann getur unnið sem flesta titla sem fyrst. Samningur Lebron rennur þó ekki út, heldur eru næstu tvö ár, þ.e. 2014-2015 og 2015-2016 player option ár, þar sem Lebron hefur valið um að halda áfram með Miami og þiggur fyrir það $20,6 og $22,1 milljónir, nú eða ekki og þá þarf hann að finna sér nýtt lið - THE DECISION II.

Svona áður en vaðið er út í pælingarnar, þá er ágætt að hafa á hreinu hvaða hámarkssamning lið geta boðið leikmanni eins og Lebron. Árið 2014 verður hann kominn með 11 ára reynslu, sem setur hann í 10+ ára max contract flokkinn. Leikmenn sem falla í þann flokk geta fengið max 35% af cap space-i. Talið er að þakið verði $62,5 milljónir fyrir 2014-2015 tímabilið, en það þýðir þá að hægt verði að bjóða LBJ að hámarki $21,875,000 fyrir fyrsta árið. Það er litlu meira en það sem hann fengi hvort eð er með því að halda áfram hjá Heat.

Af hverju Miami Heat?
Það má fastlega gera ráð fyrir að Heat séu sterkir kandídatar til að halda Lebron, enda hefur hann unnið sína titla með þeim og það verður að telja líklegt að þeir fari aftur í finals 2014. Það eru hins vegar ákveðin veikleikamerki á rosternum sem komu berlega í ljós í playoffs núna og líklegt er að þau verði enn greinilegri næsta tímabil. Heilsan á Wade er spurningamerki, rulluspilararnir eru flestir orðnir nokkuð aldnir og það er alvarleg vöntun á stórum mönnum. Svo er jafnframt spurning hvað Riley nær að gera varðandi þá veikleika sem birtust í úrslitakeppninni, þar sem þeir liðu fyrir skort á nothæfum stórum mönnum og þurfa með einhverju móti að bæta úr því. Það er því góð spurning hvort Miami sé sá áfangastaður sem hentar markmiðum LBJ best, en það er alveg ljóst að Miami verður frontrunner þegar kemur að því að semja.

Af hverju Cleveland Cavaliers?
Fyrir það fyrsta, þá er Lebron frá Ohio. Hins vegar urðu viðskilin ekki góð 2010 og spurning hvort einhver sár séu ekki enn gróin um heilt gagnvart íbúum Cleveland og Dan Gilbert eiganda liðsins. Varðandi liðið sjálft, þá eru þeir búnir að koma sér í aðstöðu til að landa stórstjörnu, enda eiga þeir mikið cap room auk þess sem leikmennirnir sem eru þá á launaskrá teljast allir vel nothæfir, svo framarlega sem þeir eru þá heilir. Cavs eru ekki með neinn guaranteed contract á launaskránni hjá sér eftir 2013-2014 tímabilið, en eftirfarandi leikmenn eru Team Option: Varajeao $9,8mill Kyrie $7,5mill Tristan Thompson $5,4mill Dion Waiters $4,2mill Alonzo Gee $3,3mill Zeller $1,7mill Ef þeir pikka upp öll options þá er það $31,9 + $12 mill í Bynum = 43,9mill. Það er lítið mál að setja upp dæmi þar sem þeir sleppa leikmanni eins og t.d. Gee eða Zeller og bjóða Lebron max. Það væri þá ekkert slor starting 5: Kyrie - Waiters - LBJ - Varajeo - Bynum Anthony Bennett er þá að koma af bekknum + einhverjir free agents, þetta lið gæti jafnvel orðið sterkara en Heat og með leikmenn sem complementa hvorn annan betur. Það má líka setja inn í jöfnuna að LBJ hefur opinberlega lýst yfir hrifningu sinni á Kyrie Irving, það verður því að teljast vel mögulegt að LBJ snúi aftur "heim".

Af hverju Chicago Bulls?
Möguleikar Bulls felast í því að nota amnesty á Boozer, sem er ansi líklegt að verði niðurstaðan næsta sumar. Þannig komast þeir nógu langt undir launaþakið til að bjóða Lebron ansi nálægt max. Bulls eru með $44,5 mills í guaranteed contracts hjá sér fyrir 2014/2015 tímabiliðm en það gefur þeim tækifæri til að skella $18 mill tilboði í LBJ. Byrjunarlið Bulls gæti þá verið: Rose, Butler, LBJ, Gibson, Noah - það yrði algjör hryllingur að reyna að skora á þetta lið. Við þetta bætist Mirotic auk þess sem Dunleavy, Teague, Hinrich og Snell eru að koma inn af bekknum. Hvort þetta geti talist líklegt eða ekki verður tíminn að leiða í ljós, en fyrir harða aðdáendur Bulls er þetta klárlega spennandi möguleiki. Það má telja líklegt að lið sem þetta gæti orðið dynasty, enda sterkt í öllum stöðum á báðum endum vallarins.

Af hverju Lakers?
Lakers eru með tvo samningsbundna leikmenn fyrir 2014-2015 tímabilið, þá Steve Nash og Robert Sacre, en saman þiggja þeir rétt rúmlega $10,6 milljónir í laun fyrir það tímabil. Þá á eftir að semja við Kobe, en spurning er hvort annað sé verjandi fyrir Lakers en að semja við eina helstu hetju Los Angeles borgar. Kobe hefur lýst því yfir að hann sé ekki tilbúinn að gefa afslátt af eigin launum til að lokka leikmenn til LA auk þess sem Kobe er aldrei að fara að sætta sig við að vera option númer 2. Það þýðir að nái Lakers að semja við Kobe og Lebron, þá eru aðeins um $8,2 milljónir eftir af launaþakinu og líklegt að það lið yrði að treysta um of á stórstjörnurnar. Það má spyrja sig að því hvort svoleiðis umhverfi heilli Lebron, enda gæti það tekið nokkur ár að byggja upp lið í kringum hann.

Af hverju Knicks?
Það er ákveðið challenge að spila í New York, jafnframt er það ákveðið challenge fyrir New York að stilla öllu þannig upp að hægt verði að semja við Lebron. Þeir eru með Stoudemire á $23,4 milljónum og Carmelo er með $23,5 milljóna player option, sem líklegt er að hann nýti sér. Auk þess eru Tyson Chandler, Bargnani, Felton, Tim Hardaway Jr., Metta World Peace, JR Smith og Prigioni með samning við liðið og því ljóst að eitthvað mikið þarf að gerast svo hægt verði að finna pláss undir launaþakinu fyrir Lebron. Þó Knicks hafi verið nefndir til sögunnar, þá verður þessi áfangastaður að teljast hvað ólíklegastur af þeim sem áður hafa verið nefndir.

Af hverju Spurs?
Einn besti þjálfarinn í NBA; Parker, Duncan, Leonard og Ginobili eru allir með samning áfram og þeir eiga cap room í max contract. Hver vill mæta þessu byrjunarliði: Parker, Leonard, Lebron, Duncan, Splitter? San Antonio er hins vegar lítill markaður og það er margreynt og sannað að leikmenn þar fá ekki jafn miklar aukatekjur, þar sem markaðssvæðin gefa ekki jafn mikið af sér og New York, Chicago og Los Angeles. Ef Lebron er bara að hugsa um að vinna titla, þá gefast ekki mikið betri tækifæri til þess en hjá Spurs.

Önnur lið sem gætu boðið max samning næsta sumar eru Atlanta Hawks (guaranteed contracts $31,140,680), Charlotte Bobcats/Hornets ($18,190,330), Dallas ($15,048,000), Detroit ($13,778,388 - það vantar reyndar samning Josh Smith inn í þá tölu), Golden State ($39,034, 997), Milwaukee Bucks ($27,780,000 - það vantar reyndar samning Carlos Delfino inn í þá tölu), Orlando Magic ($26,750,500), Philadelphia 76ers ($15,761, 995), Phoenix Suns ($33,479,780), Sacramento Kings ($37,852,606), Utah Jazz ($5,470,960), Washington Wizards ($25,941,819).

Hvað sem öðru líður, þá er gefið mál að þetta verður eitt heitasta umræðuefnið fram í júlí 2014, svo framarlega sem LBJ taki ekki af allan vafa sjálfur fyrir þann tíma.

Tuesday, July 16, 2013

Metta World Peace og New York Knicks snúa á kjarasamninginn

Í lok síðustu viku leystu Los Angeles Lakers Metta World Peace (MWP og áður þekktur sem Ron Artest) undan samningi hjá sér með ákvæði í kjarasamningi NBA leikmanna sem heitir "The Amnesty Clause". Sú regla leyfir liði að losa sig við leikmann og laun hans undan launaþakinu og refsiskattsmörkunum.

MWP tjáði sig hátt um það að hann hefði engan áhuga á að spila í NBA á næsta tímabili og ætlaði bara til Kína til að spila og þá mögulega fótbolta. Í gær kom það svo í ljós að hann hafði samið við New York Knicks fyrir næstu tvö ár fyrir skiptimynt.

Þessi snúningur var samsettur svo MWP gæti samið við það lið sem hann vildi fyrir lítin pening án þess að tapa því sem hann átti inni.

Ég ætla að gera tilraun til að útskýra hvernig.

Amnesty reglan virkar þannig að vilji lið losa sig við leikmann á þann hátt fer sá leikmaður á "waivers" sem kallað er. Það er ástand sem varir í tvo sólarhringa þar til leikmaðurinn losnar endanlega undan samningi við liðið sem sleppir honum.

Í millitíðinni geta hins vegar önnur lið tekið við samningnum og þurfa þá að bjóða að lágmarki það sem munar á milli heildarsamnings leikmanns og því sem er tryggt (e. guaranteed). Það lið sem býður hæstu upphæðina nær í leikmanninn og bjóði tvö lið sömu upphæðina hlýtur það lið sem er með verri árangur í deildinni vinninginn.

Þetta þýðir að slök lið hafa ótvíræðan forgang að leikmönnum sem leystir eru undan samningi á þennan hátt - en reyndir og þekktir leikmenn (e. veterans) hafa kannski ekki endilega áhuga á að leika með þannig liðum. Þess vegna lýsti MWP því yfir að hann hefði engan áhuga á að spila í deildinni áfram og var því að senda liðum deildarinnar þau skilaboð að hann vildi ekki að neitt lið tæki upp samninginn hans á þessu tveggja sólarhringa tímabili.

Um leið og "waiver" tímabilinu lauk tilkynntu MWP og NYK að samið hefði verið til tveggja ára um $1,6 milljónir, eða það sem Knicks áttu eftir af sinni Mini Mid-Level Exception (sem er ein af mörgum undanþágum sem lið fá til að sleppa við refsiskattinn).

...og hér kemur rúsínan í pylsuendanum: Los Angeles Lakers þurfa samt sem áður að greiða MWP þær $7,3 milljónir sem liðið skuldar honum fyrir næsta leiktímabil.

Hvers vegna? Jú, þegar lið losar sig við leikmann með Amnesty og annað lið tekur við honum þá losnar það við allar skuldbindingar við leikmanninn ef það tekur allan samninginn (e. full waiver claim) eða skuldar enn leikmanninum mismuninn af því sem hitt liðið býður (e. partial waiver claim) og því sem eftir er og tryggt af gamla samningnum. Ef leikmaðurinn hins vegar verður óskuldbundinn með lausan samning (e. unrestricted free agent) eftir tveggja sólarhringa tímabilið getur hann samið við hvaða lið sem er fyrir hvaða upphæð sem er AUK ÞESS að fá greitt það sem tryggt var af því sem eftir var að samningi hans við hitt liðið.

Flestir þekktir og reyndir leikmenn eins og MWP eru með allan samninginn tryggðan og því þurfa Lakers að greiða MWP það sem þeir sömdu um á sínum tíma.

Með þessari fléttu tókst Knicks að tryggja sér þjónustu MWP fyrir lítin pening og sleppa við refsiskatt af því auk þess sem MWP tryggir sér fína viðbót á samning sinn við Lakers.

Mögulegt er að þetta hafi verið gert með vitund stjórnenda Lakers þar sem það er nokkuð líklegt að eitthvað af neðri liðum deildarinnar með pláss undir þakinu hefði tekið að sér samning MWP, og Lakers sloppið við það sem þeir skulda honum. Lakers hafa hins vegar ekki kvartað yfir þessu fyrirkomulagi því ekki ólíklegt að þeir hafi gefið því blessun sína.

Lakers voru á vissan hátt nauðbeygðir til að losa sig við MWP en það allt hins vegar gert í góðu og allir sáttir. Mögulegt að þessi flétta sé ástæðan fyrir því, þó hún kosti Lakers dágóðan skilding.

Meira um kjarasamning NBA deildarinnar: Larry Coon's CBA FAQ

Jason "White Chocolate" Williams er enn með þetta

Sunday, July 14, 2013

Class act hjá Boston Celtics


Viðbrögð NBA deildarinnar við því að Howard fari til Rockets

Uncensored...

Rajon Rondo: "I Will Never Play for The Miami Heat"

Jeffrey Taylor smettar Aron Baynes

Kevin Garnett verður í nr. 2 í Brooklyn í vetur

Til að heiðra minningu látins vinar síns, Malik Sealy heitins. Vel gert, Kevin Garnett.



Ben McLemore er tilbúinn í NBA deildina

Gömul andlit á nýjum stöðum

Jrue Holiday

Andre Iguodala

Darren Collison

Jared Dudley

Tyreke Evans

Dwight Howard

JJ Redick

Josh Smith

Paul Milsap

Al Jefferson

Wednesday, July 10, 2013

Spiderman pönkar nokkra gaura á körfuboltavellinum



Áður en þið comics-lúðarnir froðufellið þá verð ég samt að benda ykkur á að þetta er ekki Kóngulóarmaðurinn, heldur AND 1 liðsmaðurinn The Professor.

Dömur mínar og herrar, Chris Kaman

Nýjasti leikmaður Los Angeles Lakers...

Kelly Olynyk sýnir sínar bestu hliðar í sumardeildinni

Boston Celtics eru væntanlega sáttir við nýliðann sinn það sem af er í sumardeildinni í Orlando. 7 feta gutti sem getur skotið fyrir utan og sett boltann í gólfið og keyrt að körfunni.

25 stig og 7 fráköst gegn Orlando Magic.



21 stig og 9 fráköst gegn Detroit Pistons.

Tuesday, July 2, 2013

Knicks-Raptors skiptin


New York Knicks fóru illa út úr samskiptum sínum við Indiana Pacers í úrslitakeppninni í vor þar sem illa gekk að koma boltanum oní körfuna framhjá Roy Hibbert. Dolan og félagar í Knicks brugðust við þessum vanda í gær með að skipta út Marcus Camby, Quentin Richardson, Steve Novak, einum valrétt í fyrstu umferð 2016 og tveimur valréttum í annari umferð 2014 og 2017 til Toronto fyrir Andrea Bargnani.

Í fljótu bragði virðast Toronto augljós sigurvegari í þessum skiptum. Margir í Toronto fagna þessu og t.d. hafa blaðamenn í þar í borg skrifað að Raptors hafi ekki bara tekist að láta Knicks taka við illa lyktandi rusli sínu heldur einnig tekist að láta þá borga dýrum dómi fyrir það.

Það er ekkert leyndarmál að Ítalinn hafi ekki skilað því til Toronto liðsins sem ætlast hafði verið af honum. Hann hleypur frá fráköstum og gæti ekki spilað vörn til að bjarga lífi sínu. Hann getur hins vegar skotið boltanum fyrir utan teiginn og þá einna helst þriggja stiga skotinu á toppinum.

64% af skotum Bargnani komu af fimm metra færi eða utar í vetur og 370 af 425 skotum hans á sama tímabili voru stökkskot á meðan 55 voru troðslur, sniðskot eða tip-in. Hann var með aðeins 49 skottilraunir (55% nýting) við hringinn í vetur á meðan t.d. Chris Bosh var með 335 (72% nýting) og Hibbert með 404 (55% nýting).  Þannig að það er nokkuð óhætt að álykta að Knicks séu ekki að sækjast eftir nærveru hans inni í teignum.


Án efa er það markmið New York Knicks að fá miðherja sem er 7 fet, getur myndast við að setja hindrun fyrir Melo og poppað svo út í langskotið. Takist þetta verða varnarmiðherjar eins og Hibbert að yfirgefa teiginn til að hindra skotið og opna þannig leiðina að körfunni fyrir aðra leikmenn. Knicks hafa ekki mikið upp á síðkastið verið að stressa sig á varnarleik og til eru aðrir leikmenn sem geta tekið fráköst og varist eins og t.d. Tyson Chandler.

Með þessu geta Knicks róterað Chandler, Stoudamire og Bargnani sem hver hefur sinn styrkleika.

Þetta er hins vegar mikil áhætta. Bæði vegna þess að Knicks þurfa að treysta því að hann hitti almennilega auk þess sem Knicks létu frá sér ansi verðmikla valrétti í skiptunum. Frákasta- og varnarfælni Bargnani gæti einnig orðið til vandræða. Þessir þættir voru ekki beint til fyrirmyndar hjá Knicks í vetur. Í versta falli eru Knicks þá með stóran samning sem rennur út 2014 og gæti því orðið mikils virði fyrir lið sem vilja komast undir launaþakið.

Knicks geta hins vegar ekki hugsað til langs tíma því Melo þyrstir nú, meira en nokkurn tímann, í sinn fyrsta titil og hann er á hátindi ferils síns akkúrat núna.