Monday, November 28, 2011
Sunday, November 27, 2011
IEX deild karla - KR-Grindavík (Tölfræði)
Ef skoðuð er þróun leiksins á vef KKÍ sést að fjöldi stigalausra mínútna hjá KR eru samtals 16. Sem sagt, KR-ingar skoruðu ekki stig í 40% af leiktímanum! Þróun Grindavíkur hins vegar er nánast þráðbein 45° lína upp. Segir meira en mörg orð.
Grindvíkingar stýrðu tempóinu algerlega. Héldu fjölda sókna langt undir meðaltali deildarinnar eða 72,1 - en meðaltal deildarinnar var 83,9 eftir 6 umferðir. Eins og þið sjáið í töflunni hér að neðan er þetta einnig langt undir meðaltölum beggja. Slakir sóknarburðir KR eru skjalfestir einnig hér að neðan þar sem sést að þeir eru -16,9 undir meðalsóknargildi sínu og 21,5 yfir varnargildinu.
Vitnisburður um stórkostlegan varnarleik Grindvíkinga eða skelfilega frammistöðu KR-inga? Læt ykkur um að dæma um það.
KR | +/- | GRN | +/- | |
Pace | 72,1 | -11,2 | 72,1 | -14,5 |
Stig | 59 | -27,6 | 85 | 11,6 |
Orgt | 81,8 | -16,9 | 117,9 | 11,0 |
Drgt | 117,9 | 21,5 | 81,8 | -8,2 |
Mynd: Daníel Rúnarsson (NBA Ísland)
Saturday, November 26, 2011
VERKBANNINU ER LOKIÐ!
Samninganefndir leikmanna og eigenda hafa komist að samkomulagi um stærstu ágreiningsefni þeirra í milli. Enn á þó eftir að bæði útkljá minni þætti eins og aldurstakmark fyrir draftið, lyfjapróf og annað þess háttar. Þetta samkomulag er þó háð samþykki meirihluta þeirra 29 eigenda og yfir 450 leikmanna deildarinnar. Menn hins vegar búast við því að það verði ekki til fyrirstöðu þar sem meirihluti leikmanna vill eflaust fara að drífa sig í vinnuna.
Fyrir mitt leyti þá virðast jólin ætla að koma snemma í ár og því ber að fagna.
Fyrir mitt leyti þá virðast jólin ætla að koma snemma í ár og því ber að fagna.
Friday, November 25, 2011
Allen Iverson trúðar Jeff Teague
Engu gleymt hann AI þrátt fyrir að hafa ekki spilað NBA leik í þó nokkurn tíma...
Wednesday, November 23, 2011
Monday, November 21, 2011
Sunday, November 20, 2011
Saturday, November 19, 2011
Friday, November 18, 2011
MJ er high roller
Stacks on stacks on stacks... sýnist ég sjá bara big-face bills á borðinu, a.k.a Benjamins a.k.a. $100.
IEX deild kvenna - KR-Kef (Tölfræði)
Tvö bestu lið Iceland Express deildar kvenna, KR og Keflavík, mættust í 7. umferð á miðvikudagskvöldið og þarf ekki að fjölyrða um úrslitin sem voru öruggur sigur Keflavíkurstúlkna. Leikurinn hefur ekki verið mikið fyrir augað en tölfræðin gefur góða mynd af því. 42 tapaðir boltar hjá liðunum í leiknum og skotnýting KR-inga vægast sagt skelfileg.Ef kafað er dýpra í tölfræðina sjáum við að hraðinn í leiknum var meiri en KR á að venjast og hafa þær hleypt Kef í að stjórna tempóinu. KR tekur 13 fleiri skot en meðaltal þeirra (70,0) sýnir yfir tímabilið, Kef hins vegar nánast á meðaltali sínu (74,8). Hraði leiksins var 90,6 sóknir miðað við útreikninga sem er vel yfir meðaltali KR eða +7,3 - Kef þó eitthvað minna yfir sínu. Bæði lið spila langt undir pari hvað sóknarleik varðar en það er vörnin sem verður KR að falli hérna með 92,7 varnarstig (ORgt) sem er heilum 10,7 yfir meðaltali vetrarins. (Markmiðið er að fá hærri gildi í ORgt og lægri gildi í DRgt)
KR | +/- | KEF | +/- | |
Pace | 90,6 | 7,3 | 90,6 | 4,1 |
Stig | 70 | -6,2 | 84 | -2,6 |
ORgt | 77,2 | -14,2 | 92,7 | -10,7 |
DRgt | 92,7 | 10,7 | 77,2 | -7,1 |
KR stúlkur virðast vera í einhverri lægð sem þær þurfa að brjótast út úr. Tap fyrir Haukum á Ásvöllum og nú tap fyrir Kef á heimavelli í leik um efsta sæti deildarinnar. Velta má fyrir sér hvort þessi einkennilega ákvörðun KR að reka leikmann sem var að skila glimrandi tölum með liðið á mikilli siglingu hafi hreinlega verið mistök - en eflaust eru aðrar ástæður fyrir því. Kef hins vegar í toppsætinu eins og búið var að spá þeim. Ekki var það samt breiddin sem skilaði þeim þessum sigri því aðeins byrjunarliðið skoraði í leiknum með Jaleesa Butler í broddi fylkingar og Birnu Valgarðs sem nánast landaði sigrinum upp á eigin spýtur í fjórða hluta.
Mynd: Jaleesa Butler á flugi (via Visir.is)
Thursday, November 17, 2011
Killer First Step hjá MJ
Fátt skilur andstæðinginn meira í rykinu en gott fyrsta skref... leyfið MJ að sýna ykkur hvernig.
Wednesday, November 16, 2011
Monday, November 14, 2011
Saturday, November 12, 2011
Travis Holmes niðurlægir mína menn
Smergjuð vörn Nem...
Via Leikbrot.is
Labels:
Block,
Dunks,
Face,
Iceland Express deildin,
No D
Friday, November 11, 2011
Wednesday, November 9, 2011
Skilvirkni liða í IEX deildunum
Ég er og hef lengi verið forfallinn körfubolta stat-geek og eitt af því sem gerir körfuboltann svona skemmtilegan er sú ítarlega tölfræði sem skráð er í hverjum leik. Tölfræðingurinn Dean Oliver þróaði fyrir allnokkru síðan aðferð til að meta fjölda leikinna "sókna" (e. possessions) í hverjum leik og svo skilvirni sóknar og varnar út frá þeirri tölu. Hef ég ákveðið að heimfæra þetta hæfnismat á liðin í Iceland Express deildunum.
Skv. skilgreiningu Oliver hefst ekki ný sókn þegar skotklukka er endursett. Hugsa má að sókn sé ein ferð upp völlinn og ný sókn hefjist svo þegar hitt liðið fer til baka. Að þessu gefnu má álykta að hvort lið um sig fái u.þ.b. jafnmargar sóknir í hverjum leik.
Aðferð Oliver byggir á basic leiktölfræði hvers liðs og andstæðings, þar sem skottilraunir, fráköst, tapaðir boltar og vítaskot mynda umrætt gildi. Ég ákvað að nýta mér einfaldari útgáfuna af þessari formúlu þar sem ég hef ekki enn fengið þá flóknari til að skila eðlilegum gildum.
Það sem kannað er með þessari aðferð er skilvirkni liðanna í sókn og vörn. Hversu vel nýta liðin sóknirnar og hversu vel gengur þeim að hindra að andstæðingur nýti sínar. Því eru gefin gildin "offensive rating" (ORgt) og "defensive rating" (DRgt) sem ég hef ekki enn fundið gott íslenskt nafn fyrir, en þau sýna stig skoruð per 100 sóknir. Því skiptir mestu máli að hafa sem hæst offensive rating og sem lægst defensive rating. "Pace" er fjöldi sókna sem lið fær í hverjum leik og gefur vísbendingu um hversu hraðan leik liðið spilar. Meðaltal IEX deildar karla er 82,7 sem er 2,07 per mínútu (m.v. 40 mínútna leik) og til samanburðar er meðaltal NBA deildarinnar á síðustu leiktíð 92,1 sem gefur 1,92 per mínútu (m.v. 48 mínútna leik). Þessi gildi eru því að mínu mati mjög samanburðarhæf. "+/- MT" segir til um hversu hátt yfir eða undir meðaltali deildarinnar viðkomandi gildi er.
Kíkjum þá á töfluna eftir fimm umferðir í deildinni:
Þar má sjá að Stjarnan er skilvirkasta sóknarliðið í Iceland Express deild karla með ORgt upp á 113,39 og langt yfir meðaltali deildarinnar. Það vekur ótvíræða athygli að sjá KR þarna í næstneðsta sæti þrátt fyrir að vera í 2. sæti deildarinnar. Þetta er hins vegar ekki mælikvarði á "besta liðið" heldur aðeins skilvirkni þeirra. KR spilar flestar sóknir liða í deildinni (87,7) og skorar ekki mikið í leik (86,6) sem útskýrir hvers vegna KR-ingar fá svona lágt ORgt gildi.
Ef við lítum hins vegar á vörnina þá eru Grindvíkingar langöflugasta varnarliðið skv þessum tölum, þó Keflvíkingar séu ekki langt undan. Rökstyður að mínu mati þá tilgátu að hægt sé að fara langt í körfubolta með góðri vörn. Grindvíkingar eru einnig yfir meðallagi í sóknarleiknum sem ásamt varnarskori liðsins útskýrir að miklu leyti árangur þess það sem af er deildinni.
Í Iceland Express deild kvenna eru það turnarnir tveir sem ráða ríkjum:
Keflavík í sókn og KR í vörn. Kef spilar hraðan bolta og nýtir sóknirnar vel. Hraði KR stúlkna er mjög nálægt meðaltalinu (84,06) en þær leyfa hins vegar ekki nema 68,8 stig í leik sem er ótrúlegur árangur.
Skv. skilgreiningu Oliver hefst ekki ný sókn þegar skotklukka er endursett. Hugsa má að sókn sé ein ferð upp völlinn og ný sókn hefjist svo þegar hitt liðið fer til baka. Að þessu gefnu má álykta að hvort lið um sig fái u.þ.b. jafnmargar sóknir í hverjum leik.
Aðferð Oliver byggir á basic leiktölfræði hvers liðs og andstæðings, þar sem skottilraunir, fráköst, tapaðir boltar og vítaskot mynda umrætt gildi. Ég ákvað að nýta mér einfaldari útgáfuna af þessari formúlu þar sem ég hef ekki enn fengið þá flóknari til að skila eðlilegum gildum.
Það sem kannað er með þessari aðferð er skilvirkni liðanna í sókn og vörn. Hversu vel nýta liðin sóknirnar og hversu vel gengur þeim að hindra að andstæðingur nýti sínar. Því eru gefin gildin "offensive rating" (ORgt) og "defensive rating" (DRgt) sem ég hef ekki enn fundið gott íslenskt nafn fyrir, en þau sýna stig skoruð per 100 sóknir. Því skiptir mestu máli að hafa sem hæst offensive rating og sem lægst defensive rating. "Pace" er fjöldi sókna sem lið fær í hverjum leik og gefur vísbendingu um hversu hraðan leik liðið spilar. Meðaltal IEX deildar karla er 82,7 sem er 2,07 per mínútu (m.v. 40 mínútna leik) og til samanburðar er meðaltal NBA deildarinnar á síðustu leiktíð 92,1 sem gefur 1,92 per mínútu (m.v. 48 mínútna leik). Þessi gildi eru því að mínu mati mjög samanburðarhæf. "+/- MT" segir til um hversu hátt yfir eða undir meðaltali deildarinnar viðkomandi gildi er.
Kíkjum þá á töfluna eftir fimm umferðir í deildinni:
Þar má sjá að Stjarnan er skilvirkasta sóknarliðið í Iceland Express deild karla með ORgt upp á 113,39 og langt yfir meðaltali deildarinnar. Það vekur ótvíræða athygli að sjá KR þarna í næstneðsta sæti þrátt fyrir að vera í 2. sæti deildarinnar. Þetta er hins vegar ekki mælikvarði á "besta liðið" heldur aðeins skilvirkni þeirra. KR spilar flestar sóknir liða í deildinni (87,7) og skorar ekki mikið í leik (86,6) sem útskýrir hvers vegna KR-ingar fá svona lágt ORgt gildi.
Ef við lítum hins vegar á vörnina þá eru Grindvíkingar langöflugasta varnarliðið skv þessum tölum, þó Keflvíkingar séu ekki langt undan. Rökstyður að mínu mati þá tilgátu að hægt sé að fara langt í körfubolta með góðri vörn. Grindvíkingar eru einnig yfir meðallagi í sóknarleiknum sem ásamt varnarskori liðsins útskýrir að miklu leyti árangur þess það sem af er deildinni.
Í Iceland Express deild kvenna eru það turnarnir tveir sem ráða ríkjum:
Keflavík í sókn og KR í vörn. Kef spilar hraðan bolta og nýtir sóknirnar vel. Hraði KR stúlkna er mjög nálægt meðaltalinu (84,06) en þær leyfa hins vegar ekki nema 68,8 stig í leik sem er ótrúlegur árangur.
Tuesday, November 8, 2011
Heavy D - RIP (1967 - 2011)
Rap legend Heavy D -- one of the most influential rappers of the '90s -- died earlier today ... TMZ has learned.
Heavy D -- real name Dwight Arrington Myers -- was rushed to an L.A. hospital around noon today ... and was pronounced dead at the hospital at 1 PM. He was 44 years old.
Heavy just performed at the BET Awards in October -- and appeared to be fine.
Hookup: TMZ
Monday, November 7, 2011
Sunday, November 6, 2011
Saturday, November 5, 2011
Wednesday, November 2, 2011
Subscribe to:
Posts (Atom)