Saturday, December 29, 2012
Thursday, December 27, 2012
Wednesday, December 26, 2012
Spá eftir 16 umferðir í Dominos kvk skv. CGM
Keflavíkurstúlkur hafa verið ósigrandi á fyrri hluta tímabilsins og unnið alla af sínum 16 leikjum, en miðað við frávikin í leik þeirra (Stdev 12,27) spáir líkanið tapi í þremur leikjum á seinni hlutanum. KR rétt sleppur í úrslitakeppnina ef fer sem horfir.
Spá eftir 10 umferðir samkvæmt CGM
Þórsarar í Þorlákshöfn hafa heldur betur spilað glimrandi vel á þessu tímabili og sigrað síðustu 6 leiki í deildinni. Snæfellingar einnig þrátt fyrir að hafa slakað örlítið á í desember. Útlit er fyrir að Skallagrímur sleppi inn í úrslitakeppnina með þessu áframhaldi.
Tuesday, December 25, 2012
Jólakveðja
Það verður heldur betur körfuboltaveisla í dag/kvöld á jóladeginum sjálfum. Stórleikur Thunder og Heat á Stöð 2 Sport kl. 22:30 og leikur Celtics og Nets verður frítt á NBA League Pass kl. 17:00. Þessu má ekki missa af.
Gleðileg jól.
Sunday, December 23, 2012
Lou Williams smettar Kirk Hinrich
Hugguleg jólagjöf frá Lou til Cap'n Kirk. Tímabil Kirk Hinrich í hnotskurn.
Thursday, December 20, 2012
Wednesday, December 19, 2012
Shannon Brown púllar Shammgod
The Shammgod er legendary hreyfing sem kom leikmanni að nafni God Shammgod á kortið í körfuboltaheiminum. Shannon Brown gerir sitt besta til að apa hana eftir meistaranum.
Kenneth Faried ælir á bekknum
Þessi gæji mætti drulluslappur til leiks með Denver Nuggets, ældi á bekknum en púllaði samt 19 stig og 11 fráköst fyrir sitt lið. Látum enga helv. pest halda okkur frá leik.
Labels:
Æla,
Kenneth Faried,
Manimal,
Nagli
Tuesday, December 18, 2012
Knicks vörnin dottin í sitt gamla form
Ef 110,6 DRgt hjá Knicks segir þér ekkert um skelfilega vörn þeirra í gær... horfðu þá á þetta myndband.
Monday, December 17, 2012
Hver þarf tvær hendur til að spila körfu?
Hinn einhenti Zach Hodskins sýnir okkur að allt er hægt ef viljinn og þrautseigjan er fyrir hendi.
Joel Przybilla fékk eins leiks bann fyrir þetta
Fasistarnir á skrifstofu NBA deildarinnar hafa átt eitthvað erfiða helgi því þeim þótti eðlilegt að dæma Joel Przybilla í eins leiks bann fyrir þessa grófu vanvirðingu við dómarann. Hann mun þéna um 171 milljón ISK þetta árið sem þýðir að þetta bann mun kosta hann tæplega 2,1 milljón ISK miðað við gengi dagsins og 82 leiki spilaða.
Eðlilegt?
Kwame Brown sendir rusl frá Dwight Howard upp í stúku
Las D12 eins og blaðið frá í gær.
Labels:
Block,
Dwight Howard,
Face,
Kwame Brown
Damian Lillard klárar Pelikanana
Einstaklega vel gert hjá guttanum...
Labels:
Damian Lillard,
FTW,
Nýliðar,
Vel gert
Sunday, December 16, 2012
Vel gert Miami Heat
Kann að meta þetta framtak hjá Miami Heat liðinu...
Labels:
Miami Heat,
Vel gert
Damian Lillard skólar San Antonio Spurs
Þú hlýtur að hafa "game" ef þú færð menn til að hlaupa svona á dræfinu. School is in session, punks.
JaVale McGee er Plastic Man
Þó hann vaði nú ekki í vitinu blessaður, þá verður að viðurkennast að drengurinn er hálfgert viðundur með skrokk sem virðist geta teygst endalaust á.
Labels:
Block,
Freak,
JaVale McGee,
WTF
Ricky Rubio er kominn aftur
Töframaður með boltann þessi drengur...
Labels:
Clownin',
Nice,
Ricky Rubio,
Sendingar
Saturday, December 15, 2012
Anthony Davis er að spila fantagóðan bolta
Friday, December 14, 2012
Wednesday, December 12, 2012
12 dagar til jóla
12 dagar til jóla þann 12.12.'12 og því nauðsynlegt að birta mynd við hæfi. Það er "geitin" sjálf Michael Jordan, aldrei þessu vant í búningi nr. 12 hjá Chicago Bulls árið 1990. Búningnum hans nr. 23 hafði verið stolið þetta kvöld og fékk hann þennan til afnota í staðinn. Það sló kauða ekki svo mikið út af laginu þar sem hann smellti 49 kvikindum í trýnið á Orlando Magic.
Jason Kidd lokar á Brooklyn Nets
Frábærlega teiknað leikkerfi og magnað skot hjá Kidd... en good call hjá Jeff Van Gundy með sóknarvilluna. Þetta hefði átt að vera no-call eða sóknarvilla hjá Kidd.
Vandræði í Englaborginni
Lakers hafa nú tapað 13 leikjum það sem af er þessu tímabili. Í 10 af þessum 13 tapleikjum hefur Kobe skorað yfir 30 stig. Lakers eru 1-10 þegar Kobe skorar yfir 30 stig.
Vörnin hjá Lakers er hreint skelfileg þrátt fyrir að vera með Kobe, Artest og Howard innanborðs, sem allir eru fastagestir í NBA All-Defence liðunum. Liðsvörnin og hjálparvörnin er engin.
Það hjálpar heldur ekki að vera með þjálfara sem undirbýr lið sitt í heilan hálftíma varnarlega fyrir leiki.... heilar 30 mínútur, Mike! C'mon.
Anderson Varejao leikur sér að Lakers
Trúðar Howard upp í loftið, treður í grímuna á Jordan Hill og vælir svo á leiðinni til baka um ollara frá Hill. Grow a pair, Anderson.
Labels:
Anderson Varejao,
Clownin',
Dunks,
Facial,
Sultur
Tuesday, December 11, 2012
Sunday, December 9, 2012
Chris Botch
Chris Bosh klúðrar hér þremur troðslum í röð. Vel gert, vinur.
Labels:
Chris Bosh,
Fail,
Like a Bosh,
LOL
Troðsla ársins
NBA, College, Ísland... hvar sem er... þá er þetta troðsla ársins. Call or no-call. Bull dómur að dæma ruðning á þetta. Vítalínan, takk fyrir!
Labels:
College boltinn,
Dunks,
Facial,
Flug,
RUGL
Friday, December 7, 2012
Thursday, December 6, 2012
Tvöföld smettun frá Caron Butler á Kaman
Fyrst hendin í grillið á honum og svo troðslan á skallann á honum.
Labels:
Caron Butler,
Chris Kaman,
Diss.is,
Dunks,
Face,
Facepalm,
Facial
Wednesday, December 5, 2012
Tuesday, December 4, 2012
Monday, December 3, 2012
Sunday, December 2, 2012
Friday, November 30, 2012
Coach Pops kann þetta allt
Ég ætla ekki að eyða orðum í þá vitleysu sem upp hefur komið í NBA deildinni um að refsa Popovich og Spurs fyrir að hafa ekki mætt með sína bestu leikmenn til leiks í uppáhaldsborgina hans David Stern þessa dagana. Slíkar æfingar eins og boðaðar hafa verið að setja sektir og jafnvel bönn á þjálfarann eru deildinni til háborinnar skammar og enn einn vitnisburðurinn um markaðsvélina sem ræður ríkjum þarna. Menn mega ekki þjálfa liðin sín eftir eigin hentugleik lengur, heldur þarf að beygja sig eftir þeirri eftirspurn sem er fyrir á "markaðnum". Hrein og klár vitleysa og ætti ekki einu sinni að vera til tals.
En hvað um það. Gregg Popovich er snillingur - bæði að þjálfa liðið sitt og einnig að svara bjánalegum spurningum fréttamanna á gólfinu. Hér tekur hann Charles Barkley á kné og rassskellir með orðunum einum.
Takið samt eftir því að í viðtalinu talar Pops um að eina leiðin til að spila gegn feiknasterkri vörn Miami Heat liðsins er að halda tempóinu eins hröðu og hægt er. Sterkar varnir vilja hægan bolta. Kíkið á næstu færslu fyrir neðan í framhaldinu.
En hvað um það. Gregg Popovich er snillingur - bæði að þjálfa liðið sitt og einnig að svara bjánalegum spurningum fréttamanna á gólfinu. Hér tekur hann Charles Barkley á kné og rassskellir með orðunum einum.
Takið samt eftir því að í viðtalinu talar Pops um að eina leiðin til að spila gegn feiknasterkri vörn Miami Heat liðsins er að halda tempóinu eins hröðu og hægt er. Sterkar varnir vilja hægan bolta. Kíkið á næstu færslu fyrir neðan í framhaldinu.
Samband hraða leiks og skilvirkni varnar
Það ætti enginn að velkjast í vafa um að ég er varnarsinnaður körfuknattleiksáhugamaður og er þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ná árangri í íþróttinni nema með einhverjum vísi að almennilegum varnarleik. Ég hef hins vegar alltaf haldið að stífum varnarleik fylgi hægur leikhraði. Þess vegna náði þessi grein á HoopData blogginu að fanga athygli mína þar sem könnuð er fylgni milli hraða leiks (e. Pace) og skilvirkni varnarleiks (e. Defensive Rating eða DRgt) hjá NBA liðum undanfarin 6 tímabil. Gögnin þar sýna ótvírætt að því hraðari leik sem NBA lið spila, þeim mun minni skilvirkni í varnarleik liðanna. Hljómar eðlilega, ekki satt?
Mér datt í hug að fá það staðfest hvort þetta "náttúrulögmál" ætti ekki við í úrvalsdeild karla hér á Íslandi. Aðferðin sem um ræðir er leitnigreining (e. Trend Analysis) á fylgni (e. Correlation) milli fyrrnefndra tveggja þátta. Greiningin á HoopData sýndi að með hækkandi "pace", hækkar "DRgt". DRgt er mælikvarði á skilvirkni sóknar sem sýnir skoruð stig andstæðings fyrir hverjar 100 sóknir. Þeim mun hærra DRgt gildi, þeim mun lakari vörn. Gögnin sem ég kannaði ná aftur til 2008-2009 tímabilsins og spanna þar með 5 tímabil að yfirstandandi tímabili meðtöldu.
Niðurstöðurnar komu vægast sagt á óvart. Íslenskur körfubolti virðist vera í algerri andstöðu við þessa speki, því neikvæð fylgni mælist milli þessara tveggja þátta miðað við þau gögn sem könnuð voru.
Mér datt í hug að fá það staðfest hvort þetta "náttúrulögmál" ætti ekki við í úrvalsdeild karla hér á Íslandi. Aðferðin sem um ræðir er leitnigreining (e. Trend Analysis) á fylgni (e. Correlation) milli fyrrnefndra tveggja þátta. Greiningin á HoopData sýndi að með hækkandi "pace", hækkar "DRgt". DRgt er mælikvarði á skilvirkni sóknar sem sýnir skoruð stig andstæðings fyrir hverjar 100 sóknir. Þeim mun hærra DRgt gildi, þeim mun lakari vörn. Gögnin sem ég kannaði ná aftur til 2008-2009 tímabilsins og spanna þar með 5 tímabil að yfirstandandi tímabili meðtöldu.
Niðurstöðurnar komu vægast sagt á óvart. Íslenskur körfubolti virðist vera í algerri andstöðu við þessa speki, því neikvæð fylgni mælist milli þessara tveggja þátta miðað við þau gögn sem könnuð voru.
HoopData könnuðu einnig annan þátt sem getur sýnt fram á skilvirkni varnar en það er eFG% (Efficient Field Goal %) andstæðings. Sú könnun rökstuddi fyrri skoðun þeirra félaga hjá HoopData, svo ég ákvað að gera sambærilega könnun á okkar gögnum. Niðurstaðan var á sömu leið. Þeim mun hraðari bolti þeim mun lakari skotnýting andstæðinga. Línan varð aðeins brattari ef eitthvað er.
Óþarfi hins vegar að láta þar við sitja svo ég reyndi að kanna hvað gæti mögulega valdið þessari "skekkju", ef svo mætti kalla.
Í könnun sem ég setti á Facebook síðu gamla bloggsins vildi ég kanna viðhorf körfuboltaáhugafólks til hraða leiksins sem spilaður er hérna heima. Niðurstaðan úr þeirri könnun var að yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda taldi hraðan bolta vera spilaðan hérna á Íslandi, eða 92%. Sú niðurstaða á við rök að styðjast miðað við samanburð við NBA deildina á sama tíma. Meðaltal á pace síðustu 5 ára í NBA er um 77 (leiðrétt fyrir mínútufjölda) á meðan það er 82 hér á Fróni á sama tímabili. Einnig vekur athygli að munur á pace milli efstu og neðstu liða hvers árs er umtalsvert meiri á hér á landi en í NBA. Myndin hér að neðan sýnir þróun á pace á þessum 5 tímabilum sem könnuð voru og meðaltal efstu 6 liðanna og þeirra sem eru í neðri hluta töflunnar í lok hvers árs.
Eins og sjá má er þróunin upp á við og leikur liðanna er að verða sífellt hraðari. Auk þess er bilið á milli neðstu 6 liðanna og þeirra efstu sífell að þrengjast, en þó er enn töluverður munur þar á milli. Í NBA deildinni er nánast enginn munur á milli meðaltals pace efstu 15 liðanna og neðstu 15. Deildin spilar nánast öll á sama hraða.
Af þessu má leiða líkum að því að betri lið úrvalsdeildarinnar hér á Íslandi spili að meðaltali hraðari bolta en hin og nái, eins og gefur að skilja, betri árangri í vörn með sterkari hóp en hin liðin. Það skýrir að einhverju leyti hvers vegna íslenski boltinn er þvert á móti NBA deildinni hvað þessa athugun varðar.
Til gamans má geta að ef skoðuð eru meðaltöl á skilvirkni varna (DRgt) þessara sömu liða á sama tímabili þá má sjá að bilið á milli efri og neðri hlutans í DRgt er sífellt að þrengjast. Það eitt er góð vísbending um að deildin sé sífellt að verða jafnari, í það minnsta hvað varnarleik varðar. Þó verður ekki loku fyrir það skotið að aukið tempo í leik liðanna hafi hér einnig einhver áhrif. Bilið á yfirstandandi tímabili mun eflaust breytast umtalsvert áður en deildin klárast í vor, því þessi staða er tekin eftir einungis fyrstu 5 leiki tímabilsins.
Vert er að hafa í huga:
- Sum tímabilin í gögnunum innihéldu einnig árangur liða í úrslitakeppni en önnur ekki.
- 2012-2013 tímabilið spannar aðeins 5 fyrstu leiki vetrarins.
- Hægt er að fræðast um þau hugtök sem notuð eru hér að ofan í orðalista Basketball-Reference.com.
- Pace er faktor í útreikningi á ORgt/DRgt. Hærra Pace = lægra gildi á ORgt/DRgt ef stigaskor liðanna helst óbreytt.
- Ég set 0,36 faktor á vítaskotin við útreikning á Possessions gildinu, sem hefur áhrif á Pace gildið. Basketball-Reference notar líklegast 0,40 við útreikning á því sama sem kallar á örlítið hærra Pace gildi.
@Emmcee23 á Twitter
Thursday, November 29, 2012
Sunday, November 25, 2012
Wednesday, November 21, 2012
Thursday, November 15, 2012
Wednesday, November 14, 2012
Áhrif Mike D'Antoni á Lakers
Ætti að vera flestum ljóst að Lakers réðu Mike D'Antoni til þjálfara í síðustu viku. Coach Nick skellti í eitt stk myndband um hvað þetta hefur í för með sér fyrir liðið. Ef þessi greining reynist rétt kæmi mér ekki á óvart ef Lakers myndu skipta Pau Gasol út fyrir breidd. Hann er eiginlega óþarfur í sóknarleik D'Antoni.
Labels:
LA Lakers,
No D,
Pau Gasol,
Þjálfaramál
Tuesday, November 13, 2012
Friday, November 9, 2012
Thursday, November 1, 2012
James Harden var á eldi í nótt
37 stig, 12 stoðsendingar, 6 fráköst, 4 stolnir og 2 varin skot. Eðlilegt? OKC, u mad?
Wednesday, October 31, 2012
Monday, October 22, 2012
Thursday, October 18, 2012
Tuesday, October 16, 2012
Friday, October 12, 2012
Thursday, October 11, 2012
Wednesday, October 10, 2012
Sonur Manute Bol
Bol Bol er aðeins á þrettánda ári en strax orðinn 195cm á hæð...
Labels:
Bol Bol,
Framtíðin,
Manute Bol,
Ungviðið
Monday, October 8, 2012
Árni Ragnarsson - Freak of Statistic Nature
Það vakti enga furðu fyrir mér að Kiddi Friðriks hjá Mogganum valdi Árna Ragnarsson mann leiks Fjölnis og KR í gær. Það vita eflaust flestir til hvers drengurinn er megnugur en það vita kannski fæstir hve "outlandish" andvanced tölfræði-liðum hann póstar. 17 stig og 21,3 í framlag í leik segja ekki alla söguna. Skoðum nokkra frá þessum átta leikjum sem hann náði að spila í fyrrra.
TS% 63,8%
eFG% 63,0%
ORB% 31,7% (þess má geta að J'Nathan Bullock hjá Grindavík var með 34,6%)
STL% 42,0%
TOV% aðeins 9,4%
Asst/Tov Ratio 2,91
PER 27,8 (hæst allra íslenskra leikmanna, J'Nathan Bullock 29,0 og Travis Holmes 29,6)
og allt þetta á aðeins 19,5% Usg%.
Fylgist með honum í vetur.
Þeir sem vilja frekari upplýsingar um hvað þessar skammstafanir þýða geta fundið þær hér.
(Mynd: Björn Ingvarsson - Karfan.is)
Tuesday, October 2, 2012
Monday, September 24, 2012
Saturday, September 22, 2012
Wednesday, September 12, 2012
Tuesday, September 4, 2012
Monday, September 3, 2012
Muniði eftir Basketball's Best Kept Secret disknum?
Nú þegar það er að nálgast 20 ár síðan sá diskur kom út ætla þessir ummm... snillingar að koma með nýjan.
Friday, August 31, 2012
20 mínútna skotæfing með Steve Nash
Fyrir þá sem furða sig á því hvers vegna Steve Nash er svona mikil ógn utan að velli...
Thursday, August 30, 2012
Áhrif Nash og Howard á Lakers
Ætli það sé óhætt að afhenda Lakers titilinn strax? Held að það verði alla vega nokkuð örugglega Lakers og Heat í úrslitum næstkomandi vor.
Ath að fyrra myndbandið var birt áður en Dwight Howard var sendur til Lakers.
Ath að fyrra myndbandið var birt áður en Dwight Howard var sendur til Lakers.
Wednesday, August 29, 2012
Michael Jordan vs. Kobe Bryant
Ég man ekki til þess að Kobe Bryant hafi nokkurn tíman opinberað það að hans eina markmið í lífinu sé að toppa körfuboltaferil Michael Jordan, þó óteljandi vísbendingar séu því til sönnunar - eins og að skipta númeri sínu í 24 (einu meira en MJ) og taka númer 10 í landsliðinu (einu meira en MJ). Ferlar þessarra leikmanna eru í aðalatriðum nánast þeir sömu fyrir utan einn NBA meistaratitil sem Jordan á yfir Kobe.Það er engu logið um það að það er mikill svipur með þessum leikmönnum en aldrei hef ég sætt mig við miklar samlíkingar á þeim... fyrr en nú þegar ég horfði á myndbandið hér að neðan. Myndband sem sýnir svo ekki verði um vafist að þessir leikmenn eru ekki bara svipaðir á blaði - heldur einnig inni á vellinum. Að horfa á þetta myndband er eins og að horfa á vel heppnaða endurgerð af kvikmynd. Skýrari mynd og betra hljóð... en myndefnið er NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA!
Eftir þetta er ég ekki í nokkrum vafa um að Kobe heldur lista yfir það sem hann á eftir að toppa MJ í og hann er með mynd af honum heima hjá sér sem hann segir daglega við: "I'm coming to get you!"
Tuesday, August 28, 2012
Paul George gerir hið ómögulega
360° Eastbay Funk Dunk.... Hvað er að frétta?!
Labels:
360°,
Dunks,
East Bay Funk Dunk,
RUGL,
WTF
Monday, August 27, 2012
The Legends
Eitt allra magnaðasta Mix-myndband sem ég hef lengi séð... LeBron, Durant, Wade... hvolpar. Þessir gaurar ruddur brautina fyrir þá alla.
LeBron James - Weight Of The World (2012 NBA FINALS MIX)
Via @MaxaMillion711
Labels:
Champs,
Drama,
LeBron James,
Miami Heat,
Mix
Wednesday, August 1, 2012
LeBron James kennir fólki að troða körfubolta
Ómannlegt þetta kvikindi...
Labels:
Dunks,
LeBron James,
Sick,
Sýnikennsla
Wednesday, July 25, 2012
Jonas Valanciunas stöffar á Pavel Ermolinski
Ísland var engin fyrirstaða fyrir sterku ólympíuliði Litháa í vináttuleik í gær. Ekki svosem furða þar sem litháíska liðið samanstendur af alla vega 3 ef ekki fleiri NBA leikmönnum. Hér er einn þeirra, Toronto Raptors leikmaðurinn og sjöfetungurinn Jonas Valanciunas að troða all hressilega á kollinn á honum Pavel Ermolinski.
101-51 var niðurstaðan en fyrir okkur sem sjáum alltaf glasið hálffullt, verður það ekki að teljast afrek að halda þessu liði "bara" í 101 stigi? Jus'sayin.
101-51 var niðurstaðan en fyrir okkur sem sjáum alltaf glasið hálffullt, verður það ekki að teljast afrek að halda þessu liði "bara" í 101 stigi? Jus'sayin.
Monday, July 23, 2012
Hvíta súkkulaðið er enn með þetta
...og Scottie Pippen treður ennþá eins og enginn sé morgundagurinn.
Friday, July 20, 2012
Thursday, July 19, 2012
Wednesday, July 18, 2012
Monday, July 16, 2012
Saturday, July 14, 2012
Áhrif skóframleiðenda eru ómæld í NBA deildinni
Í vikunni sá ég tvít frá Doug Thonus sem er bloggari á Chicago Bulls Confidential blogginu, þar sem hann útilokaði skipti sem kæmu Dwight Howard til Chicago. Ekki það að ég hafi verið að halda í mér andanum þar til D12 fer til Chicago, en það var hins vegar ástæðan sem vakti snögglega athygli mína.
The only way this changes is if Howard agrees to an extension with Chicago which he won't because Adidas will kill his contract
— Doug Thonus (@dougthonus) July 13, 2012
Þar hafiði það! Adidas skó-risinn og spons-samningurinn hans við Dwight Howard eru áhrifabreyta í vali leikmannsins á vinnustað í framtíðinni.
Staðreyndin er hins vegar sú að Adidas eru nú þegar með skrilljóna-samning við Chicago Bulls leikmanninn Derrick Rose og hafa ekkert að gera við Dwight Howard í sama liði. Einhvers staðar las ég líka að það er termination-klausa í samningnum hans ef hann fer í eitthvað af hinum "Adidas liðunum".
Howard gæti tapað eitthvað á bilinu 3-10 milljónum dollara við að semja við Chicago. Maður hugsar þá, so what... Nike pikka hann upp áður en Adidas henda samningnum hans í tætarann. Jú, mögulega en þar væri hann bara einn af einhverjum 5-10 leikmönnum sem fá fría skó og mæta annað slagið í photoshoot fyrir Nike. Hjá Adidas er hann einn af tveimur aðalmönnunum.
Eitt sinn hélt ég að það væri heiðurinn að fá greitt fyrir að spila hina fögru íþrótt í bestu deild í heimi sem keyrði menn áfram... en það er orðið morgunljóst að Benjamin Franklin sálugi keyrir þessa deild áfram en ekki faðir körfuboltans, James Naismith.
Staðreyndin er hins vegar sú að Adidas eru nú þegar með skrilljóna-samning við Chicago Bulls leikmanninn Derrick Rose og hafa ekkert að gera við Dwight Howard í sama liði. Einhvers staðar las ég líka að það er termination-klausa í samningnum hans ef hann fer í eitthvað af hinum "Adidas liðunum".
Howard gæti tapað eitthvað á bilinu 3-10 milljónum dollara við að semja við Chicago. Maður hugsar þá, so what... Nike pikka hann upp áður en Adidas henda samningnum hans í tætarann. Jú, mögulega en þar væri hann bara einn af einhverjum 5-10 leikmönnum sem fá fría skó og mæta annað slagið í photoshoot fyrir Nike. Hjá Adidas er hann einn af tveimur aðalmönnunum.
Eitt sinn hélt ég að það væri heiðurinn að fá greitt fyrir að spila hina fögru íþrótt í bestu deild í heimi sem keyrði menn áfram... en það er orðið morgunljóst að Benjamin Franklin sálugi keyrir þessa deild áfram en ekki faðir körfuboltans, James Naismith.
Friday, July 13, 2012
Public Enemy - I Shall Not Be Moved (Video)
"This is a test to see if this song & video can get 10% play of NGsInParis exposing the corporate takeover of hiphop" - Chuck D
Thursday, July 12, 2012
Wednesday, July 11, 2012
Monday, July 9, 2012
Monday, July 2, 2012
Friday, June 29, 2012
Thursday, June 28, 2012
Nýliðavalið er í kvöld
Nýliðavalið í NBA þetta árið verður í kvöld á miðnætti okkar tíma. Flestir spá því að himnalengjan með þriggjametra vænghafið, Anthony Davis verði valinn nr. 1 af New Orleans Hornets. Persónulega held ég að þessi drengur eigi ekki eftir að gera neinar rósir í NBA boltanum fyrir utan það að blokka nokkra bolta. Held reyndar að sá sem flestir spá að fylgi honum fast á eftir í vali nr. 2, Michael Kidd Gilchrist muni standa sig heldur betur. Verst bara að hann endar þá hjá skítaliði í Charlotte Bobcats.
En hvað veit ég?
En hvað veit ég?
Tuesday, June 19, 2012
Friday, June 15, 2012
Thursday, June 14, 2012
Wednesday, June 13, 2012
Þáttur Nick Collison í sigri OKC Thunder í leik 1 gegn Heat
Thunder-liðsmenn mættu til leiks í fyrri hálfleik fyrsta leiks Oklahoma og Miami um úrslit NBA deildarinnar í nótt, með örlítinn vott af Finals jitters. Menn voru ekki að skjóta af öryggi og vörnin var hálfrugluð á köflum í fyrsta hluta. Scott Brooks segir það að miklu leyti vera því um að kenna að Spoelstra ruglaði öllum match-uppum fyrir þennan leik. T.d. byrjaði LeBron James að dekka Kendrick Perkins og þar fram eftir götunum. Brooks sagði að það hafi tekið rúmlega fyrsta fjórðung að ná áttum vegna þessa auk þess sem Battier og Chalmers voru að negla niður skotum út um allt.
Að mínu mati fór ekkert að ganga hjá Thunder liðinu fyrr en maður að nafni Nick Collison var settur inn á í staðinn fyrir Kendrick Perkins. Perkins er eiginlega tiltölulega gagnslaus í þessari seríu þar sem Miami hefur enga sérstaka ógn í teignum.
Collison er einstaklega klókur körfuboltaspilari og tímasetningar hans og hreyfing án boltans eru til fyrirmyndar. Tölfræði hans ber engan veginn vitnisburð um afrek hans í þessum leik fyrir utan kannski þau 10 fráköst (5 í sókn) sem hann reif niður á aðeins 21 mínútu.
Ef könnuð er "advanced" tölfræði leiksins er framlag hans ótvírætt. 80% TS% og eFG%, hann reif niður um 30% af öllum fráköstum sem í boði voru, og 16% sókna liðsins flæddi í gegnum hann, á meðan hann var inni á vellinum. Önnur tölfræði frá Nerdnumbers.com sem kallast "Wins Produced" eða framlag leikmanns til árangurs liðsins, sýnir hins vegar betur en allt annað hver var mikilvægast leikmaður liðsins miðað við spilaðar mínútur. WP-gildi Collison í leiknum var 0,20 - næst á eftir Kevin Durant sem var með 0,38. Ef þetta gildi er hins vegar skoðað miðað við 48 leiknar mínútur er Collison með hæsta gildið eða 0,453.
Að mínu mati fór ekkert að ganga hjá Thunder liðinu fyrr en maður að nafni Nick Collison var settur inn á í staðinn fyrir Kendrick Perkins. Perkins er eiginlega tiltölulega gagnslaus í þessari seríu þar sem Miami hefur enga sérstaka ógn í teignum.
Collison er einstaklega klókur körfuboltaspilari og tímasetningar hans og hreyfing án boltans eru til fyrirmyndar. Tölfræði hans ber engan veginn vitnisburð um afrek hans í þessum leik fyrir utan kannski þau 10 fráköst (5 í sókn) sem hann reif niður á aðeins 21 mínútu.
Ef könnuð er "advanced" tölfræði leiksins er framlag hans ótvírætt. 80% TS% og eFG%, hann reif niður um 30% af öllum fráköstum sem í boði voru, og 16% sókna liðsins flæddi í gegnum hann, á meðan hann var inni á vellinum. Önnur tölfræði frá Nerdnumbers.com sem kallast "Wins Produced" eða framlag leikmanns til árangurs liðsins, sýnir hins vegar betur en allt annað hver var mikilvægast leikmaður liðsins miðað við spilaðar mínútur. WP-gildi Collison í leiknum var 0,20 - næst á eftir Kevin Durant sem var með 0,38. Ef þetta gildi er hins vegar skoðað miðað við 48 leiknar mínútur er Collison með hæsta gildið eða 0,453.
Þessi sería fer hressilega af stað en ef Miami ætlar ekki að spila betri vörn en þetta (DRgt 120,2 í þessum leik) þá er ég ansi hræddur um að leikirnir í seríunni verði fáir. Wade þarf líka að fara að ákveða sig hvort hann ætlar að taka þátt í sóknarleik liðsins eða ekki.
Kevin Durant átti hins vegar stórleik fyrir heimamenn og tókst að skrá nafn sitt í sögubækurnar við það að skora næstflest stig leikmanna í sínum fyrsta Finals leik með 36 stig. Aðeins Allen Iverson skoraði meira eða 48 á móti Lakers 2001.
Tuesday, June 12, 2012
Líkindi úrslita í NBA Finals samkvæmt veðbönkum
Bandaríkjamenn hata ekki að setja pening undir úrslit íþróttakappleikja og eru NBA Finals engin undantekning þar. Samkvæmt Oddsshark.com eru mestu líkurnar á því að Oklahoma Thunder loki þessu í sex leikjum eða 11:4 með lægsta stuðulinn 2,75.
Sigurlið | Fj.leikja | Líkindi | Stuðull |
OKC Thunder | 4 | 9:1 | 9,00 |
OKC Thunder | 5 | 6:1 | 6,00 |
OKC Thunder | 6 | 11:4 | 2,75 |
OKC Thunder | 7 | 14:5 | 2,80 |
Miami Heat | 4 | 15:1 | 15,00 |
Miami Heat | 5 | 13:2 | 6,50 |
Miami Heat | 6 | 8:1 | 8,00 |
Miami Heat | 7 | 7:1 | 7,00 |
Fyrsta og annað sætið í MVP kosningu mætast í úrslitum
Í tólfta sinn í sögu NBA deildarinnar mætast í Finals, verðmætasti leikmaður deildarinnar og sá sem lenti í öðru sæti í þeirri kosningu. Hér að neðan eru þeir taldir upp sem mæst hafa í úrslitum, MVP á undan og annað sætið á eftir. Þeir sem stóðu uppi sem meistarar eru feitletraðir.1957 - Bob Cousy vs. Bob Pettit
1961 - Bill Russell vs. Bob Pettit
1963 - Bill Russell vs. Elgin Baylor
1967 - Wilt Chamberlain vs. Nate Thurmond
1970 - Willis Reed vs. Jerry West
1980 - Kareem Abdul-Jabbar vs. Julius Erving
1985 - Larry Bird vs. Magic Johnson
1991 - Michael Jordan vs. Magic Johnson
1992 - Michael Jordan vs. Clyde Drexler
1997 - Karl Malone vs. Michael Jordan
1998 - Michael Jordan vs. Karl Malone
2012 - Kevin Durant vs. LeBron James
Í níu af þessum ellefu skiptum sem þetta hefur gerst, hefur verðmætasti leikmaður deildarinnar unnið titilinn. Í hin tvö skiptin voru það ómannleg kvikindi eins og MJ og Magic sem brutu þá reglu. Í níu af þessum ellefu skiptum hefur liðið sem vann meistaratitilinn verið með heimavallarréttindin og enn og aftur voru það Magic og Jordan sem leiddu þar sín lið alla leið.
Sagan er ekki með LeBron James þessa ferðina frekar en fyrri daginn. Það getur hins vegar allt gerst í Finals og það er það sem gerir þessa íþrótt svo skemmtilega.
Ég segi hins vegar að Oklahoma Thunder muni taka þessa seríu í sex leikjum.
Brandon Bass smellir í grillið á Dwyane Wade
Vel lesið hjá Bass. Hann átti fínan leik í leik 7.
Labels:
Brandon Bass,
Dunks,
Dwyane Wade,
Facial
Friday, June 8, 2012
Subscribe to:
Posts (Atom)