Ruslið hefur sameinast vef Karfan.is og munu allar fréttir og greinar Ruslsins birtast hér eftir þar. Samstarf sem á eftir að efla báða vefi til muna.
Sunday, August 4, 2013
Thursday, July 25, 2013
Stór orð frá Derrick Rose
Aðspurður um hver sé besti leikmaður NBA deildarinnar þessa stundina er svarið: Derrick Rose.
Tuesday, July 23, 2013
Saturday, July 20, 2013
Free agent sumarið 2014 - hvar endar Lebron James?
Samfélagsmiðlar loga þessa dagana með alls konar tillögur og uppástungur af því hvert Lebron James muni fara að loknu næsta tímabili, þ.e. sumarið 2014. Margar tilgátur eru uppi, en fastlega má gera ráð fyrir því að LBJ taki sína ákvörðun út frá því hvar hann getur unnið sem flesta titla sem fyrst. Samningur Lebron rennur þó ekki út, heldur eru næstu tvö ár, þ.e. 2014-2015 og 2015-2016 player option ár, þar sem Lebron hefur valið um að halda áfram með Miami og þiggur fyrir það $20,6 og $22,1 milljónir, nú eða ekki og þá þarf hann að finna sér nýtt lið - THE DECISION II.
Svona áður en vaðið er út í pælingarnar, þá er ágætt að hafa á hreinu hvaða hámarkssamning lið geta boðið leikmanni eins og Lebron. Árið 2014 verður hann kominn með 11 ára reynslu, sem setur hann í 10+ ára max contract flokkinn. Leikmenn sem falla í þann flokk geta fengið max 35% af cap space-i. Talið er að þakið verði $62,5 milljónir fyrir 2014-2015 tímabilið, en það þýðir þá að hægt verði að bjóða LBJ að hámarki $21,875,000 fyrir fyrsta árið. Það er litlu meira en það sem hann fengi hvort eð er með því að halda áfram hjá Heat.
Af hverju Miami Heat?
Það má fastlega gera ráð fyrir að Heat séu sterkir kandídatar til að halda Lebron, enda hefur hann unnið sína titla með þeim og það verður að telja líklegt að þeir fari aftur í finals 2014. Það eru hins vegar ákveðin veikleikamerki á rosternum sem komu berlega í ljós í playoffs núna og líklegt er að þau verði enn greinilegri næsta tímabil. Heilsan á Wade er spurningamerki, rulluspilararnir eru flestir orðnir nokkuð aldnir og það er alvarleg vöntun á stórum mönnum. Svo er jafnframt spurning hvað Riley nær að gera varðandi þá veikleika sem birtust í úrslitakeppninni, þar sem þeir liðu fyrir skort á nothæfum stórum mönnum og þurfa með einhverju móti að bæta úr því. Það er því góð spurning hvort Miami sé sá áfangastaður sem hentar markmiðum LBJ best, en það er alveg ljóst að Miami verður frontrunner þegar kemur að því að semja.
Af hverju Cleveland Cavaliers?
Fyrir það fyrsta, þá er Lebron frá Ohio. Hins vegar urðu viðskilin ekki góð 2010 og spurning hvort einhver sár séu ekki enn gróin um heilt gagnvart íbúum Cleveland og Dan Gilbert eiganda liðsins. Varðandi liðið sjálft, þá eru þeir búnir að koma sér í aðstöðu til að landa stórstjörnu, enda eiga þeir mikið cap room auk þess sem leikmennirnir sem eru þá á launaskrá teljast allir vel nothæfir, svo framarlega sem þeir eru þá heilir. Cavs eru ekki með neinn guaranteed contract á launaskránni hjá sér eftir 2013-2014 tímabilið, en eftirfarandi leikmenn eru Team Option: Varajeao $9,8mill Kyrie $7,5mill Tristan Thompson $5,4mill Dion Waiters $4,2mill Alonzo Gee $3,3mill Zeller $1,7mill Ef þeir pikka upp öll options þá er það $31,9 + $12 mill í Bynum = 43,9mill. Það er lítið mál að setja upp dæmi þar sem þeir sleppa leikmanni eins og t.d. Gee eða Zeller og bjóða Lebron max. Það væri þá ekkert slor starting 5: Kyrie - Waiters - LBJ - Varajeo - Bynum Anthony Bennett er þá að koma af bekknum + einhverjir free agents, þetta lið gæti jafnvel orðið sterkara en Heat og með leikmenn sem complementa hvorn annan betur. Það má líka setja inn í jöfnuna að LBJ hefur opinberlega lýst yfir hrifningu sinni á Kyrie Irving, það verður því að teljast vel mögulegt að LBJ snúi aftur "heim".
Af hverju Chicago Bulls?
Möguleikar Bulls felast í því að nota amnesty á Boozer, sem er ansi líklegt að verði niðurstaðan næsta sumar. Þannig komast þeir nógu langt undir launaþakið til að bjóða Lebron ansi nálægt max. Bulls eru með $44,5 mills í guaranteed contracts hjá sér fyrir 2014/2015 tímabiliðm en það gefur þeim tækifæri til að skella $18 mill tilboði í LBJ. Byrjunarlið Bulls gæti þá verið: Rose, Butler, LBJ, Gibson, Noah - það yrði algjör hryllingur að reyna að skora á þetta lið. Við þetta bætist Mirotic auk þess sem Dunleavy, Teague, Hinrich og Snell eru að koma inn af bekknum. Hvort þetta geti talist líklegt eða ekki verður tíminn að leiða í ljós, en fyrir harða aðdáendur Bulls er þetta klárlega spennandi möguleiki. Það má telja líklegt að lið sem þetta gæti orðið dynasty, enda sterkt í öllum stöðum á báðum endum vallarins.
Af hverju Lakers?
Lakers eru með tvo samningsbundna leikmenn fyrir 2014-2015 tímabilið, þá Steve Nash og Robert Sacre, en saman þiggja þeir rétt rúmlega $10,6 milljónir í laun fyrir það tímabil. Þá á eftir að semja við Kobe, en spurning er hvort annað sé verjandi fyrir Lakers en að semja við eina helstu hetju Los Angeles borgar. Kobe hefur lýst því yfir að hann sé ekki tilbúinn að gefa afslátt af eigin launum til að lokka leikmenn til LA auk þess sem Kobe er aldrei að fara að sætta sig við að vera option númer 2. Það þýðir að nái Lakers að semja við Kobe og Lebron, þá eru aðeins um $8,2 milljónir eftir af launaþakinu og líklegt að það lið yrði að treysta um of á stórstjörnurnar. Það má spyrja sig að því hvort svoleiðis umhverfi heilli Lebron, enda gæti það tekið nokkur ár að byggja upp lið í kringum hann.
Af hverju Knicks?
Það er ákveðið challenge að spila í New York, jafnframt er það ákveðið challenge fyrir New York að stilla öllu þannig upp að hægt verði að semja við Lebron. Þeir eru með Stoudemire á $23,4 milljónum og Carmelo er með $23,5 milljóna player option, sem líklegt er að hann nýti sér. Auk þess eru Tyson Chandler, Bargnani, Felton, Tim Hardaway Jr., Metta World Peace, JR Smith og Prigioni með samning við liðið og því ljóst að eitthvað mikið þarf að gerast svo hægt verði að finna pláss undir launaþakinu fyrir Lebron. Þó Knicks hafi verið nefndir til sögunnar, þá verður þessi áfangastaður að teljast hvað ólíklegastur af þeim sem áður hafa verið nefndir.
Af hverju Spurs?
Einn besti þjálfarinn í NBA; Parker, Duncan, Leonard og Ginobili eru allir með samning áfram og þeir eiga cap room í max contract. Hver vill mæta þessu byrjunarliði: Parker, Leonard, Lebron, Duncan, Splitter? San Antonio er hins vegar lítill markaður og það er margreynt og sannað að leikmenn þar fá ekki jafn miklar aukatekjur, þar sem markaðssvæðin gefa ekki jafn mikið af sér og New York, Chicago og Los Angeles. Ef Lebron er bara að hugsa um að vinna titla, þá gefast ekki mikið betri tækifæri til þess en hjá Spurs.
Önnur lið sem gætu boðið max samning næsta sumar eru Atlanta Hawks (guaranteed contracts $31,140,680), Charlotte Bobcats/Hornets ($18,190,330), Dallas ($15,048,000), Detroit ($13,778,388 - það vantar reyndar samning Josh Smith inn í þá tölu), Golden State ($39,034, 997), Milwaukee Bucks ($27,780,000 - það vantar reyndar samning Carlos Delfino inn í þá tölu), Orlando Magic ($26,750,500), Philadelphia 76ers ($15,761, 995), Phoenix Suns ($33,479,780), Sacramento Kings ($37,852,606), Utah Jazz ($5,470,960), Washington Wizards ($25,941,819).
Hvað sem öðru líður, þá er gefið mál að þetta verður eitt heitasta umræðuefnið fram í júlí 2014, svo framarlega sem LBJ taki ekki af allan vafa sjálfur fyrir þann tíma.
Svona áður en vaðið er út í pælingarnar, þá er ágætt að hafa á hreinu hvaða hámarkssamning lið geta boðið leikmanni eins og Lebron. Árið 2014 verður hann kominn með 11 ára reynslu, sem setur hann í 10+ ára max contract flokkinn. Leikmenn sem falla í þann flokk geta fengið max 35% af cap space-i. Talið er að þakið verði $62,5 milljónir fyrir 2014-2015 tímabilið, en það þýðir þá að hægt verði að bjóða LBJ að hámarki $21,875,000 fyrir fyrsta árið. Það er litlu meira en það sem hann fengi hvort eð er með því að halda áfram hjá Heat.
Af hverju Miami Heat?
Það má fastlega gera ráð fyrir að Heat séu sterkir kandídatar til að halda Lebron, enda hefur hann unnið sína titla með þeim og það verður að telja líklegt að þeir fari aftur í finals 2014. Það eru hins vegar ákveðin veikleikamerki á rosternum sem komu berlega í ljós í playoffs núna og líklegt er að þau verði enn greinilegri næsta tímabil. Heilsan á Wade er spurningamerki, rulluspilararnir eru flestir orðnir nokkuð aldnir og það er alvarleg vöntun á stórum mönnum. Svo er jafnframt spurning hvað Riley nær að gera varðandi þá veikleika sem birtust í úrslitakeppninni, þar sem þeir liðu fyrir skort á nothæfum stórum mönnum og þurfa með einhverju móti að bæta úr því. Það er því góð spurning hvort Miami sé sá áfangastaður sem hentar markmiðum LBJ best, en það er alveg ljóst að Miami verður frontrunner þegar kemur að því að semja.
Af hverju Cleveland Cavaliers?
Fyrir það fyrsta, þá er Lebron frá Ohio. Hins vegar urðu viðskilin ekki góð 2010 og spurning hvort einhver sár séu ekki enn gróin um heilt gagnvart íbúum Cleveland og Dan Gilbert eiganda liðsins. Varðandi liðið sjálft, þá eru þeir búnir að koma sér í aðstöðu til að landa stórstjörnu, enda eiga þeir mikið cap room auk þess sem leikmennirnir sem eru þá á launaskrá teljast allir vel nothæfir, svo framarlega sem þeir eru þá heilir. Cavs eru ekki með neinn guaranteed contract á launaskránni hjá sér eftir 2013-2014 tímabilið, en eftirfarandi leikmenn eru Team Option: Varajeao $9,8mill Kyrie $7,5mill Tristan Thompson $5,4mill Dion Waiters $4,2mill Alonzo Gee $3,3mill Zeller $1,7mill Ef þeir pikka upp öll options þá er það $31,9 + $12 mill í Bynum = 43,9mill. Það er lítið mál að setja upp dæmi þar sem þeir sleppa leikmanni eins og t.d. Gee eða Zeller og bjóða Lebron max. Það væri þá ekkert slor starting 5: Kyrie - Waiters - LBJ - Varajeo - Bynum Anthony Bennett er þá að koma af bekknum + einhverjir free agents, þetta lið gæti jafnvel orðið sterkara en Heat og með leikmenn sem complementa hvorn annan betur. Það má líka setja inn í jöfnuna að LBJ hefur opinberlega lýst yfir hrifningu sinni á Kyrie Irving, það verður því að teljast vel mögulegt að LBJ snúi aftur "heim".
Af hverju Chicago Bulls?
Möguleikar Bulls felast í því að nota amnesty á Boozer, sem er ansi líklegt að verði niðurstaðan næsta sumar. Þannig komast þeir nógu langt undir launaþakið til að bjóða Lebron ansi nálægt max. Bulls eru með $44,5 mills í guaranteed contracts hjá sér fyrir 2014/2015 tímabiliðm en það gefur þeim tækifæri til að skella $18 mill tilboði í LBJ. Byrjunarlið Bulls gæti þá verið: Rose, Butler, LBJ, Gibson, Noah - það yrði algjör hryllingur að reyna að skora á þetta lið. Við þetta bætist Mirotic auk þess sem Dunleavy, Teague, Hinrich og Snell eru að koma inn af bekknum. Hvort þetta geti talist líklegt eða ekki verður tíminn að leiða í ljós, en fyrir harða aðdáendur Bulls er þetta klárlega spennandi möguleiki. Það má telja líklegt að lið sem þetta gæti orðið dynasty, enda sterkt í öllum stöðum á báðum endum vallarins.
Af hverju Lakers?
Lakers eru með tvo samningsbundna leikmenn fyrir 2014-2015 tímabilið, þá Steve Nash og Robert Sacre, en saman þiggja þeir rétt rúmlega $10,6 milljónir í laun fyrir það tímabil. Þá á eftir að semja við Kobe, en spurning er hvort annað sé verjandi fyrir Lakers en að semja við eina helstu hetju Los Angeles borgar. Kobe hefur lýst því yfir að hann sé ekki tilbúinn að gefa afslátt af eigin launum til að lokka leikmenn til LA auk þess sem Kobe er aldrei að fara að sætta sig við að vera option númer 2. Það þýðir að nái Lakers að semja við Kobe og Lebron, þá eru aðeins um $8,2 milljónir eftir af launaþakinu og líklegt að það lið yrði að treysta um of á stórstjörnurnar. Það má spyrja sig að því hvort svoleiðis umhverfi heilli Lebron, enda gæti það tekið nokkur ár að byggja upp lið í kringum hann.
Af hverju Knicks?
Það er ákveðið challenge að spila í New York, jafnframt er það ákveðið challenge fyrir New York að stilla öllu þannig upp að hægt verði að semja við Lebron. Þeir eru með Stoudemire á $23,4 milljónum og Carmelo er með $23,5 milljóna player option, sem líklegt er að hann nýti sér. Auk þess eru Tyson Chandler, Bargnani, Felton, Tim Hardaway Jr., Metta World Peace, JR Smith og Prigioni með samning við liðið og því ljóst að eitthvað mikið þarf að gerast svo hægt verði að finna pláss undir launaþakinu fyrir Lebron. Þó Knicks hafi verið nefndir til sögunnar, þá verður þessi áfangastaður að teljast hvað ólíklegastur af þeim sem áður hafa verið nefndir.
Af hverju Spurs?
Einn besti þjálfarinn í NBA; Parker, Duncan, Leonard og Ginobili eru allir með samning áfram og þeir eiga cap room í max contract. Hver vill mæta þessu byrjunarliði: Parker, Leonard, Lebron, Duncan, Splitter? San Antonio er hins vegar lítill markaður og það er margreynt og sannað að leikmenn þar fá ekki jafn miklar aukatekjur, þar sem markaðssvæðin gefa ekki jafn mikið af sér og New York, Chicago og Los Angeles. Ef Lebron er bara að hugsa um að vinna titla, þá gefast ekki mikið betri tækifæri til þess en hjá Spurs.
Önnur lið sem gætu boðið max samning næsta sumar eru Atlanta Hawks (guaranteed contracts $31,140,680), Charlotte Bobcats/Hornets ($18,190,330), Dallas ($15,048,000), Detroit ($13,778,388 - það vantar reyndar samning Josh Smith inn í þá tölu), Golden State ($39,034, 997), Milwaukee Bucks ($27,780,000 - það vantar reyndar samning Carlos Delfino inn í þá tölu), Orlando Magic ($26,750,500), Philadelphia 76ers ($15,761, 995), Phoenix Suns ($33,479,780), Sacramento Kings ($37,852,606), Utah Jazz ($5,470,960), Washington Wizards ($25,941,819).
Hvað sem öðru líður, þá er gefið mál að þetta verður eitt heitasta umræðuefnið fram í júlí 2014, svo framarlega sem LBJ taki ekki af allan vafa sjálfur fyrir þann tíma.
Thursday, July 18, 2013
Kenneth Faried blindfullur að spjalla við TMZ
"Sexy individual" Hress strákur.
Labels:
Kenneth Faried,
MAFS,
Manimal
Wednesday, July 17, 2013
Klámleikkonan Jessie Rogers gefur okkur 6 ástæður til að hlæja að Miami Heat
"The confetti cum shot." Aaaaahahahahaha!
Labels:
Grín,
Haterade,
Haterz gonna hate,
LOL,
Miami Heat
Tuesday, July 16, 2013
Metta World Peace og New York Knicks snúa á kjarasamninginn
Í lok síðustu viku leystu Los Angeles Lakers Metta World Peace (MWP og áður þekktur sem Ron Artest) undan samningi hjá sér með ákvæði í kjarasamningi NBA leikmanna sem heitir "The Amnesty Clause". Sú regla leyfir liði að losa sig við leikmann og laun hans undan launaþakinu og refsiskattsmörkunum.
MWP tjáði sig hátt um það að hann hefði engan áhuga á að spila í NBA á næsta tímabili og ætlaði bara til Kína til að spila og þá mögulega fótbolta. Í gær kom það svo í ljós að hann hafði samið við New York Knicks fyrir næstu tvö ár fyrir skiptimynt.
Þessi snúningur var samsettur svo MWP gæti samið við það lið sem hann vildi fyrir lítin pening án þess að tapa því sem hann átti inni.
Ég ætla að gera tilraun til að útskýra hvernig.
Amnesty reglan virkar þannig að vilji lið losa sig við leikmann á þann hátt fer sá leikmaður á "waivers" sem kallað er. Það er ástand sem varir í tvo sólarhringa þar til leikmaðurinn losnar endanlega undan samningi við liðið sem sleppir honum.
Í millitíðinni geta hins vegar önnur lið tekið við samningnum og þurfa þá að bjóða að lágmarki það sem munar á milli heildarsamnings leikmanns og því sem er tryggt (e. guaranteed). Það lið sem býður hæstu upphæðina nær í leikmanninn og bjóði tvö lið sömu upphæðina hlýtur það lið sem er með verri árangur í deildinni vinninginn.
Þetta þýðir að slök lið hafa ótvíræðan forgang að leikmönnum sem leystir eru undan samningi á þennan hátt - en reyndir og þekktir leikmenn (e. veterans) hafa kannski ekki endilega áhuga á að leika með þannig liðum. Þess vegna lýsti MWP því yfir að hann hefði engan áhuga á að spila í deildinni áfram og var því að senda liðum deildarinnar þau skilaboð að hann vildi ekki að neitt lið tæki upp samninginn hans á þessu tveggja sólarhringa tímabili.
Um leið og "waiver" tímabilinu lauk tilkynntu MWP og NYK að samið hefði verið til tveggja ára um $1,6 milljónir, eða það sem Knicks áttu eftir af sinni Mini Mid-Level Exception (sem er ein af mörgum undanþágum sem lið fá til að sleppa við refsiskattinn).
...og hér kemur rúsínan í pylsuendanum: Los Angeles Lakers þurfa samt sem áður að greiða MWP þær $7,3 milljónir sem liðið skuldar honum fyrir næsta leiktímabil.
Hvers vegna? Jú, þegar lið losar sig við leikmann með Amnesty og annað lið tekur við honum þá losnar það við allar skuldbindingar við leikmanninn ef það tekur allan samninginn (e. full waiver claim) eða skuldar enn leikmanninum mismuninn af því sem hitt liðið býður (e. partial waiver claim) og því sem eftir er og tryggt af gamla samningnum. Ef leikmaðurinn hins vegar verður óskuldbundinn með lausan samning (e. unrestricted free agent) eftir tveggja sólarhringa tímabilið getur hann samið við hvaða lið sem er fyrir hvaða upphæð sem er AUK ÞESS að fá greitt það sem tryggt var af því sem eftir var að samningi hans við hitt liðið.
Flestir þekktir og reyndir leikmenn eins og MWP eru með allan samninginn tryggðan og því þurfa Lakers að greiða MWP það sem þeir sömdu um á sínum tíma.
Með þessari fléttu tókst Knicks að tryggja sér þjónustu MWP fyrir lítin pening og sleppa við refsiskatt af því auk þess sem MWP tryggir sér fína viðbót á samning sinn við Lakers.
Mögulegt er að þetta hafi verið gert með vitund stjórnenda Lakers þar sem það er nokkuð líklegt að eitthvað af neðri liðum deildarinnar með pláss undir þakinu hefði tekið að sér samning MWP, og Lakers sloppið við það sem þeir skulda honum. Lakers hafa hins vegar ekki kvartað yfir þessu fyrirkomulagi því ekki ólíklegt að þeir hafi gefið því blessun sína.
Lakers voru á vissan hátt nauðbeygðir til að losa sig við MWP en það allt hins vegar gert í góðu og allir sáttir. Mögulegt að þessi flétta sé ástæðan fyrir því, þó hún kosti Lakers dágóðan skilding.
Meira um kjarasamning NBA deildarinnar: Larry Coon's CBA FAQ
MWP tjáði sig hátt um það að hann hefði engan áhuga á að spila í NBA á næsta tímabili og ætlaði bara til Kína til að spila og þá mögulega fótbolta. Í gær kom það svo í ljós að hann hafði samið við New York Knicks fyrir næstu tvö ár fyrir skiptimynt.
Þessi snúningur var samsettur svo MWP gæti samið við það lið sem hann vildi fyrir lítin pening án þess að tapa því sem hann átti inni.
Ég ætla að gera tilraun til að útskýra hvernig.
Amnesty reglan virkar þannig að vilji lið losa sig við leikmann á þann hátt fer sá leikmaður á "waivers" sem kallað er. Það er ástand sem varir í tvo sólarhringa þar til leikmaðurinn losnar endanlega undan samningi við liðið sem sleppir honum.
Í millitíðinni geta hins vegar önnur lið tekið við samningnum og þurfa þá að bjóða að lágmarki það sem munar á milli heildarsamnings leikmanns og því sem er tryggt (e. guaranteed). Það lið sem býður hæstu upphæðina nær í leikmanninn og bjóði tvö lið sömu upphæðina hlýtur það lið sem er með verri árangur í deildinni vinninginn.
Þetta þýðir að slök lið hafa ótvíræðan forgang að leikmönnum sem leystir eru undan samningi á þennan hátt - en reyndir og þekktir leikmenn (e. veterans) hafa kannski ekki endilega áhuga á að leika með þannig liðum. Þess vegna lýsti MWP því yfir að hann hefði engan áhuga á að spila í deildinni áfram og var því að senda liðum deildarinnar þau skilaboð að hann vildi ekki að neitt lið tæki upp samninginn hans á þessu tveggja sólarhringa tímabili.
Um leið og "waiver" tímabilinu lauk tilkynntu MWP og NYK að samið hefði verið til tveggja ára um $1,6 milljónir, eða það sem Knicks áttu eftir af sinni Mini Mid-Level Exception (sem er ein af mörgum undanþágum sem lið fá til að sleppa við refsiskattinn).
...og hér kemur rúsínan í pylsuendanum: Los Angeles Lakers þurfa samt sem áður að greiða MWP þær $7,3 milljónir sem liðið skuldar honum fyrir næsta leiktímabil.
Hvers vegna? Jú, þegar lið losar sig við leikmann með Amnesty og annað lið tekur við honum þá losnar það við allar skuldbindingar við leikmanninn ef það tekur allan samninginn (e. full waiver claim) eða skuldar enn leikmanninum mismuninn af því sem hitt liðið býður (e. partial waiver claim) og því sem eftir er og tryggt af gamla samningnum. Ef leikmaðurinn hins vegar verður óskuldbundinn með lausan samning (e. unrestricted free agent) eftir tveggja sólarhringa tímabilið getur hann samið við hvaða lið sem er fyrir hvaða upphæð sem er AUK ÞESS að fá greitt það sem tryggt var af því sem eftir var að samningi hans við hitt liðið.
Flestir þekktir og reyndir leikmenn eins og MWP eru með allan samninginn tryggðan og því þurfa Lakers að greiða MWP það sem þeir sömdu um á sínum tíma.
Með þessari fléttu tókst Knicks að tryggja sér þjónustu MWP fyrir lítin pening og sleppa við refsiskatt af því auk þess sem MWP tryggir sér fína viðbót á samning sinn við Lakers.
Mögulegt er að þetta hafi verið gert með vitund stjórnenda Lakers þar sem það er nokkuð líklegt að eitthvað af neðri liðum deildarinnar með pláss undir þakinu hefði tekið að sér samning MWP, og Lakers sloppið við það sem þeir skulda honum. Lakers hafa hins vegar ekki kvartað yfir þessu fyrirkomulagi því ekki ólíklegt að þeir hafi gefið því blessun sína.
Lakers voru á vissan hátt nauðbeygðir til að losa sig við MWP en það allt hins vegar gert í góðu og allir sáttir. Mögulegt að þessi flétta sé ástæðan fyrir því, þó hún kosti Lakers dágóðan skilding.
Meira um kjarasamning NBA deildarinnar: Larry Coon's CBA FAQ
Monday, July 15, 2013
Heimsfriðurinn til New York borgar
Queensbridge, NY afkvæmið Metta World Peace hefur samið við New York Knicks fyrir skiptimynt eða rúmlega $1,5 milljón á ári í tvö ár með valrétt á seinna árinu. Mikill fengur fyrir Knicks fyrir ekki meiri pening og gaman fyrir MWP að enda ferilinn heima í New York.
Sunday, July 14, 2013
Gömul andlit á nýjum stöðum
Jrue Holiday
Andre Iguodala
Darren Collison
Jared Dudley
Tyreke Evans
Dwight Howard
JJ Redick
Josh Smith
Paul Milsap
Al Jefferson
Friday, July 12, 2013
Wednesday, July 10, 2013
Spiderman pönkar nokkra gaura á körfuboltavellinum
Áður en þið comics-lúðarnir froðufellið þá verð ég samt að benda ykkur á að þetta er ekki Kóngulóarmaðurinn, heldur AND 1 liðsmaðurinn The Professor.
Kelly Olynyk sýnir sínar bestu hliðar í sumardeildinni
Boston Celtics eru væntanlega sáttir við nýliðann sinn það sem af er í sumardeildinni í Orlando. 7 feta gutti sem getur skotið fyrir utan og sett boltann í gólfið og keyrt að körfunni.
25 stig og 7 fráköst gegn Orlando Magic.
21 stig og 9 fráköst gegn Detroit Pistons.
25 stig og 7 fráköst gegn Orlando Magic.
21 stig og 9 fráköst gegn Detroit Pistons.
Tuesday, July 9, 2013
Nokkur handklæðasveiflandi viðbrögð leikmanna á bekkjunum
Þetta er að því er virðist, orðið keppni milli liða...
Ice Cube tjáir sig um Dwight Howard
Ég spái því að Kobe Bryant eigi eftir að syngja einhvern tímann á sviði: "Yo Dwight, tell me how my ass tastes!"
Monday, July 8, 2013
Aaron Gordon treður í FIBA U19 landsleik
Hvernig fer drengurinn að því að klára þessa troðslu?
Labels:
Dunks,
FIBA,
Ungir pungar
Saturday, July 6, 2013
Flóttinn frá Los Angeles
Það er nett íronía í því og eiginlega sprenghlægilegt að John Carpenter hafi árið 1996 ákveðið að láta þessa mynd gerast árið 2013.
Thursday, July 4, 2013
Tuesday, July 2, 2013
Knicks-Raptors skiptin
New York Knicks fóru illa út úr samskiptum sínum við Indiana Pacers í úrslitakeppninni í vor þar sem illa gekk að koma boltanum oní körfuna framhjá Roy Hibbert. Dolan og félagar í Knicks brugðust við þessum vanda í gær með að skipta út Marcus Camby, Quentin Richardson, Steve Novak, einum valrétt í fyrstu umferð 2016 og tveimur valréttum í annari umferð 2014 og 2017 til Toronto fyrir Andrea Bargnani.
Í fljótu bragði virðast Toronto augljós sigurvegari í þessum skiptum. Margir í Toronto fagna þessu og t.d. hafa blaðamenn í þar í borg skrifað að Raptors hafi ekki bara tekist að láta Knicks taka við illa lyktandi rusli sínu heldur einnig tekist að láta þá borga dýrum dómi fyrir það.
Það er ekkert leyndarmál að Ítalinn hafi ekki skilað því til Toronto liðsins sem ætlast hafði verið af honum. Hann hleypur frá fráköstum og gæti ekki spilað vörn til að bjarga lífi sínu. Hann getur hins vegar skotið boltanum fyrir utan teiginn og þá einna helst þriggja stiga skotinu á toppinum.
64% af skotum Bargnani komu af fimm metra færi eða utar í vetur og 370 af 425 skotum hans á sama tímabili voru stökkskot á meðan 55 voru troðslur, sniðskot eða tip-in. Hann var með aðeins 49 skottilraunir (55% nýting) við hringinn í vetur á meðan t.d. Chris Bosh var með 335 (72% nýting) og Hibbert með 404 (55% nýting). Þannig að það er nokkuð óhætt að álykta að Knicks séu ekki að sækjast eftir nærveru hans inni í teignum.
Án efa er það markmið New York Knicks að fá miðherja sem er 7 fet, getur myndast við að setja hindrun fyrir Melo og poppað svo út í langskotið. Takist þetta verða varnarmiðherjar eins og Hibbert að yfirgefa teiginn til að hindra skotið og opna þannig leiðina að körfunni fyrir aðra leikmenn. Knicks hafa ekki mikið upp á síðkastið verið að stressa sig á varnarleik og til eru aðrir leikmenn sem geta tekið fráköst og varist eins og t.d. Tyson Chandler.
Með þessu geta Knicks róterað Chandler, Stoudamire og Bargnani sem hver hefur sinn styrkleika.
Þetta er hins vegar mikil áhætta. Bæði vegna þess að Knicks þurfa að treysta því að hann hitti almennilega auk þess sem Knicks létu frá sér ansi verðmikla valrétti í skiptunum. Frákasta- og varnarfælni Bargnani gæti einnig orðið til vandræða. Þessir þættir voru ekki beint til fyrirmyndar hjá Knicks í vetur. Í versta falli eru Knicks þá með stóran samning sem rennur út 2014 og gæti því orðið mikils virði fyrir lið sem vilja komast undir launaþakið.
Knicks geta hins vegar ekki hugsað til langs tíma því Melo þyrstir nú, meira en nokkurn tímann, í sinn fyrsta titil og hann er á hátindi ferils síns akkúrat núna.
Monday, July 1, 2013
Nýjasti starfsmaður New York Knicks
Maður iðar í skinninu að fá að vita hvað New York Knicks vita meira en allir aðrir um hann Andrea Bargnani.
Friday, June 28, 2013
Thursday, June 27, 2013
Wednesday, June 26, 2013
Monday, June 24, 2013
LeBron James landar NBA meistaratitlinum með þessu skoti
Skot sem San Antonio Spurs voru búnir að ögra honum að skjóta alla seríuna. Skot sem hann hafði hitt illa úr á móti Spurs. Skot sem landaði titlinum.
Labels:
Champs,
FTW,
LeBron James,
Miami Heat
Friday, June 21, 2013
Wednesday, June 19, 2013
Einn allra besti leikur í úrslitaseríu sem leikinn hefur verið
Þessi fer í sögubækurnar, það er klárt...
LeBron James náði þrefaldri tvennu í leik 6
32 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Einn af fáum sem hafa verið með þrefalda tvennu í leik sem hefði getað slegið annað hvort liðið út. Þar á meðal eru Magic Johnson, Wes Unseld, Bill Russell, James Worthy og Jerry West.
Fór fyrst í gang eftir að ennisbandið fauk af honum.
Fór fyrst í gang eftir að ennisbandið fauk af honum.
Tuesday, June 18, 2013
Tony Parker leikur sér að Miami Heat vörninni í leik 5
Alveg sama hver var að dekka hann - LeBron, Wade, Cole, Chalmers, Battier eða Miller - Tony Parker keyrði á þá og skoraði að vild.
Tveir floppmeistarar mætast
Finnst í raun magnað að Battier hafi reynt að þræta um þetta. Hefði sjálfur gert það sama í sömu stöðu.
Labels:
Flop,
Manu Ginobili,
Shane Battier,
WTF
Monday, June 17, 2013
Friday, June 14, 2013
Thursday, June 13, 2013
Jordan/LeBron reglurnar
Allir sem hafa atvinnu af því að skrifa um körfubolta hafa tjáð sig um leik 3 í úrslitunum og flestir viðrað skoðun sína á því hvernig LeBron gerði upp á bak í honum eða eitthvað á þá leið.
Eina greinin hins vegar sem að mínu mati er eitthvað vit í er grein eftir Mike Prada frá SBNation.com. Hún gerir minna af því að drulla yfir leikmanninn LeBron James og meira af því að greina hvernig liðið San Antonio Spurs fór að því að lágmarka frammistöðu hans í leiknum.
Í stuttu máli segir greining Mike, eins og reyndar flestar aðrar, að Spurs hafi gefið LeBron 1-2 metra af plássi allan leikinn, en lokað teignum með stífri hjálparvörn og alltaf gefið honum skotið af miðlungsfæri innan við þriggja stiga línuna.
Í hvert skipti sem LeBron reyndi að keyra að körfunni tóku á móti honum að lágmarki 3 leikmenn Spurs í teignum. Þá er lítið annað eftir en að taka þessi skot sem þeir voru að gefa honum - nema hvað þau voru bara ekki að detta oní.
LeBron James er fín skytta á þessum stað. Hann hitti um 48% skota sinna á þessum stað á leiktímabilinu en um 13% skota hans komu þaðan. Þessi nýting hefur hins vegar fallið í 42% í úrslitakeppninni og skotunum fækkað niður í 9%.
LeBron James líður best þegar hann getur keyrt inn í teiginn og klárað við hringinn eða gefið boltann út til einhverra sem annað hvort keyra að körfunni eða bíða fyrir utan eftir skotinu. Þetta var ekki í boði í leik 3 og þegar skotið hans er ekki að detta er einfaldlega búið að taka manninn úr umferð.
Þegar ég las þessa grein rifjaði ég upp myndband sem er ítarleg samantekt á "Jordan reglum" Detroit Pistons í lok níunda áratugarins. Jordan reglurnar gengu út á það að hleypa Michael Jordan ekki undir neinum kringumstæðum inn í teiginn og allra síst eftir endalínunni. Gáfu honum skotið en tóku af honum leiðina að körfunni. Eini munurinn á milli aðferða Pistons og Spurs er að strákarnir hans Popovich eru umtalsvert blíðhentari en slæmu strákarnir hans Chuck Daly hér forðum.
Munurinn á því hvernig þessir tveir leikmenn hins vegar brugðust við þessu er sá að LeBron James brotnaði niður, fór að skjóta og skaut illa, Michael Jordan keyrði aftur og aftur að körfunni þrátt fyrir þéttsetinn teiginn.
Annar munur á milli þessara leikmanna er að af þeim leikjum sem mestu máli skipta vinnur Jordan langflesta sína en LeBron síður.
Til er aðferð sem heitir Leverage Index og metur vægi leikja í úrslitakeppni með líkindareikiningi. Þar vega mest leikir sem sveifla líkindum á sigrí í seríunni yfir til sigurliðsins. Þeir leikir sem valda mestri hækkun á fyrrnefndum líkindum eru mikilvægustu leikirnir.
Af tólf mikilvægustu leikjum sem Jordan og LeBron hafa spilað í úrslitum (Finals) lið Jordan unnið 11 leiki en lið LeBron unnið 6. Með öðrum orðum er Jordan með 92% vinningshlutfall í tólf mikilvægustu leikjum hans á ferlinum í úrslitum en LeBron 50%.
Jordan spilaði einnig langoftast mjög vel í þessum leikjum.
Jordan spilaði einnig langoftast mjög vel í þessum leikjum.
LeBron James er laaaaangsamlega hæfileikaríkasti körfuboltamaður á jarðríki. Maðurinn er brynvarinn skriðdreki inni á vellinum og enginn sem kemur honum nálægt líkamlega í heiminum. Það er einnig vitað að skilningur hans á leiknum er mjög mikill.
En er hann jafn þrjóskur, þver og svo kappsamur að það situr á mörkum andlegrar geðheilsu líkt og Michael Jordan hefur alltaf verið?
Það sem Michael Jordan skorti líkamlega bætti hann upp með andlegum og sálrænum styrk.
Þegar LeBron James tekst að byggja hann upp verður hann fyrst ósigrandi.
Wednesday, June 12, 2013
San Antonio Spurs setja met í þriggja stiga körfum skoruðum í úrslitaleik
Sextán þristar! 16/32 nýting eða 50% sem er betra en þeir hittu innan línunnar. Fáránlegt afrek í úrslitum NBA deildarinnar.
Monday, June 10, 2013
Friday, June 7, 2013
Thursday, June 6, 2013
Hamarinn
Hamarinn er leikkerfi sem við munum sjá mikið af í úrslitunum milli Spurs og Heat. Frekar einfalt kerfi en gríðarlega árangursríkt hjá San Antonio sem er með öll vopn til að nýta það til hins ítrasta.
Fylgist með þessu í nótt.
Fylgist með þessu í nótt.
Wednesday, June 5, 2013
Joey Crawford mun líklega ekki dæma í úrslitunum
NBA deildin veltir nú vöngum yfir því hvort óhætt sé að láta Joey Crawford dæma einhvern af þeim mögulega 7 leikjum sem leiknir verða í úrslitunum. Ástæðan er þessi mynd sem hér er að ofan.
Þeir sem hafa horft á NBA boltann undanfarin ár vita hins vegar að það er ekki mikil ást milli Spurs leikmanna og þá einna helst Tim Duncan annars vegar og dómarans umdeilda Joey Crawford hins vegar.
Við munum öll eftir þessu, ekki satt?
Monday, June 3, 2013
Verticality reglan í NBA deildinni
Undanfarið hefur mikið farið fyrir lítt þekktri reglu í NBA deildinni sem kallast "The Rule of Verticality" en hún er sem hér segir skv. skýringum sem fylgja leikreglum NBA deildarinnar:
Kafli II - liður A(2). - 6. mgr.
A player is entitled to a vertical position even to the extent of holding his arms above his shoulders, as in post play or when double-teaming in pressing tactics.
Any player who conforms to the above is absolved from responsibility for any contact by an opponent which may dislodge or tend to dislodge such player from the position which he has attained and is maintaining legally. If contact occurs, the official must decide whether the contact is incidental or a foul has been committed.
Í stuttu máli segir hún að varnarmaður geti teygt sig lóðrétt upp og jafnvel hoppað beint upp á móti sóknarmanni á þess að fá á sig villu við árekstur. Varnarmaður verður hins vegar að hoppa þráðbeint upp og hafa hendurnar beinar upp í loftið til þess að þessi regla eigi við.
Sums staðar hef ég lesið að þessi regla eigi við jafnvel þótt varnarmaður sé staddur fyrir innan hálfhringinn (e. The Restricted Area) þegar árekstur verður.
Roy Hibbert, miðherji Indiana Pacers, notfærir sér þessa reglu óspart og hefur einnig notið góðs af henni. Skemmst er að minnast þegar LeBron James fékk á sig sóknarvillu í sjötta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar á laugardagskvöld.
Hibbert stekkur beint upp, að vísu ekki með hendurnar þráðbeint upp, en tekur höggið frá LeBron sem setur bæði hnéð og olnbogann á undan sér til að skýla boltanum.
Þetta er tvísýnn dómur en réttur ef eitthvað er að marka reglurnar.
Önnur regla á einnig við hér sbr. fyrrnefndar skýringar:
Kafli II - Liður C. 13. mgr.
An offensive foul shall be assessed if the player initiates contact in a non-basketball manner (leads with his foot, an unnatural extended knee, etc.).
Sama var dæmt þegar Shane Battier fékk á sig sóknarvillu við svipaðar aðstæður.
Kafli II - liður A(2). - 6. mgr.
A player is entitled to a vertical position even to the extent of holding his arms above his shoulders, as in post play or when double-teaming in pressing tactics.
Any player who conforms to the above is absolved from responsibility for any contact by an opponent which may dislodge or tend to dislodge such player from the position which he has attained and is maintaining legally. If contact occurs, the official must decide whether the contact is incidental or a foul has been committed.
Í stuttu máli segir hún að varnarmaður geti teygt sig lóðrétt upp og jafnvel hoppað beint upp á móti sóknarmanni á þess að fá á sig villu við árekstur. Varnarmaður verður hins vegar að hoppa þráðbeint upp og hafa hendurnar beinar upp í loftið til þess að þessi regla eigi við.
Sums staðar hef ég lesið að þessi regla eigi við jafnvel þótt varnarmaður sé staddur fyrir innan hálfhringinn (e. The Restricted Area) þegar árekstur verður.
Roy Hibbert, miðherji Indiana Pacers, notfærir sér þessa reglu óspart og hefur einnig notið góðs af henni. Skemmst er að minnast þegar LeBron James fékk á sig sóknarvillu í sjötta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar á laugardagskvöld.
Hibbert stekkur beint upp, að vísu ekki með hendurnar þráðbeint upp, en tekur höggið frá LeBron sem setur bæði hnéð og olnbogann á undan sér til að skýla boltanum.
Þetta er tvísýnn dómur en réttur ef eitthvað er að marka reglurnar.
Önnur regla á einnig við hér sbr. fyrrnefndar skýringar:
Kafli II - Liður C. 13. mgr.
An offensive foul shall be assessed if the player initiates contact in a non-basketball manner (leads with his foot, an unnatural extended knee, etc.).
Sama var dæmt þegar Shane Battier fékk á sig sóknarvillu við svipaðar aðstæður.
Sunday, June 2, 2013
Grant Hill hefur lagt skóna á hilluna
Stórkostlegur leikmaður sem þrátt fyrir langan feril þurfti ítrekað að fást við meiðsli á meðan á honum stóð.
Labels:
Grant Hill,
Legends
Saturday, June 1, 2013
LeBron James tók yfir í þriðja hluta leiks 5 gegn Pacers
Sjálfur skoraði LeBron James 16 stig á móti 13 stigum allra Pacers manna í þessum leikhluta. Heat skoruðu samtals 30 stig á móti 13 stigum Pacers til að ganga endanlega frá leiknum.
"I just kind of went back to my Cleveland days at that point and just said, ‘Hey, let’s try to make more plays and be more of a scoring threat as well,’ and just see if the guys would follow me, and just lead them the best I could." - LeBron James
"I just kind of went back to my Cleveland days at that point and just said, ‘Hey, let’s try to make more plays and be more of a scoring threat as well,’ and just see if the guys would follow me, and just lead them the best I could." - LeBron James
Labels:
Beast Mode,
FTW,
LeBron James
Dagur í lífi Roy Hibbert
Framfarir Roy Hibbert undanfarin ár eru undraverðar. Þrátt fyrir að hafa komið úr Georgetown háskólanum sem þekktur er fyrir að framleiða stjörnumiðherja á borð við Patrick Ewing, Alonzo Mourning og Dikembe Mutombo, þá kom hann inn í NBA deildina í svo skelfilegu formi að hann gat varla hlaupið yfir völlinn og hvað þá klárað eina armbeygju.
Síðan eru liði 5 ár, mikið vatn runnið til sjávar og Hibbert orðinn einn langbesti miðherji NBA deildarinnar - staða sem er hægt og rólega að deyja út.
En hvað veldur? Jú, vinna. Það er ekki flóknara. Menn sem hafa fyrir hlutunum og vinna að því sem máli skiptir. Hibbert virðist, ef eitthvað er að marka myndbandið hér að neðan, hafa sett daglegt líf sitt í mjög fastar skorður. Ráðið næringarfræðing til að skipuleggja matarræðið og hittir styrktarþjálfara til að halda 218 cm og 130 kg skrokk hans í góðu formi.
Það er alltaf gleðilegt að sjá þegar ungir körfuboltamenn með skrokk eins og Roy Hibbert taka þjálfun utan vallar alvarlega og vinna á sínum eigin tíma statt og stöðugt að því að verða betri og betri.
Það borgar sig alltaf þegar á botninn er hvolft.
Síðan eru liði 5 ár, mikið vatn runnið til sjávar og Hibbert orðinn einn langbesti miðherji NBA deildarinnar - staða sem er hægt og rólega að deyja út.
En hvað veldur? Jú, vinna. Það er ekki flóknara. Menn sem hafa fyrir hlutunum og vinna að því sem máli skiptir. Hibbert virðist, ef eitthvað er að marka myndbandið hér að neðan, hafa sett daglegt líf sitt í mjög fastar skorður. Ráðið næringarfræðing til að skipuleggja matarræðið og hittir styrktarþjálfara til að halda 218 cm og 130 kg skrokk hans í góðu formi.
Það er alltaf gleðilegt að sjá þegar ungir körfuboltamenn með skrokk eins og Roy Hibbert taka þjálfun utan vallar alvarlega og vinna á sínum eigin tíma statt og stöðugt að því að verða betri og betri.
Það borgar sig alltaf þegar á botninn er hvolft.
Friday, May 31, 2013
NBA - Where Double Standards Happen
Fyrir þetta brot fékk Fuglamaðurinn (sem hefur verið Miami Heat mjög mikilvægur í þessari úrslitakeppni) óíþróttamannslega villu (Flagrant 1) á meðan Nazr Mohammed var hent út úr húsi fyrir svipað gegn LeBron James.
Það er margt skrítið í kýrhausnum.
Thursday, May 30, 2013
Shane Battier tjáir sig um flop ásakanir
No homo.
Labels:
Blaður,
Flop,
Shane Battier
Wednesday, May 29, 2013
LeBron James floppar ekki
"I don't need to flop. I play an aggressive game. I don't flop.
I've never been one of those guys." - Lebron James
Labels:
David West,
Flop,
GIF,
Hressandi,
LeBron James,
WTF
Tuesday, May 28, 2013
Metta World Peace getur út barnabók... auðvitað!
Við misstum öll andlitið þegar Dennis nokkur Rodman gaf út sína fyrstu barnabók í byrjun árs. Hvað er þá eftir nema að fá barnabók frá sjálfum Ron Artest Metta World Peace?
Skemmtilegt hvað hann er nett geðveikur á svipinn á kápu bókarinnar.
Skemmtilegt hvað hann er nett geðveikur á svipinn á kápu bókarinnar.
LeBron James er genatískt viðundur
ESPN Sports Science renna yfir yfirburði LeBron James í öllum þáttum korfuknattleiksíþróttarinnar. Þarf engan að undra eftir þessa samantekt að drengurinn hlær að allri mögulegri samkeppni í deildinni.
Labels:
Freak,
LeBron James,
RUGL
Monday, May 27, 2013
Sunday, May 26, 2013
Besta Gregg Popovich viðtal allra tíma
Doris getur samt sjálfri sér um kennt. Þessar spurningar kölluðu á þessi svör.
In Pop we trust.
In Pop we trust.
Saturday, May 25, 2013
LeBron James tapaði boltanum tvisvar á síðustu mínútu leiks 2
Áður en allir fara að hrópa LeBron sem ekki "clutch" af því hann klúðraði þessum tveimur sóknum verða menn að horfa á a) varnarleikinn hjá David West og sérstaklega Paul George í þessu myndbandi þar sem George fer í gegnum allar hindranir og límir sig eins og tyggjóklessa á LeBron, b) flatan sóknarleik Heat liðsins í þessum sóknum þar sem restin af "The Big Three" hanga langt fyrir utan teiginn og bíða eftir að LeBron klári þetta eða hendi boltanum á þá fyrir langskot.
Wade og Bosh verða að stíga upp og Spoelstra verður að fara að teikna upp eitthvað annað en "iso" kerfi fyrir LeBron til að þetta fari ekki illa fyrir Heat.
Subscribe to:
Posts (Atom)