Wednesday, March 30, 2011

Vel gert Cleveland

Miami lenda 20 stigum undir gegn lakasta liði deildarinnar og tapa með 12.  Jú, vissulega eru tilfinningar í spilinu og Cavs vissulega enn meira hæped fyrir leikinn, en come on.  LeBron með sína þrennu og hlýtur að vera orðinn þreyttur á að mæta alltaf einn til leiks. 

Þetta var fyrsti +10 stiga sigur Cleveland á leiktíðinni en öll önnur lið deildarinnar eru með í það minnsta fjóra +10 stiga sigra.  Epic að það gerist á móti Heat.

Cleveland bekkurinn skoraði 36 á móti 2 stigum Miami bekksins.  Gangi ykkur vel að fara með það inn í úrslitakeppnina, sólstrandargæjar.


Freaky stat dagsins:  Samkvæmt Elias Sports Bureau hefur aðeins einn annars leikmaður í sögu NBA deildarinnar náð þrefaldri tvennu á móti liði sem hann vann MVP verðlaunin með og það var.... you guessed it, Wilt Chamberlain. 

HookUp:  TrueHoop.com

Shannon Brown dagsins

Inhuman...




Monday, March 28, 2011

Carmelo Anthony Quote Machine


"We're going to try to figure it out as a team and you know when it happens them times will be fun. Basketball will be fun again. We won't have to worry about losing eight out of nine, or seven out of eight, or something like that," he said. "You know everybody is going to be smiling again and be happy. Right now, you know is hard to smile right now when you're losing games, I can tell you that."
"For the most part, these are teams we should be beating," Anthony said. "We talk about that among each other — that some of these teams shouldn't even be on the court with us. But they're winning games and it's just something we have to figure out."
Má vera að þetta viðhorf sé vandamál New York Knicks þessa stundina?

Vel gert Derrick Rose

30 stig og career-high 17 stoðsendingar...


Sunday, March 27, 2011

Rose og Thibodeau stimpla sig inn


Háværar raddir fjölmiðla hafa verið undanfarið um MVP ár Derrick Rose þetta tímabilið og réttilega því drengurinn hefur átt stórkostlegan vetur, auk þess sem liðið hefur heldur betur stigið upp núna á seinni hluta tímabilsins.  Þrátt fyrir meiðsli Noah og Boozer hélt Bulls liðið góðri siglingu með stjórn Derrick Rose.  Rose átti til að mynda frábæran leik í sigri Bulls á Bucks í nótt með 30 stig og 17 stoðsendingar - hvorki meira né minna.

Menn sjá hins vegar ekki bara MVP verðlaunin fara til Chicago heldur einnig "Coach Of the Year" í hendur Tom Thibodeau.  Snillingarnir á True Hoop blogginu hjá ESPN tóku saman tölfræði þessu til stuðnings.

Rose í MVP:
  • Rose er nú með 24,9 stig; 4,2 fráköst og 7,9 stoðsendingar í leik þetta árið. Aðeins fjórir aðrir leikmenn í sögu deildarinnar geta stært sig af slíkri tölfræði yfir heilt tímabil - þar á meðal LeBron James í fyrra þegar hann vann MVP verðlaunin.
  • Framlag Rose í stigaskori Bulls í vetur er 42,7%, en þá er átt við skoruð stig og stig frá stoðsendingum.  Þetta er hæsta framlagshlutfallið í deildinni í ár.
  • Nýtnihlutfall Rose er 31,2% - það næsthæsta í deildinni (á eftir Kobe Bryant 32,7%). Nýtnihlutfall (Usage Rate%) er áætlað hlutfall sókna sem fara í gegnum ákveðinn leikmann.
  • Í fjórða leikhluta með 5 stiga mun eða minna milli liða, eykst nýtnihlutfallið hans í 39,5% - hæsta í deildinni við þessi skilyrði.
  • Mikið var fjallað um að Derrick Rose væri að æfa skot sitt fyrir utan bogann í sumar.  Á fyrstu tveim árum sínum í deildinni setti hann niður 32 þrista... samanlagt.  Í ár hefur hann sett niður 112 þrista með 33,2% nýtingu og er orðinn löggild ógn fyrir utan.
  • Annar punktur sem kannski rökstyður ekki neitt en er engu að síður merkilegur, en vinni Rose MVP í vor verður hann sá yngsti í sögu deildarinnar, 22 ára.
Thibodeau sem COY:
  • Bulls eru nú með 53-19 árangur, 73,1% vinninghlutfall - það næstbesta í deildinni á eftir SA Spurs.  Aðeins einn þjálfari í sögu deildarinnar hefur skilað betri árangri á sínu fyrsta ári en það var Paul Westphal hjá 92-93 Phoenix Suns með 62-20 eða 75,6%.  Það lið mætti svo Chicago Bulls í úrslitunum í einni skemmtilegustu úrslitarimmu sem ég man eftir.
  • Chicago Bulls er orðið frábært varnarlið eftir komu Thibs og leyfa aðeins 0,99 stig í hverri sókn andstæðings - lægsta í deildinni. 
  • Bulls hafa bætt vinningshlutfall sitt um 23,1 prósentustig - mesta framför í deildinni þetta árið.
Verði þetta hins vegar að staðreynd þá lýgur sagan ekki um árangur liða sem hafa átt bæði MVP og COY innan sinna raða - 45% þeirra fóru alla leið í úrslitin og 36% þeirra skiluðu inn titli.


HookUp:  True Hoop

Shannon Brown dagsins

Fáránlegt...




Ron Artest getur þetta líka... eiginlega.


The Blake Show er alls staðar




Saturday, March 26, 2011

It's the shoes

D-Wade smellir á Elton Brand...




Kentucky slær út Ohio State

NCAA úrslitakeppnin eða March Madness eins og hún er kölluð er tími óvæntra úrslita.  Ein slík komu upp í nótt þegar Kentucky Wildcats, lið með mjög ungum leikmönnum unnu liðið sem flestir höfðu spáð að færi alla leið og tæki titilinn.  Frábær og æsispennandi leikur eins og svo margir í þessari keppni.  Kentucky mætir svo North Carolina í úrslitum austurriðilsins og það verður svakalegur leikur.  Mikil hefð og rígur milli þessarra liða.




Hvað er að gerast í Boston?

Tapa á heimavelli gegn Charlotte Bobcats af öllum liðum.  Tapa fjórða leikhluta 15-30.  Ekki eins og þetta hafi verið back-to-back leikur.  Nýbúnir að tapa fyrir Memphis á heimavelli einnig. Mjög slæmt fyrir liðið sem flestir höfðu spáð alla leið í úrslitin í sumar sé að falla svona saman á ögurstundu.  Í harðri baráttu um efsta sætið í austrinu við Chicago Bulls og LA Lakers á mikilli siglingu.  Doc Rivers þarf að rífa í hnakkadrambið á þessum strákum.




Tuesday, March 22, 2011

Sacramento Kings diss dagsins


"The Kings are a high-turnover team. You don't have to gamble or be aggressive and go for steals against them to get turnovers. We just let them make the mistakes." - Andre Iguodala
Ouch...

Monday, March 21, 2011

Shaq vs. Barkley

Fyrir þá sem nenna ekki að horfa á Framhaldsskólamótið í Futsal á Rúv - þá er hér alvöru keppni. Shaq vs. Barkley í golfi.

Erfitt að vera DeMarcus Cousins í NBA deildinni

Cousins fær enga ást frá dómurunum þarna.  Slaka aðeins, frændi.




Blake Griffin heldur áfram að niðurlægja evrópska miðherja

Sóknarvilla hvað? The Polish Hammer gets hammered.




Frábær vörn hjá Brandon Roy

en enn betri sókn hjá Kobe Bryant.

Þeir sem vilja æfa sig í varalestri ættu að horfa á X-Mo endursýninguna nokkrum sinnum.




Sunday, March 20, 2011

Ástæðan fyrir nafninu March Madness

Mars-mánuður hefur lengi vel verið kenndur við geðsýki þegar kemur að bandaríska háskólaboltanum. Rökstuðningur fyrir þessari nafngift er að finna í þessu myndbandi þar sem Butler háskólinn nánast tryggir sér sigur, glutrar honum frá sér og nær honum aftur í land - allt á 7 sekúndum! Sveiflurnar í leikjum úrslitakeppni háskólaboltans eru fáránlegar. Reyndir leikmenn missa vitið og ólíklegar stjörnur stíga upp.

Í þessu leik er það þó drengur á fjórða ári, Matt Howard sem sýnir mikinn leikskilning eftir ótrúlegt klúður Shelvin Mack rétt áður, og kemur sér á línuna til að tryggja Butler sigur og senda Pitt í frí.




Hörð villa hjá Andrew Bynum

Andrew Bynum sendi Michael Beasley í gólfið í leiknum milli Lakers og T-Wolves á föstudaginn.  Lakers-menn segja að þetta sé bara "good hard foul" en að mínu mati er þetta rétt dæmt hjá dómurunum. Ég styð harðan varnarleik og physical bolta en menn verða þá alla vega að þykjast fara í boltann þegar þeir taka svona fast á mönnum sem keyra að körfunni. Þetta er bara heimska og Beasley heppinn að slasast ekki.




Friday, March 18, 2011

Why Melo Cut His Hair



Allir að klippa sig!!!

Allen Iverson Cutting His Hair!!



Hvar er meistari A.I.?

Hressandi staðreyndir

Boston Celtics hafa eftir tapið gegn New Jersey, tapað 5 leikjum í röð í seinni leik af back-to-back leikjum. Eru 6-8 í þannig leikjum á tímabilinu. Boston eru með fjórða hæsta meðalaldur leikmanna en samt með lægri en Lakers.

Miami Heat eru 18-20 á móti liðum í deildinni með +50% vinningshlutfall.

Chicago eru í fyrsta sæti austurdeildarinnar, á 8 leikja sigurgöngu og 12-0 í sínum riðli (sem er þó ekki sá allra erfiðasti).



Göngutúr í Miami

Eflaust allir á jarðríki búnir að sjá þessa monster troðslu frá D-Wade yfir Kendrick Perkins, en hefur einhver talið skrefin sem hann tekur rétt áður?  Fyrir utan öll skrefin sem þeir telja í þessu myndbandi sýnist mér þeim yfirsjást að telja stökkið í pivotinu sjálfu, sem myndi telja eitt skref í viðbót.




Thursday, March 17, 2011

Hasar í Hafnarfirði


Aganefnd KKÍ dæmdi Davíð Pál Hermannsson, leikmann Hauka, í þriggja leikja bann fyrir slagsmál við Darko Milosevic, leikmann KFÍ, og þá fékk Darko tveggja leikja bann.

Fyrir gróft og tilefnislaust olnbogaskot á Maríu Lind Sigurðardóttur, leikmanns Hauka, fékk Margrét Kara Sturludóttir tveggja leikja bann. Haukar telja að Margrét hefði átt að fá þyngri dóm. Því máli hefur verið áfrýjað.
- DV.is

March Madness hefst í kvöld

Nú er um að gera að láta reyna á spádómsgáfu sína, raða í brackets og fylgjast með!  March Madness hefst í kvöld.





Monday, March 14, 2011

Fab five

Góð upphitun fyrir komandi átök í March Madness er að horfa á heimildamyndina um The Fab Five.
20 ár eru síðan þeir komu fram á sjónarsviðið saman. Fab Five er gælunafn nýliða Michigan háskólans árið 1991 sem mynduðu eitt sterkasta lið i sögu NCAA.
Við erum að tala um Chris Webber, Jalen Rose, Juwan Howard, Jimmy King og Ray Jackson. Strax á fyrsta ári höfðu þeir myndað þetta svakalega lið og sem freshmenn og sophmores mynduðu þeir byrjunarlið Michigan í 304 leikjum af 350.
Sérstaklega góður kafli í myndinni er þegar ,,ruslatalarinn" (e. trash talk) Jalen Rose fór yfir baráttuna við Duke á þessum árum. Þeir sem að þekkja J. Rose þá kallaði hann ekki allt ömmu sína og hikaði ekki við að rífa kjaft við ,,fínu og ríku pabbastákanna" Grant Hill, Christian Donald Leattner og Bobby Hurley í Duke.
Það sem vakið hefur athygli við gerð þessarar myndar og eftir að hún var sýnd er að C-Webb er hvergi sjáanlegur í henni. Engin viðtöl, bara ekkert. Hvar er Webber? Af hverju tók hann ekki þátt í þessu?
Tengt efni, viðtal við 3 af fab five á ESPN:

Sunday, March 13, 2011

Airball Dunk

Greinilega allt hægt...




Russell Windbrook




Enn ein leðurblakan í San Antonio

En Ginobili leggur ekki í hana þetta skiptið...




Þessi getur stöffað




Körfubolti eða tískusýning?

 

Chris Bosh heldur áfram að tala með rassgatinu...
“My personal style is dressy but loose. I will say, I look to D-Wade and LeBron. They have great personal style, and they pay attention to detail. I am always looking at their belts and scarves. Every game is like a fashion show.”

Stutt í næsta titil hjá Chicago?

"You guys are in store for a lot of other championships," he said during a brief speech at halftime of the Jazz-Bulls game Saturday night. "You look at this team tonight. Don't be surprised if you don't have six more coming."
The G.O.A.T. knows...

Vel gert, Óli!




Friday, March 11, 2011

Barkley er kominn með nóg af Miami væli



Ouch!

Verður eflaust eitthvað vandræðalegt þegar næsta T-Mobile auglýsing verður tekin upp.

Los Angeles Lakers @ Miami Heat í kvöld


Kobe taking his talents to South Beach.  Verður spennandi að sjá hvernig þessi leikur fer.  Cryami Heat eru ekki á sömu siglingu og þeir voru um jólin auk þess sem Lakers virðast vera að ná sér upp úr lægðinni sem hefur verið að hrjá liðið undanfarið. Verður flugeldasýning hjá Kobe eða byggir Kobe múrsteinshús á vellinum? Munu Barnes og Artest lemja einhvern? Fær Chris Bosh eitthvað boltann í seinni hálfleik? Fer einhver að gráta eftir leikinn?

 Miðaverð:  $119 uppi í rjáfri og $8.555 á gólfinu, ef einhver ætlar að skreppa.  Eðlilegt?

Þetta er svakalegur game winning buzzer beater

Kemba Walker hjá UConn sendir Gary McGhee í gólfið með klikkuðu krossover og neglir svo skotinu efst af lyklinum til að senda UConn í undanúrslitin í Big East riðlinum.  Nice.




Derrick Rose er MVP samkvæmt almættinu


"MVP of the season," the Bobcats owner said Wednesday night after the Bulls downed his team 101-84. "He deserves it. He's playing that well, without a doubt."

Then Jordan offered that sly smile.

"And if he doesn't get it, now he will see how I felt a lot of those years," the Bulls' Hall of Famer said.
Vel gert, MJ að snúa viðtali um möguleika ungrar stjörnu á MVP viðurkenningu upp í sjálfan sig og eldgamalt mál sem hann virðist ætla að erfa við NBA deildina það sem eftir er.  Game recognizes game, samt.

HookUp:  Chicago Tribune

Thursday, March 10, 2011

Michael Jordan hjá Letterman 1986


East Bay Funk Dunk yfir bíl?

Það er eitt að troða yfir bíl, en ........ aaaalveg rólegur gæðingur.


Svona á að gera þetta

Skyggnst bak við tjöldin við gerð Steve Nash NBA auglýsingarinnar...




Vel gert, Melo

Melo jarðar Grizzlies með þessu skoti.  Fyrsti game-winner sem leikmaður Knicks.  Þetta er ótrúlega vel afgreitt hjá gaurnum því ekki er mikið hægt að kvarta yfir vörninni hjá Tony Allen þarna.




Hefði Shaq getað bjargað Biggie Smalls?




Andlitsmeðferð dagsins




Mars Blakeman




Nýja Miami Heat logoið



Wednesday, March 9, 2011

Tuesday, March 8, 2011

Kooley High - All Day (Video)

Smooth like butta...

Danny Ainge útskýrir Perkins/Green skiptin



Ainge spjallaði við Dan Shaughnessy frá Boston Globe um skiptin:

"First of all, we were leading the conference because of Shaq. We had a better record with Shaq than we did with Perk. Our offense was better and our defense was at least the same. I don't think Perk is Perk yet. I hope that he becomes that for Oklahoma City's sake. We thought it was going to take some time for Perk. He wasn't the shot-blocker or the rebounder that he's been in the past. We think that by adding Jeff Green (Green had 21 against the Warriors last Friday), Nenad Krstic and Troy Murphy, we think we're a better team than we were. Shaq was starting for us when we had the great run this year. Baby [Glen Davis] was finishing for us. So we basically lost middle minutes."

"Nobody put more time and effort into helping Perk become a better player and a better man than me. I spent so much time with Perk. I feel like I raised him in the NBA. I'm a big fan of Kendrick Perkins. I just think we have every bit as good a team now, and it helps us for the future. And the numbers back that up. Now if Shaq and Jermaine [O'Neal] can't play we could be in trouble. But Perk's out for three weeks right now. He's coming off an ACL tear and he's got a sprained MCL on the other knee, so the health of all of those players is in question. I'm a Perk fan. Love him as a player. But I think he's a player that is not irreplaceable. Time will tell."

Látum einnig fylgja með ummæli Kevin Garnett um Jeff Green um daginn:

“Doc’s a mastermind when it comes to the lineups. He’s throwing some things offensively and defensively, things that we haven’t seen since the James Posey days. Man, I’m telling you, every time I see Jeff Green I’m just more impressed. The versatility of this guy is unbelievable. He’s just helping us so much right now.”

HookUp:  SportsIllustrated.com & Boston Herald

Monday, March 7, 2011

Ekkert klötsj í Miami Heat

Miami Heat virðast eiga erfitt með að klára jafna leiki á lokasekúndunum...




Paul Pierce fer í tímavélina

The Truth is out there...




Shannon Brown stekkur út úr húsinu

Freak!




Passaðu kaffið þitt þegar þú ert á Lakers leikjum

Ron Artest gæti komið fljúgandi í grillið á þér...




Jacob Tucker 2011 Dunk Video



White men can jump!!!!!!

Danny Ainge - snillingur eða fáviti?



Það hefur eflaust farið um marga Celtics fylgjendur í lok síðasta mánaðar þegar Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics gekk frá leikmannaskiptasamningi við Oklahoma Thunder sem sendi Kendrick Perkins og Nate Robinson frá Boston í skiptum fyrir Jeff Green og Nenad Krstic.  Hörðustu Celtics fylgjendur vönduð ekki Ainge kveðjurnar í kjölfarið og vildu meina að arkitektinn að Big 3 formúlunni sem öll stærri lið í deildinni eru nú að ljósrita, væri algerlega að drulla upp á bak. 

Lengi vel var talað um að meiðsl Perkins í úrslitunum sl. sumar hafi gert gæfumuninn fyrir Boston menn og þar hafi í raun mótið klárast fyrir Celtics.  Mikilvægi Perkins fyrir Boston liðið hafi þar með verið undirstrikað margfalt.  Perkins var svo frá leik allan fyrri hluta þessa tímabils sem virtist ekki koma að sök því liðið spilaði eins og vel smurð vél og voru menn farnir að velta því fyrir sér hversu óstöðvandi liðið yrði þegar Perk kæmi aftur til leiks.  Hvað fær þá manninn til að senda þennan máttarstólpa liðsins í burtu nú þegar félagið í þeirri mynd sem það er nú, hefur sóknina af alvöru í átt að úrslitunum þetta árið?

Fyrir það fyrsta þá er engum blöðum um það að fletta að Perkins er hrökkbrauð og stuttu eftir endurkomu hans eftir krossbandsslitin, meiddist hann á hinu hnénu auk þess sem önnur öxlin hefur eitthvað verið honum til ama.  Eftir því sem fram hefur komið í fjölmiðlum reyndi Ainge að semja við Perkins um framlengingu á samningi hans í upphafi þessa árs en Perkins hafi hafnað fjögurra ára samningi upp á $30 milljónir.  Haft var eftir umboðsmanni Perk að hann myndi reyna fyrir sér í free-agency næsta sumar og reyna að fá sem mest út úr því.  LeBron/Cleveland fíaskóið hefur kennt mönnum að hengja sig ekki of mikið á orð leikmanna og Ainge því ákveðið að toga í gikkinn og senda Perk í burtu, því ekki hefði hann fengið neitt fyrir hann annars. En hvað fékk hann í staðinn?


205 cm háan, gríðarlega athletic small forward í Jeff Green og þokkalegan center í Nenad Krstic.  Jeff Green hefur verið að koma af bekknum hjá Celtics, skoraði nú síðast 21 stig í sigri á Golden State, en Krstic hefur komið sér vel fyrir í byrjunarliðinu á meðan Shaq er meiddur.  Celtics yngja upp og búa jarðveginn fyrir uppbyggingu eftir að The Big 3 leggja skóna á hilluna.  Hver veit nema sóknarleikur liðsins hressist aðeins með Green á harðahlaupum og Rondo verði ekki sá eini í liðinu sem komist í Top 10 vikunnar.  Krstic er annálaður bad-ass eftir stólakastið sitt í "vináttuleiknum" gegn Grikklandi í fyrra.  Þessir drengir eiga þó eftir að sanna sig í úrslitakeppninni þar sem Perkins hefur reynst Celtics dýrmætastur.

Sem færir okkur einmitt að því sem hvers vegna Oklahoma Thunder lætur frá sér tvo spræka leikmenn í staðinn fyrir Kendrick Perkins.  Perk er ekki sá framtakssamasti í sókninni en maðurinn getur dekkað nánast hvaða 7 fetara sem hent er á hann.  Pau Gasol á eflaust erfitt með svefn nú þegar hann mun þurfa að fást við Perk mun fyrr í úrslitakeppninni.  Thunder hefur ekki skort sóknarþunga en vörnin hefur verið pappírsþunn og vantað allan massa í hana.  Það hangir hins vegar á heilsu Perkins það sem eftir lifir tímabils hvort Thunder hafi sett upp stálvegg í teignum hjá sér... eða keypt köttinn í sekknum.  Stjórnendur Thunder eru alla vega tilbúnir að taka áhættuna því Perkins samdi nýverið við félagið um fjögurra ára $36 milljóna framlengingu á samningi sínum.


Óneitanlega hagræðing fyrir bæði lið, en of mikið af óvissuþáttum hanga á útkomunni Oklahoma megin. Celtics tóku erfiða ákvörðun sem mun eflaust gefa af sér til lengri tíma á meðan Thunder einbeita sér að núinu og að komast dýpra inn í úrslitakeppnina.  Lakers/Thunder einvígið varð skyndilega í það minnsta mun áhugaverðara.

Sunday, March 6, 2011

Tvö stig eða sigur?

Þegar íslenskir fjölmiðlar segja fréttir af sigurvegara úr körfuboltaleik skrifa þeir iðulega um að sigurliðið hafi hreppt tvö stig. „Snæfell sótti tvö stig til Grindavíkur“, „Laugdælir sóttu tvö stig í greipar Þórsara“, „KFÍ engin fyrirstaða og tvö stig í hús“ o.s.frv. Að auki er það ekki óalgengt að leikmenn og þjálfarar tali um í viðtölum að næla sér í tvö stig. Ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að allir þjálfarar sem ég hafði á mínum meistrarflokksferli í körfubolta hafi notað frasann um að „í kvöld ætlum við að ná okkur í tvö stig!“. Það sem mér fannst svo magnaðast var þegar sumir kanarnir sem maður spilaði með voru farnir taka þennan frasa upp.


Eftir því sem ég best veit er Ísland eini staðurinn í heiminum þar sem það tíðkast að tala sigur sem tvö stig. Jafntefli er ekki til í körfubolta og því er röðun liða á stöðutöflu mjög einföld; því fleiri sem sigrarnir eru, því ofar endaru í töflunni. Það er því að mínu mati frekar tilgangslaust að margfalda fjölda sigurleikja með tveimur stigum þegar það er langeinfaldast að segja fjölda sigurleikja.

Hvernig fór svo að þessi frasi hefur fest sig í málfari íslenskra körfuboltamanna? Ég er með ákveðna kenningu sem ég hef í raun ekkert fyrir mér í, en ætla engu síður að láta hana flakka. Eins og flestir vita er þjóðaríþrótt Íslendinga handbolti (þó svo að iðkendur séu litlu fleiri en í körfubolta) og þar er stigakerfið þannig að sigur gefur tvö stig og jafntefli gefur eitt. Í gegnum árin hafa dagblöðin birt fréttir af kappleikjum í báðum þessum greinum og birt reglulega stöðutöflur úr deildunum. Einhverra hluta vegna hafa þeir haldið sömu stöðutöflum fyrir báðar greinar í stað þess að beita sáraeinfaldri forritun til að setja upp nýja stöðutöflu fyrir körfuboltann. Þetta hefur orðið til þess að stigakerfið fyrir handboltann hefur verið notað fyrir körfuna í blöðunum. Afleiðing er sú að smátt og smátt með tímanum hefur hugmyndin um sigur og tvö stig síast inn í þjóðarsálina.

Það er mér óskiljanlegt að þetta skuli vera jafn fast í málfari körfuboltamanna og rauni ber vitni. Ég hef persónulega tamið mér að tala um sigurfjölda liða líkt og gert er annars staðar. Það er að mínu mati algjör óþarfi að nota handboltamál þegar menn tala um körfubolta.

Flottur sunnudagur framundan

Loksins er þessi fótboltaleikur er að klárast og tími til kominn að ræða mál málanna. Heat-Bulls er klukkan 18 í beinni á stöð 2 sýn sport 7 eða eitthvað álíka. Heat búnir að vera slakir undanfarið og tapa síðustu 3 leikjum. Bulls hættulegir með D.Rose í broddi fylkingar.
Menn verða svo farnir úr sokkunum og verða á tánum kl 20:30 þegar Spurs og Lakers mætast. Þá verður það bara nýja góða strímið sem gildir.
Endum þennan stutta pistil á að horfa á leikmenn Spurs með Bonnerinn sjóðheitan kafsigla Heat fyrir utan 3-stiga línuna síðastliðið föstudagskvöld.


Saturday, March 5, 2011

5 ára!

Það vantar bara myndband af foreldrunum að hæpa hann upp fyrir mót.  Þetta er insane.




Lil Wayne - 6'7" ft. Cory Gunz (Video)

Pródúsað af Bangladesh sem sá einnig um sándið á snilldinni "A Milli"...




Við getum ekki beðið

Loksins eru Lakers menn komnir með sinn eigin sjónvarpsþátt:

Friday, March 4, 2011

Miami Heat tapa Flórída-einvíginu

Enn og aftur droppa Miami Heat leik gegn sterku liði í austurdeildinni og núna gegn erkifjendum og nágrönnum í Orlando Magic eftir að hafa glutrað niður 25 stiga forystu.  Eitthvað þurfa LeBron og félagar að pappíra á sér rassgatið fyrir úrslitakeppnina því Cleveland og Washington verða ekki andstæðingar þeirra þar.  Miami eru núna 5-10 á móti liðinum sem eru í 6 efstu sætunum í austrinu.

Seinni hálfleikur í Orlando leiknum var nokkurn veginn svona...



og RuPaul greyið er orðinn þreyttur á þessu.




Al Horford setur Chicago Bulls í háttinn




Caucasian




Thursday, March 3, 2011

Ekki tjóka á línunni þegar þú ert með Lakers

Ekki klikka á tveim clutch vítum þegar þú ert í liði með Kobe Bryant.  Annars færðu handklæðið í andlitið.




Quake Griffin




Rólegur Patrick Ewing

Patrick Ewing said he is happy the Knicks acquired Carmelo Anthony to join Amar'e Stoudemire, but is the Hall of Famer also a bit jealous that he never had that complementary superstar?

Ewing named Allan Houston , Latrell Sprewell , Charles Oakley and John Starks as some of the best players he played with in New York, but he then added with a loud laugh, "They're not Carmelo! They're not Carmelo!"
HookUp:  Newsday

Mike Bibby til Miami Heat

Til vitnisburðar um vinsældir Washington Wizards liðsins meðal leikmanna NBA deildarinnar, þá fórnaði Mike Bibby $6,2 milljónum til losna undan samningnum sem Wizards tóku við frá Atlanta í Bibby/Hinrich skiptunum.  Bibby hefur nú náð samkomulagi við Miami Heat um að spila með þeim út tímabilið.  Ekkert hefur enn verið gefið upp um hve mikið Heat muni borga honum en það getur varla verið mikið.  Pat Riley henti svo Carlos Arroyo undir rútuna í kjölfarið:
"This was a very difficult decision to make because Carlos has done a great job for this team and this organization," Riley said Tuesday. "He is truly a first class individual and professional. We wish him nothing but the best."
Einmitt. Business... never personal.

En hvað þýðir þetta fyrir Miami liðið?  Bibby er vissulega margfalt betri sóknarmaður en Arroyo en alveg jafn slakur ef ekki verri varnarmaður.  Heat styrkja vopnabúrið fyrir utan þriggja stiga línuna, en Bibby er að skjóta sitt besta tímabil með 44% fyrir utan bogann.  Heat munu hins vegar halda áfram að geta ekki drullu á móti solid liðum með góðan leikstjórnanda, sbr. Celtics, Bulls og nú Knicks.

Annað fréttnæmt úr heimi leikmannaskipta er að Boston Celtics tíndu upp Troy Murphy frá Golden State, en hann rataði þangað í skiptum frá New Jersey Nets rétt fyrir lokafrestinn.  Murphy var eftirsóttur af mörgum liðum, m.a. Miami Heat, eftir að Golden State sögðu honum upp störfum en eftir mikla íhugun valdi hann Boston Celtics sem líklegra liðið til að ná dýpra inn í úrslitakeppnina og mögulega skila titli til hans.  Við sjáum til í maí hvort hann hafi veðjað á réttan hest.