Wednesday, April 27, 2011

In. Yo. Face!!

Plakatið klárt. Búinn að panta þrjú eintök.



Og ein lefty í eftirrétt

Tuesday, April 26, 2011

Bulls klára Pacers í kvöld

Þeir verða bara einfaldlega að gera það.  Tapi þeir þessum leik fer sjálfstraustið út um gluggann og serían í stórhættu.  Til þess að klára þessar seríu í kvöld þarf Carlos Boozer að fara að toga hausinn úr rassgatinu... og þessi maður þarf að eiga stórleik.




Roy Takes Over

Netheimar fá ekki nóg af afreki Brandon Roy í leik 4 gegn Dallas Mavericks um daginn. 




Er sagan að endurtaka sig?

Fari svo sem horfir þá mun Memphis slá út San Antonio (að sjálfsögðu er þetta ekki búið og ég trúi að mínir menn komi til baka). Þetta verður þá í 4.skiptið í sögu NBA sem að lið númer 8 slær út lið númer 1 í fyrstu umferð.

Það er ekki svo langt síðan þetta gerðist síðast. Rifjum upp þegar Warriors slógu út Mavs í fyrstu umferð árið 2007.

Monday, April 25, 2011

D. Wade í bullinu

Ekkert "ankle insurance" í Nike Zoom Kobe VI

Kobe yfirgaf völlinn eftir leikinn á hækjum... drama.




Lou Williams FTW

Lou Williams neglir einum langt neðan úr bæ til að skila Philly loksins sigri á Miami og halda lífinu í seríunni.  LeBron James átti svo loka skotið hjá Miami á nokkrum sekúndum í sókninni á eftir... en kláraði ekki.  Spurning um að fara að láta D-Wade sjá um að klára þessa jöfnu leiki á lokasekúndunum?




Andrew Bynum vs. Chris Paul

Chris Paul grillar Andrew Bynum með nokkrum grimmum krossum og Bynum reynir sitt besta að halda sér á fótunum.  Ótrúlegt að hann hafi ekki meitt hnéið í þessum dansi þarna.

Chris Paul með 27 stig (7/14 í skotum og 11/11 í vítum), 13 fráköst og 15 stoðsendingar... FTW!  Serían jöfn í 2-2.




Sunday, April 24, 2011

LeBron 2007 vs. Melo 2011

Chris Broussard og Skip Bayless rífast um hvor frammistaðan hafi verið betri, LeBron James í leik 5 gegn Detroit Pistons í úrslitum austursins 2007 eða Carmelo Anthony í leik 2 gegn Boston Celtics í síðustu viku.  Rólegir strákar.  Sumir elska bara að hata LeBron James.




Villa eða frábær vörn?

Nuggets áttu færi á að jafna leikinn gegn Thunder í nótt, þremur stigum undir og nokkrar sekúndur eftir.  Gersamlega kæfandi vörn (að mínu mati) frá James Harden hindraði það að J.R. Smith næði að ná almennilegu skoti af rétt áður en flautan gall.  Hvað finnst ykkur?




Vel gert, Brandon Roy

18 stig í fjórða hluta... næææææs!




Wednesday, April 20, 2011

Hvar er Valli (Kevin Durant)?

Það er nánast ekkert búið að fjalla um Kevin Durant í vetur. Það mætti halda að hann væri meiddur eða búinn að vera slakur í vetur. Fjölmiðlar fjalla lítið sem ekkert um hann.
Drengurinn er fæddur 1988, og var stigakóngur í fyrra. Hann varð líka stigakóngur í deildinni í ár þrátt fyrir að tölurnar hans hafið aðeins dalað. OKC voru 55-27 í ár og enduðu í fjórða sæti vesturdeildar samanborið við 50-32 record í fyrra sem gaf þeim áttunda sætið og hafa því verið að bæta ofan á góðan árangur frá því í fyrra.
Kannski bjuggust menn meira við af Durant í ár eftir frammistöðu hans með USA í sumar á HM þar sem hann bar af og átti langstærstan þátt í sigri þeirra. Það er möguleiki.

Það muna allir eftir einvíginu við Lakers í fyrra. Lakers réðu ekkert við hraðann í bakvörðum OKC. Þar sýndu strákarnir klærnar og að mínu mati verðskulda þeir meiri athygli.
Það er ekki spurning hvort heldur hvenær strákarnir í OKC toppa og að mínu mati gætu þeir farið langt í úrslitakeppninni í ár eftir að hafa fengið K.Perkins.

Ef að þeir slá út Denver þá mun það gefa þeim mikið sjálfstraust og þá er aldrei að vita hvar þeir enda. Sky's the limit.

Tuesday, April 19, 2011

Chicago Bulls í vandræðum með Indiana Pacers

Leikir helgarinnar voru allir mjög hressandi svo ekki sé meira sagt.  Enginn leikur endaði með meira en 10 stiga mun og meðalstigamunurinn var aðeins 6 stig í þessum leikjum.  Risastórar körfur í lokum nokkurra leikja og nokkur upset í vesturdeildinni sem aðeins rekur stoðum undir hversu jöfn og sterk hún er.

Pacers ætluðu heldur betur að stríða mínum mönnum í Bulls strax á fyrstu mínútu og var mér hætt að lítast á blikuna þegar líða fór á þriðja hluta þar sem munurinn fór yfir 10 stig. Bulls gáfu hins vegar í um miðjan fjórða hluta og 14-1 rönn kom þeim aftur inn í leikinn sem Kyle Korver klárað svo með þrist, John Paxon style.  Korver náði að bjarga sér fyrir horn í seinni hálfleik en mig langaði óstjórnlega til að kirkja manninn í fyrri hálfleik - tapandi boltanum trekk í trekk á mikilvægum augnablikum.

Meðferð Tyler Hansbrough á Carlos Boozer kom mér nákvæmlega ekkert á óvart því þetta er nákvæmlega það sama og gerðist í síðasta deildarleik þessara liða sem Indiana unnu með stórleik frá Psycho-T.  Boozer ræður bara ekkert við strákinn þegar hann er í ham.  Miklu grimmari, sneggri og með deadly mid-range djömper sem Booz verður að hafa fyrir að dekka.  Það sem kom hins vegar skemmtilega á óvart var frábær leikur frá Darren Collison sem ég vissi að væri góður, en ekki SVONA góður.  Rose var í bullandi vandræðum með hann þar sem hann fór oft illa með Bulls vörnina með einföldum pick-n-roll leikfléttum.  Hann var ekki fallegur en sigur var það engu að síður.

Þá komum við að öðrum leik, þar sem ég hélt að mínir menn myndu nú sýna sitt rétta andlit - en heldur betur ekki.  Hittu ekki rassgat og voru í bullandi vandræðum með þetta lið sem lenti í áttunda sæti austurdeildarinnar með um 45% vinningshlutfall.  Korver enn og aftur með stóran þrist í krönsj tæm sem kom Bulls þægilega yfir en klúðursleg villa Derrick Rose á AJ Price í þriggja stiga skoti kom sér ansi illa.  Enn og aftur ljótur sigur, en sigur engu að síður.

Bulls eru þó 2-0 í þessari seríu en fara ekki beint stútfullir sjálfstrausts til Indianapolis.  Bulls hafa unnið báða þessa leiki, en að miklu leyti vegna þess að Pacers klúðruðu þeim báðum á ögurstundu með ósamstíga varnarleik.  Allt of mikið hangir á Derrick Rose í sóknarleik Bulls sem virðist nánast eingöngu snúast um hvað hann býr til.  Þetta er hins vegar strategían hans Tom Thibodeau sem hefur skilað þeim þangað sem þeir eru í dag.  Vörn ofar öllu, sóknin fylgir í kjölfarið.




Vel gert Derrick Rose

Mögnuð tilþrif frá Derrick Rose í leik 1 gegn Indiana...  Takk fyrir hjálparvörnina, Booz.




Michael Jordan er ríkur



Wade skellir nýliðanum á skauta




Sko stóra strákinn!

Vel gert hjá STAT...




Saturday, April 16, 2011

Molar

* Shaq ekki með Celtics á morgun
* JJ Redick með Magic í fyrsta leik á eftir
* Bynum segist vera klár í slaginn á morgun
* Manu tæpur á að vera með á morgun
* King James með mest seldu treyjuna í ár - Kobe 2 ár þar á undan með þá mest seldu

Hörkuleikur í gangi núna. Þeir sem ekki eru að horfa á Pacers negla niður stórum skptum trekk í trekk eru að missa af miklu (Tyler Hansbrough að fara illa með C. Boozer). 83-89 fyrir Pacers þegar 6:57 eru eftir.

Tuesday, April 12, 2011

Vandræðalegt

Von Wafer með snilldartakta.

Ekki alveg á besta tíma fyrir þá grænklæddu.

Beint á blooperinn með'etta!!

Wednesday, April 6, 2011

Hendurnar á Kobe klúðra leiknum gegn Utah

Utah endaði 8 leikja taphrinu með því að sigra Lakers í Staples Center.  Kobe klúðraði ekki leiknum... heldur hendurnar á honum.

Ég verð samt að hrósa hvíta stráknum fyrir vörnina sem hann spilaði á Kobe í þessum leik og þá sérstaklega í þarna í lokin.  Ég hef trú á Gordon Hayward.




Vel gert Gordon Hayward

Hvíti strákurinn skilur Kobe eftir í rykinu og treður yfir Lakers framlínuna...




Vel gert gert West

Sunday, April 3, 2011

MVP


36 stig, 10 stoðsendingar og 3 blokk.  Aðeins sex aðrir leikmenn síðustu 25 árin hafa endað leik með 35 stig, 10 stoðsendingar og 3 blokk eða meira, þar af eru Dwyane Wade, LeBron James og Vince Carter.

Sjötti leikur Rose á tímabilinu með 30 stig og 10 stoðsendingar eða meira... næstmesta frá leikmanni Chicago Bulls síðustu 25 ár.  You guessed it... Jordan nr. 1 þar með 14 leiki '88-'89 tímabilið.

Rose er með 25,1 stig og 7,9 stoðsendingar, en hann þarf samtals 44 stoðsendingar í þeim sex leikjum sem eftir eru til að ná 8 stoðsendingum að meðaltali.  Aðeins Oscar Robertson var með 25 stig og 8 stoðsendingar í leik á sínum 22. aldursári.  Nái hann þeim áfanga verður hann aðeins sá fjórði í sögunni til þess.

MVP... þarf að ræða þetta eitthvað frekar?

HookUp:  ESPN Stats & Info

STAT: "Gasol is still soft"

Ouch...


og Andrew Bynum með come back fyrir liðsfélaga sinn:



Nei takk vinur